Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. maí 2025 11:03 Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir verkefninu Kveikjum neistann, í borgarstjórn sem á hinu háa Alþingi. Um er að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið virkan þátt í með nemendum sínum í tæp tvö ár. Þau Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU og HÍ og Svava Þ. Hjaltalín, sérkennari og læsisfræðingur eiga veg og vanda af verkefninu sem er í umsjón Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við HÍ. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt: að bæta læsi og nám allra barna á markvissan og einstaklingsmiðaðan hátt. Notast er við hljóðaðferð við lestrarkennslu, með öflugri eftirfylgni og sérsniðna þjálfunartíma þar sem hvert barn fær viðeigandi áskoranir. Stundatöflu hefur verið breytt, dagurinn einfaldaður, hreyfing aukin og settir inn svokallaðir „ástríðutímar“ sem vekja gríðarlega lukku. Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda. Höfuðáherslan er á að allir nemendur nái að brjóta lestrarkóðann þ.e. geti tengt saman hljóð og orð og þannig lagt traustan grunn að áframhaldandi lestri, lesskilningi og skapandi skrifum. Frá upphafi hefur árangur verið mældur reglulega og nýjustu niðurstöður sýna að 94 af 96 nemendum, eða 98% í fyrstu tveimur árgöngum verkefnisins, hafa náð tökum á lestrarkóðanum. Árangurinn lofar því góðu. Ekkert barn skilið út undan Staða margra nemenda í lestri og lesskilningi í Reykjavík er ekki nógu góð. Þetta hafa PISA-kannanir sýnt okkur undanfarin ár en 16% barna ná ekki stigi tvö í lesskilningi, sem sagt lesa sér ekki til gagns. Úr þessu má ekki gera lítið eða hunsa. Því miður hefur ekki verið lögð næg áhersla á þessi mál hjá síðustu ríkisstjórn og hefur vandi barna vaxið eins og margar skýrslur hafa staðfest. Þegar litið er til barna af erlendum uppruna kemur í ljós að 92,5% þeirra eru metin á rauðu eða gulu ljósi í íslenskukunnáttu, sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Rannsóknir á líðan barna sýna marktækan mun á milli þeirra sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk skólaárið 2021-2022 og þeirra sem voru í 1. bekk árið áður en verkefnið hófst. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikil áhrifabreyta á líðan og sjálfsmynd barna. Að upplifa árangur og finna færni sína vaxa hefur bein áhrif á vellíðan og sjálfstraust. Það góða við Kveikjum neistann er að nálgunin kveikir áhuga, byggir upp og mætir börnum af virðingu og umhyggju. Það er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt að byggja á aðferðum sem hafa þegar sýnt sig í stað þess að reyna sífellt að finna upp hjólið. Nú er rétti tíminn til að kveikja neistann um allt land. Í nýju frumvarpi um breytingar á grunnskólalögum eru þessi mál ávörpuð. Ríkisstjórnin, með barna- og menntamálaráðherra í fararbroddi í þessum málaflokki, hefur lagt línurnar svo hugað sé að þörfum allra barna á þessu sviði. Nú er röðin komin að börnum þessa lands og ekkert þeirra skal skilið út undan. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins hefur lengi talað fyrir verkefninu Kveikjum neistann, í borgarstjórn sem á hinu háa Alþingi. Um er að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið virkan þátt í með nemendum sínum í tæp tvö ár. Þau Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU og HÍ og Svava Þ. Hjaltalín, sérkennari og læsisfræðingur eiga veg og vanda af verkefninu sem er í umsjón Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við HÍ. Markmið Kveikjum neistans er metnaðarfullt: að bæta læsi og nám allra barna á markvissan og einstaklingsmiðaðan hátt. Notast er við hljóðaðferð við lestrarkennslu, með öflugri eftirfylgni og sérsniðna þjálfunartíma þar sem hvert barn fær viðeigandi áskoranir. Stundatöflu hefur verið breytt, dagurinn einfaldaður, hreyfing aukin og settir inn svokallaðir „ástríðutímar“ sem vekja gríðarlega lukku. Áherslur verkefnisins snúa að læsi, stærðfræði, náttúrufræði, hreyfingu og hugarfari nemenda. Höfuðáherslan er á að allir nemendur nái að brjóta lestrarkóðann þ.e. geti tengt saman hljóð og orð og þannig lagt traustan grunn að áframhaldandi lestri, lesskilningi og skapandi skrifum. Frá upphafi hefur árangur verið mældur reglulega og nýjustu niðurstöður sýna að 94 af 96 nemendum, eða 98% í fyrstu tveimur árgöngum verkefnisins, hafa náð tökum á lestrarkóðanum. Árangurinn lofar því góðu. Ekkert barn skilið út undan Staða margra nemenda í lestri og lesskilningi í Reykjavík er ekki nógu góð. Þetta hafa PISA-kannanir sýnt okkur undanfarin ár en 16% barna ná ekki stigi tvö í lesskilningi, sem sagt lesa sér ekki til gagns. Úr þessu má ekki gera lítið eða hunsa. Því miður hefur ekki verið lögð næg áhersla á þessi mál hjá síðustu ríkisstjórn og hefur vandi barna vaxið eins og margar skýrslur hafa staðfest. Þegar litið er til barna af erlendum uppruna kemur í ljós að 92,5% þeirra eru metin á rauðu eða gulu ljósi í íslenskukunnáttu, sem kallar á tafarlausar aðgerðir. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Rannsóknir á líðan barna sýna marktækan mun á milli þeirra sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk skólaárið 2021-2022 og þeirra sem voru í 1. bekk árið áður en verkefnið hófst. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikil áhrifabreyta á líðan og sjálfsmynd barna. Að upplifa árangur og finna færni sína vaxa hefur bein áhrif á vellíðan og sjálfstraust. Það góða við Kveikjum neistann er að nálgunin kveikir áhuga, byggir upp og mætir börnum af virðingu og umhyggju. Það er bæði skynsamlegt og nauðsynlegt að byggja á aðferðum sem hafa þegar sýnt sig í stað þess að reyna sífellt að finna upp hjólið. Nú er rétti tíminn til að kveikja neistann um allt land. Í nýju frumvarpi um breytingar á grunnskólalögum eru þessi mál ávörpuð. Ríkisstjórnin, með barna- og menntamálaráðherra í fararbroddi í þessum málaflokki, hefur lagt línurnar svo hugað sé að þörfum allra barna á þessu sviði. Nú er röðin komin að börnum þessa lands og ekkert þeirra skal skilið út undan. Höfundur er alþingismaður.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun