„Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. maí 2025 10:31 Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls Vísir/HAG Þjálfari kvennaliðs Tindastóls í Bestudeild kvenna segir stöðu félagsins orðna grafalvarlega þegar kemur að meistaraflokkum félagsins í knattspyrnu. Í raun er knattspyrnudeildin stjórnlaus. Eftir síðasta aðalfund knattspyrnudeildar Tindastóls kom í ljós að ekki fæst neinn til að sinna stöðu formanns deildarinnar. „Þetta er náttúrulega háalvarleg staða og hana ber að taka alvarlega og við sem íþróttasamfélag á Sauðárkróki verðum að standa vörð um það að hafa þetta í lagi. Það er mjög leiðinlegt að þurfa standa í þessu að finna nýjan formann þegar tímabilið er byrjað. En þetta er staðan og hún er alvarleg. Núna er í raun bara ákall til þeirra sem vilja hjálpa okkur að taka næstu skref,“ segir Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls í Bestu deild kvenna. „Við upplifum að það vanti aðeins meira fólk og meiri hjálp til þess að geta staðið undir því frábæra starfi sem er verið að vinna í Skagafirði bæði í karla og kvennaliðinu og í yngri flokkum okkar. Okkur vantar bara meiri aðstoð.“ Áhuginn hinumegin Fjármunir knattspyrnudeildarinnar eru af skornum skammti en ef litið er til körfuknattleiksdeildarinnar hjá félaginu þá tefldi karlaliðið fram liði skipað atvinnumönnum á síðasta tímabili og það kostar sitt. Halldór tekur það skýrt fram að hann er í engri samkeppni við körfuna. „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum, langt frá því og við viljum bara að við séum eitt félag sem við erum. Við erum geysilega stolt af því frábæra starfi sem hefur verið unnið þar alveg eins og við erum stolt af því starfi sem hefur verið unnið hjá okkur. Það ætti klárlega að vera hægt að gera betur, það er ekki spurning. En áhuginn er bara þarna megin og maður skilur það. Maður fær ekki fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera, það er augljóst. Við erum með gríðarlega mikið af flottu og frambærilegu fólki á svæðinu sem er að spila fyrir liðin og ég hefði haldið að það ætti að vera meira aðdráttarafl fyrir fólk til þess að vilja vinna fyrir okkur því við erum að reyna gera þetta eins mikið og við getum á heimafólki,“ segir Halldór sem oftast er kallaður Donni. „Þetta er bara ákall frá okkur og við verðum að fá fólk, því að þetta gæti bara orðið þannig að þetta lognist út af, þetta fornfræga og stóra félag. Við erum í vondri stöðu og ekki viljum við að þetta fari illa.“ Besta deild kvenna Tindastóll Fótbolti Íslenski boltinn Skagafjörður Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Eftir síðasta aðalfund knattspyrnudeildar Tindastóls kom í ljós að ekki fæst neinn til að sinna stöðu formanns deildarinnar. „Þetta er náttúrulega háalvarleg staða og hana ber að taka alvarlega og við sem íþróttasamfélag á Sauðárkróki verðum að standa vörð um það að hafa þetta í lagi. Það er mjög leiðinlegt að þurfa standa í þessu að finna nýjan formann þegar tímabilið er byrjað. En þetta er staðan og hún er alvarleg. Núna er í raun bara ákall til þeirra sem vilja hjálpa okkur að taka næstu skref,“ segir Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Tindastóls í Bestu deild kvenna. „Við upplifum að það vanti aðeins meira fólk og meiri hjálp til þess að geta staðið undir því frábæra starfi sem er verið að vinna í Skagafirði bæði í karla og kvennaliðinu og í yngri flokkum okkar. Okkur vantar bara meiri aðstoð.“ Áhuginn hinumegin Fjármunir knattspyrnudeildarinnar eru af skornum skammti en ef litið er til körfuknattleiksdeildarinnar hjá félaginu þá tefldi karlaliðið fram liði skipað atvinnumönnum á síðasta tímabili og það kostar sitt. Halldór tekur það skýrt fram að hann er í engri samkeppni við körfuna. „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum, langt frá því og við viljum bara að við séum eitt félag sem við erum. Við erum geysilega stolt af því frábæra starfi sem hefur verið unnið þar alveg eins og við erum stolt af því starfi sem hefur verið unnið hjá okkur. Það ætti klárlega að vera hægt að gera betur, það er ekki spurning. En áhuginn er bara þarna megin og maður skilur það. Maður fær ekki fólk til að gera eitthvað sem það vill ekki gera, það er augljóst. Við erum með gríðarlega mikið af flottu og frambærilegu fólki á svæðinu sem er að spila fyrir liðin og ég hefði haldið að það ætti að vera meira aðdráttarafl fyrir fólk til þess að vilja vinna fyrir okkur því við erum að reyna gera þetta eins mikið og við getum á heimafólki,“ segir Halldór sem oftast er kallaður Donni. „Þetta er bara ákall frá okkur og við verðum að fá fólk, því að þetta gæti bara orðið þannig að þetta lognist út af, þetta fornfræga og stóra félag. Við erum í vondri stöðu og ekki viljum við að þetta fari illa.“
Besta deild kvenna Tindastóll Fótbolti Íslenski boltinn Skagafjörður Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira