Fótbolti

Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spænsku stelpurnar fagna hér öðru marka Esther Gonzalez í sigrinum á Portúgal í kvöld.
Spænsku stelpurnar fagna hér öðru marka Esther Gonzalez í sigrinum á Portúgal í kvöld. Getty/Leiting Gao

Spænska kvennalandsliðið byrjar vel á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss en liðið vann 5-0 sigur á nágrönnum sínum frá Portúgal í kvöld.

Spænska liðið er á toppi riðilsins en Ítalía vann 1-0 sigur á Belgíu í hinum leik hans í dag.

Spænska liðið var komið í 2-0 eftir sjö mínútna leik og var 4-0 yfir hálfleik eftir tvö mörk á lokmínútum fyrri hálfleiksins.

Esther González skoraði fyrsta markið á 2. mínútu eftir laglega sendingu frá Olgu Carmona. Tók við boltanum og lagði hann framhjá markverði portúgalska liðsins.

Mariona Caldentey lagði síðan upp mark fyrir Vicky Lopez á 7. mínútu sem skoraði af stuttu færi úr markteignum.

Caldentey átti líka stoðsendinguna þegar Alexia Putellas kom spænska liðinu þremur mörkum yfir á 41. mínútu.

Esther González gerði síðan sitt annað mark í hálfleiknum á 43. mínútu þegar hún fylgdi eftir stangarskoti á marklínunni.

Aitana Bonmati, sem greindist með heilahimnubólgu skömmu fyrir mót, kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu níu mínútu leiksins.

Fimmta mark spænska liðsins kom undir lokin þegar Cristina Martin-Prieto skallaði inn fyirrgjöf Sölmu Paralluelo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×