Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. maí 2025 08:46 Billie Eilish vann til flestra verðlauna á AMA-hátíðinni en Beyonce og SZA komust líka á blað. Jennifer Lopez var kynnir og Janet Jackson var heiðruð. Getty Billie Eilish var stóri sigurvegarinn á AMA-hátíðinni í Las Vegas í gær og vann í öllum sjö flokkunum sem hún var tilnefnd í, þar á meðal fyrir plötu og lag ársins. Beyonce fékk tvenn kántríverðlaun og Eminem vann til verðlauna á hátíðinni í fyrsta sinn í fimmtán ár. Jennifer Lopez var kynnir á Amerísku tónlistarverðlaununum (e. American Music Awards), sem eru gjarnan kölluð AMAs, í fyrsta sinn í áratug og byrjaði hún hátíðina á dansflutningi 23 vinsælustu laga síðasta árs. Opnunaratriði J-Lo á hátíðinni vakti mikla athygli og var hún hin glæsilegasta.Getty Eilish var óumdeildur sigurvegari hátíðarinnar og vann alla sjö flokkanna sem hún var tilnefnd í. Hún vann þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins, besti tónleikaferðalagatónlistarmaður (e. best touring artist), besti kvenkyns popparinn, platan Hit Me Hard and Soft var valin bæði plata ársins og besta poppplatan og lagið „Birds of a Feather“ var valið lag ársins og besta popplagið. Eilish gat þó ekki verið viðstödd hátíðina vegna tónleikaferðalags síns. Kántrí-Beyonce, SZA, Eminem og ýmsir aðrir Beyonce, sem gat heldur ekki verið viðstödd hátíðina, fékk tvenn verðlaun sem besti kántrítónlistarmaðurinn og Cowboy Carter var valin besta kántríplatan. Beyonce var þar í fyrsta sinn verðlaunuð í kántríflokki hátíðarinnar en hún hefur áður fengið 11 verðlaun á hátíðinni í gegnum árin Tónlistarkonan SZA fékk verðlun sem besti kvenkyns R&B-tónlistarmaðurinn og lag hennar „Saturn“ var valið besta R&B-lagið. Eminem, sem eins og margir kollegar sínir var ekki viðstaddur hátíðina, var valinn besti hip-hop-tónlistarmaðurinn og The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) var valin besta hipp-hopp-platan. Beyonce, Janet Jackson og SZA komu allar við sögu á verðlaununum þó hin fyrstnefnda hafi ekki verið viðstödd.Getty Meðal annarra verðlaunahafa voru Becky G í latínó-tónlistarflokki, Gracie Abrams sem var valin besti nýi tónlistarmaðurinn, Post Malone sem besti karlkyns kántrítónlistarmaðurinn og svo voru Lady Gaga og Bruno Mars verðlaunuð fyrir besta samstarfið. Bruno var verðlaunaður sem besti karlkyns popparinn og Lady Gaga sem besti dans-/raftónlistarmaðurinn. Janet Jackson hlaut svokölluð íkon-verðlaun (e. Icon Award) sem eru veitt þeim sem hafa haft mikil áhrif á popptónlist nútímans og þá var hinn breski Rod Stewart verðlaunaður fyrir ævistarf sitt. Athygli vekur að Kendrick Lamar, sem hlaut tíu tilnefningar í átta flokkum, hlaut aðeins ein verðlaun en hann hefur verið fyrirferðamikill undanfarið ár vegna deilna við rapparann Drake, útgáfu plötunnar GNX og flutnings síns á Ofurskálinni. Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Jennifer Lopez var kynnir á Amerísku tónlistarverðlaununum (e. American Music Awards), sem eru gjarnan kölluð AMAs, í fyrsta sinn í áratug og byrjaði hún hátíðina á dansflutningi 23 vinsælustu laga síðasta árs. Opnunaratriði J-Lo á hátíðinni vakti mikla athygli og var hún hin glæsilegasta.Getty Eilish var óumdeildur sigurvegari hátíðarinnar og vann alla sjö flokkanna sem hún var tilnefnd í. Hún vann þar verðlaun sem tónlistarmaður ársins, besti tónleikaferðalagatónlistarmaður (e. best touring artist), besti kvenkyns popparinn, platan Hit Me Hard and Soft var valin bæði plata ársins og besta poppplatan og lagið „Birds of a Feather“ var valið lag ársins og besta popplagið. Eilish gat þó ekki verið viðstödd hátíðina vegna tónleikaferðalags síns. Kántrí-Beyonce, SZA, Eminem og ýmsir aðrir Beyonce, sem gat heldur ekki verið viðstödd hátíðina, fékk tvenn verðlaun sem besti kántrítónlistarmaðurinn og Cowboy Carter var valin besta kántríplatan. Beyonce var þar í fyrsta sinn verðlaunuð í kántríflokki hátíðarinnar en hún hefur áður fengið 11 verðlaun á hátíðinni í gegnum árin Tónlistarkonan SZA fékk verðlun sem besti kvenkyns R&B-tónlistarmaðurinn og lag hennar „Saturn“ var valið besta R&B-lagið. Eminem, sem eins og margir kollegar sínir var ekki viðstaddur hátíðina, var valinn besti hip-hop-tónlistarmaðurinn og The Death of Slim Shady (Coup de Grâce) var valin besta hipp-hopp-platan. Beyonce, Janet Jackson og SZA komu allar við sögu á verðlaununum þó hin fyrstnefnda hafi ekki verið viðstödd.Getty Meðal annarra verðlaunahafa voru Becky G í latínó-tónlistarflokki, Gracie Abrams sem var valin besti nýi tónlistarmaðurinn, Post Malone sem besti karlkyns kántrítónlistarmaðurinn og svo voru Lady Gaga og Bruno Mars verðlaunuð fyrir besta samstarfið. Bruno var verðlaunaður sem besti karlkyns popparinn og Lady Gaga sem besti dans-/raftónlistarmaðurinn. Janet Jackson hlaut svokölluð íkon-verðlaun (e. Icon Award) sem eru veitt þeim sem hafa haft mikil áhrif á popptónlist nútímans og þá var hinn breski Rod Stewart verðlaunaður fyrir ævistarf sitt. Athygli vekur að Kendrick Lamar, sem hlaut tíu tilnefningar í átta flokkum, hlaut aðeins ein verðlaun en hann hefur verið fyrirferðamikill undanfarið ár vegna deilna við rapparann Drake, útgáfu plötunnar GNX og flutnings síns á Ofurskálinni.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira