„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. maí 2025 10:31 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls Vísir/HAG Þjálfari kvennaliðs Tindastóls í Bestudeild kvenna segir stöðu félagsins orðna grafalvarlega þegar kemur að meistaraflokkum félagsins í knattspyrnu. Í raun er knattspyrnudeildin stjórnlaus. Eftir síðasta aðalfund knattspyrnudeildar Tindastóls kom í ljós að ekki fæst neinn til að sinna stöðu formanns deildarinnar. „Þetta er náttúrulega háalvarleg staða og hana ber að taka alvarlega og við sem íþróttasamfélag á Sauðárkróki verðum að standa vörð um það að hafa þetta í lagi. Það er mjög leiðinlegt að þurfa standa í þessu að finna nýjan formann þegar tímabilið er byrjað. En þetta er staðan og hún er alvarleg. Núna er í raun bara ákall til þeirra sem vilja hjálpa okkur að taka næstu skref,“ segir Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls í Bestu deild kvenna. „Við upplifum að það vanti aðeins meira fólk og meiri hjálp til þess að geta staðið undir því frábæra starfi sem er verið að vinna í Skagafirði bæði í karla og kvennaliðinu og í yngri flokkum okkar. Okkur vantar bara meiri aðstoð.“ Áhuginn hinumegin Fjármunir knattspyrnudeildarinnar eru af skornum skammti en ef litið er til körfuknattleiksdeildarinnar hjá félaginu þá tefldi karlaliðið fram liði skipað atvinnumönnum á síðasta tímabili og það kostar sitt. Halldór tekur það skýrt fram að hann er í engri samkeppni við körfuna. „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum, langt frá því og við viljum bara að við séum eitt félag sem við erum. Við erum geysilega stolt af því frábæra starfi sem hefur verið unnið þar alveg eins og við erum stolt af því starfi sem hefur verið unnið hjá okkur. Það ætti klárlega að vera hægt að gera betur, það er ekki spurning. En áhuginn er bara þarna megin og maður skilur það. Maður fær ekki fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera, það er augljóst. Við erum með gríðarlega mikið af flottu og frambærilegu fólki á svæðinu sem er að spila fyrir liðin og ég hefði haldið að það ætti að vera meira aðdráttarafl fyrir fólk til þess að vilja vinna fyrir okkur því við erum að reyna gera þetta eins mikið og við getum á heimafólki,“ segir Halldór sem oftast er kallaður Donni. „Þetta er bara ákall frá okkur og við verðum að fá fólk, því að þetta gæti bara orðið þannig að þetta lognist út af, þetta fornfræga og stóra félag. Við erum í vondri stöðu og ekki viljum við að þetta fari illa.“ Besta deild kvenna Tindastóll Fótbolti Íslenski boltinn Skagafjörður Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Eftir síðasta aðalfund knattspyrnudeildar Tindastóls kom í ljós að ekki fæst neinn til að sinna stöðu formanns deildarinnar. „Þetta er náttúrulega háalvarleg staða og hana ber að taka alvarlega og við sem íþróttasamfélag á Sauðárkróki verðum að standa vörð um það að hafa þetta í lagi. Það er mjög leiðinlegt að þurfa standa í þessu að finna nýjan formann þegar tímabilið er byrjað. En þetta er staðan og hún er alvarleg. Núna er í raun bara ákall til þeirra sem vilja hjálpa okkur að taka næstu skref,“ segir Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls í Bestu deild kvenna. „Við upplifum að það vanti aðeins meira fólk og meiri hjálp til þess að geta staðið undir því frábæra starfi sem er verið að vinna í Skagafirði bæði í karla og kvennaliðinu og í yngri flokkum okkar. Okkur vantar bara meiri aðstoð.“ Áhuginn hinumegin Fjármunir knattspyrnudeildarinnar eru af skornum skammti en ef litið er til körfuknattleiksdeildarinnar hjá félaginu þá tefldi karlaliðið fram liði skipað atvinnumönnum á síðasta tímabili og það kostar sitt. Halldór tekur það skýrt fram að hann er í engri samkeppni við körfuna. „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum, langt frá því og við viljum bara að við séum eitt félag sem við erum. Við erum geysilega stolt af því frábæra starfi sem hefur verið unnið þar alveg eins og við erum stolt af því starfi sem hefur verið unnið hjá okkur. Það ætti klárlega að vera hægt að gera betur, það er ekki spurning. En áhuginn er bara þarna megin og maður skilur það. Maður fær ekki fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera, það er augljóst. Við erum með gríðarlega mikið af flottu og frambærilegu fólki á svæðinu sem er að spila fyrir liðin og ég hefði haldið að það ætti að vera meira aðdráttarafl fyrir fólk til þess að vilja vinna fyrir okkur því við erum að reyna gera þetta eins mikið og við getum á heimafólki,“ segir Halldór sem oftast er kallaður Donni. „Þetta er bara ákall frá okkur og við verðum að fá fólk, því að þetta gæti bara orðið þannig að þetta lognist út af, þetta fornfræga og stóra félag. Við erum í vondri stöðu og ekki viljum við að þetta fari illa.“
Besta deild kvenna Tindastóll Fótbolti Íslenski boltinn Skagafjörður Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira