Íslenski boltinn

Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ungir iðkendur æfðu á Hásteinsvelli í gær. Langri bið eftir gervigrasi í Vestmannaeyjum er lokið og völlurinn vígður í kvöld.
Ungir iðkendur æfðu á Hásteinsvelli í gær. Langri bið eftir gervigrasi í Vestmannaeyjum er lokið og völlurinn vígður í kvöld. Mynd/ÍBV

Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum er leikfær eftir framkvæmdir við völlinn sem staðið hafa yfir um hríð. Fyrsti leikur á nýlögðu gervigrasi fer fram í kvöld.

ÍBV birti mynd af nýjum Hásteinsvelli á Facebook-síðu félagsins í gær þar sem ungir iðkendur æfðu á nýju gervigrasi. Hefja átti leik á vellinum í maí en tafir urðu á framkvæmdum við völlinn. Eyjamenn hafa leikið á Þórsvelli í Heimaey í upphafi móts í bæði Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna.

Fótbolti.net greinir frá því að bið eftir gúmmíkurli til að leggja í nýja grasið hafi valdið töfum.

Völlurinn er aftur á móti klár og mun kvennalið ÍBV vígja nýtt gervigras á Hásteinsvelli í kvöld er það mætir sameiginlegu liði Grindavíkur og Njarðvíkur í Lengjudeild kvenna í kvöld.

Karlalið félagsins mætir Víkingi í Bestu deild karla klukkan 14:00 á morgun. ÍBV vann 3-0 sigur á Víkingi á Þórsvelli í Mjólkurbikar karla fyrr í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×