Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. maí 2025 07:03 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Um þetta er einfaldlega hægt að fræðast á vef sambandsins. Þetta yrði sætið okkar við borðið. Fullyrðingar um að staðan innan Evrópusambandsins sé sambærileg við til dæmis NATO eða EFTA í þessum efnum, eins og fram komu í grein á Vísi á dögunum eftir Grím Grímsson, þingmann Viðreisnar, standast enga skoðun. Þannig eru ákvarðanir bæði á vettvangi NATO og EFTA teknar með einróma samþykki sem heyrir hins vegar í dag til algerra undantekninga innan sambandsins en var eitt sinn reglan. Allajafna er það svo að ríki sitja við sama borð þegar alþjóða- og milliríkjasamstarf er annars vegar. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð stærð. Sú er hins vegar almennt ekki raunin innan Evrópusambandsins. Mörg dæmi eru enda um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum í ráðherraráði Evrópusambandsins og það jafnvel þegar mikilvæg hagsmunamál þeirra hafa verið annars vegar. Mjög lýsandi dæmi er þegar sambandið ákvað um árið að beita Færeyjar, hluta danska konungdæmisins, refsiaðgerðum vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og Danir neyddust til þess að taka þátt í þeim. Eða þegar Írar, ein mesta makrílveiðiþjóð Evrópusambandsins, beittu sér gegn samþykkt samnings við Færeyjar um makrílveiðar sem fór í bága við hagsmuni þeirra en urðu undir í ráðinu. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við dagblaðið Irish Examiner í kjölfar undirritunar samningsins. Írar eru um 5,4 milljónir. Meira en 13 sinnum fleiri en við Íslendingar. Hversu lítill fiskur yrðum við innan sambandsins? Hér er ekki um metnaðarleysi fyrir hönd okkar Íslendinga að ræða sem er stundum viðkvæðið í röðum Evrópusambandssinna í rökþrotinu sem þeir lenda í þegar einfaldlega er bent á það hvernig kaupin gerast á eyrinni innan Evrópusambandsins og þær reglur sem gilda þar á bæ um möguleika einstakra ríkja til þess að hafa áhrif þegar ákvarðanir eru teknar. Nokkuð sem þeir ættu að vera ágætlega meðvitaðir um. Ólíkt þeim tel ég okkur þvert á móti fullfær um það að stjórna okkar eigin málum áfram utan sambandsins en rök þeirra fyrir inngöngu í það eru einmitt gjarnan þau að við séum of lítil og fámenn til þess. Hitt er annað mál að um er að ræða mjög eðlilega þróun innan Evrópusambandsins í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan þess allt frá upphafi. Grímur minntist í grein sinni á Schuman-ávarpið frá 1950 sem markar upphaf samrunans innan sambandsins en gat þess ekki að þar kemur einmitt fram að lokamarkmiðið sé evrópskt sambandsríki. Innan sambandsríkja er jú velþekkt að íbúafjöldi ráði vægi einstakra ríkja eins og í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikilvægur hluti umræðunnar um Evrópusambandið er vitanlega ekki sízt hver þróunin hefur verið innan sambandsins til þessa og hvert hún stefnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig virkar einfaldlega kerfið innan sambandsins og hefur gert í vaxandi mæli til þessa. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess. Þar yrði vægi Íslands allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Um þetta er einfaldlega hægt að fræðast á vef sambandsins. Þetta yrði sætið okkar við borðið. Fullyrðingar um að staðan innan Evrópusambandsins sé sambærileg við til dæmis NATO eða EFTA í þessum efnum, eins og fram komu í grein á Vísi á dögunum eftir Grím Grímsson, þingmann Viðreisnar, standast enga skoðun. Þannig eru ákvarðanir bæði á vettvangi NATO og EFTA teknar með einróma samþykki sem heyrir hins vegar í dag til algerra undantekninga innan sambandsins en var eitt sinn reglan. Allajafna er það svo að ríki sitja við sama borð þegar alþjóða- og milliríkjasamstarf er annars vegar. Eitt ríki, eitt atkvæði óháð stærð. Sú er hins vegar almennt ekki raunin innan Evrópusambandsins. Mörg dæmi eru enda um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í atkvæðagreiðslum í ráðherraráði Evrópusambandsins og það jafnvel þegar mikilvæg hagsmunamál þeirra hafa verið annars vegar. Mjög lýsandi dæmi er þegar sambandið ákvað um árið að beita Færeyjar, hluta danska konungdæmisins, refsiaðgerðum vegna síldveiða Færeyinga í eigin lögsögu og Danir neyddust til þess að taka þátt í þeim. Eða þegar Írar, ein mesta makrílveiðiþjóð Evrópusambandsins, beittu sér gegn samþykkt samnings við Færeyjar um makrílveiðar sem fór í bága við hagsmuni þeirra en urðu undir í ráðinu. „Ríkisstjórn okkar og [Simon] Coveney sjávarútvegsráðherra börðust af hörku gegn þessu en þetta snýst allt um atkvæði á vettvangi Evrópusambandsins. Þýzkaland hafði ekki áhuga á þessu og Bretland vildi aðeins binda endi á bannið á innflutningi á fiski frá Færeyjum. Írland er aðeins lítill fiskur í þessari tjörn. Við áttum aldrei möguleika,“ sagði Martin Howley, formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, við dagblaðið Irish Examiner í kjölfar undirritunar samningsins. Írar eru um 5,4 milljónir. Meira en 13 sinnum fleiri en við Íslendingar. Hversu lítill fiskur yrðum við innan sambandsins? Hér er ekki um metnaðarleysi fyrir hönd okkar Íslendinga að ræða sem er stundum viðkvæðið í röðum Evrópusambandssinna í rökþrotinu sem þeir lenda í þegar einfaldlega er bent á það hvernig kaupin gerast á eyrinni innan Evrópusambandsins og þær reglur sem gilda þar á bæ um möguleika einstakra ríkja til þess að hafa áhrif þegar ákvarðanir eru teknar. Nokkuð sem þeir ættu að vera ágætlega meðvitaðir um. Ólíkt þeim tel ég okkur þvert á móti fullfær um það að stjórna okkar eigin málum áfram utan sambandsins en rök þeirra fyrir inngöngu í það eru einmitt gjarnan þau að við séum of lítil og fámenn til þess. Hitt er annað mál að um er að ræða mjög eðlilega þróun innan Evrópusambandsins í ljósi lokamarkmiðs samrunaþróunarinnar innan þess allt frá upphafi. Grímur minntist í grein sinni á Schuman-ávarpið frá 1950 sem markar upphaf samrunans innan sambandsins en gat þess ekki að þar kemur einmitt fram að lokamarkmiðið sé evrópskt sambandsríki. Innan sambandsríkja er jú velþekkt að íbúafjöldi ráði vægi einstakra ríkja eins og í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Mikilvægur hluti umræðunnar um Evrópusambandið er vitanlega ekki sízt hver þróunin hefur verið innan sambandsins til þessa og hvert hún stefnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun