Níunda umferð Bestu deildar karla hófst í dag þegar Víkingur frá Reykjavík vann Vestra á Ísafirði en úrslitin í leiknum voru 0-1. Sigurmarkið skoraði Viktor Örlygur Andrason úr vítaspyrnu.
Það voru margir mjög spenntur í fyrir leiknum í dag. Víkingar á toppnum og Vestri í 2. sæti, svokallað spútnik lið deildarinnar það sem af er sumri. Vestri byrjaði betur í leiknum og átti Silas Dylan Singani fyrsta alvöru færi leiksins. Hann fékk sendingu inn fyrir vörn Víkings sem voru hátt á vellinum. Hann fór inn á teig Víkingana en skot hans var mjög lélegt og fram hjá markinu.
Það dró til tíðinda á 27 mínútu leiksins þegar frábært spil Víkinga splundraði vörn heimamanna og Tarik Ibrahimagic komst inn á teiginn og fór fram hjá Eið Aron sem varð fyrir því óláni að brjóta á honum. Viktor Örlygur Andrason steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi fram hjá Guy Smith í marki Vestra og gestir því komnir í forystu.
Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson voru nálægt því að bæta við mörkum fyrir Víkinga en staðan í hálfleik var 0-1 gestunum í vil.
Víkingar komu sterkari inn í seinni hálfleikinn. Voru meira með boltann og stjórnuðu leiknum. Vestramenn voru þéttir og gáfu fá færi á sig. Vestri reyndu að kasta teningunum og notuðu allar sínar skiptingar án þess að leikurinn breytist eitthvað. Enginn opinn færi litu dagsins ljós í seinni hálfleiknum og því endaði hann 0-1 fyrir Víking.
Víkingur situr á toppi deildarinnar með 20 stig eftir leikinn en Vestri en enn í 2 sæti deildarinnar með sín 16 stig en Breiðablik geta farið upp fyrir þá sigri þeir sinn leik í dag.
Atvik leiksins
Vladimar Tufedzic fékk þá sendingu upp hægri vænginn og kom boltanum inn á teig Víkings þar sem boltinn endaði í markinu. Hann var dæmdur ranglega rangstæður í aðdragandanum og því hefði verið fróðlegt að sjá ef þetta hefði fengið að standa.
Stjörnur
Enginn sem stóð sérstaklega upp úr í dag. En hjá Víking Ég verð að gefa Oliver Ekroth og Gunnari Vatnhamar prik í kladdann. Því þeir komu öllu í burtu sem kom nálægt þeirra svæði í vörninni. Gylfi Þór var sprækastur hjá Víking sóknarlega í seinni hálfleik.
Hjá Vestra fór mest fyrir Fatai Adebowale Gbadamosi á miðjunni. Lítið að frétta annars.
Dómarar
Sigurður Hjörtur hafði góð tök á þessu í dag. Ekki erfiður að leikur að dæma út á velli. Spurningarmerkið er þessi rangstæða sem var ekki rangstæða í fyrri hálfleiknum.