Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar 1. október 2018 07:00 Biðlistavandi leikskólabarna er flestum kunnur. Borgin rekur fjölda leikskóla en annar þó ekki eftirspurn eftir leikskólarýmum. Það er mikilvægt að borgin geti boðið trausta og áreiðanlega daggæslu eða leikskólavist strax í kjölfar fæðingarorlofs. Það er fjölskyldufólki mikilvæg grunnþjónusta. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla en geta þó útvistað rekstrinum. Í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi leikskólar 18 talsins og þá sækja tæp 1.200 börn. Ef þessara leikskóla nyti ekki við mætti hugsa sér ískyggilega stöðu á biðlistum borgarinnar. Sjálfstæðir leikskólar hafa svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Í dag þiggja sjálfstæðir leikskólar skert rekstrarframlög frá borgarsjóði. Þannig er sjálfstætt starfandi leikskólum gert að innheimta hærri gjöld frá foreldrum, að öðrum kosti standa þeir ekki fjárhagslega jafnfætis borgarreknum leikskólum. Fyrirkomulagið skapar aðstöðumun milli barna, enda ekki öllum kleift að greiða með börnum sínum aukin gjöld. Það er eðlilegur réttur barna að borgin leggi sömu upphæð opinbers fjár til uppeldis og menntunar þeirra – að tryggð séu jöfn opinber framlög með hverju barni inn í leikskóla borgarinnar. Með jöfnum framlögum mætti tryggja öllum börnum jöfn tækifæri og jafnan aðgang að ólíkum valkostum, því gjaldskrár sjálfstæðra leikskóla myndu lækka og efnahagur foreldra yrði ekki lengur ákvarðandi forsenda við leikskólaval. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill skapa borg þar sem þú getur látið góða hugmynd verða að veruleika. Borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram. Við viljum skapa fjölskylduvæna borg sem jafnframt fagnar framtakssemi og hugmyndaauðgi. Í Reykjavík hefur einkaframtakið svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Framtakinu bera að fagna og það ber að styðja. Sjálfstæðir leikskólar eru mikilvæg viðbót við skólaflóru borgarinnar. Þeir bjóða foreldrum fleiri valkosti um áherslur í uppeldi og menntun barna sinna. Við viljum tryggja öllum fjölskyldum þessa valkosti, óháð efnahag. Það er mikilvægt réttlætismál fyrir börnin í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Biðlistavandi leikskólabarna er flestum kunnur. Borgin rekur fjölda leikskóla en annar þó ekki eftirspurn eftir leikskólarýmum. Það er mikilvægt að borgin geti boðið trausta og áreiðanlega daggæslu eða leikskólavist strax í kjölfar fæðingarorlofs. Það er fjölskyldufólki mikilvæg grunnþjónusta. Sveitarfélög bera ábyrgð á starfsemi leikskóla en geta þó útvistað rekstrinum. Í Reykjavík eru sjálfstætt starfandi leikskólar 18 talsins og þá sækja tæp 1.200 börn. Ef þessara leikskóla nyti ekki við mætti hugsa sér ískyggilega stöðu á biðlistum borgarinnar. Sjálfstæðir leikskólar hafa svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Í dag þiggja sjálfstæðir leikskólar skert rekstrarframlög frá borgarsjóði. Þannig er sjálfstætt starfandi leikskólum gert að innheimta hærri gjöld frá foreldrum, að öðrum kosti standa þeir ekki fjárhagslega jafnfætis borgarreknum leikskólum. Fyrirkomulagið skapar aðstöðumun milli barna, enda ekki öllum kleift að greiða með börnum sínum aukin gjöld. Það er eðlilegur réttur barna að borgin leggi sömu upphæð opinbers fjár til uppeldis og menntunar þeirra – að tryggð séu jöfn opinber framlög með hverju barni inn í leikskóla borgarinnar. Með jöfnum framlögum mætti tryggja öllum börnum jöfn tækifæri og jafnan aðgang að ólíkum valkostum, því gjaldskrár sjálfstæðra leikskóla myndu lækka og efnahagur foreldra yrði ekki lengur ákvarðandi forsenda við leikskólaval. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík vill skapa borg þar sem þú getur látið góða hugmynd verða að veruleika. Borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram. Við viljum skapa fjölskylduvæna borg sem jafnframt fagnar framtakssemi og hugmyndaauðgi. Í Reykjavík hefur einkaframtakið svarað eftirspurn sem borgaryfirvöld gátu ekki mætt. Framtakinu bera að fagna og það ber að styðja. Sjálfstæðir leikskólar eru mikilvæg viðbót við skólaflóru borgarinnar. Þeir bjóða foreldrum fleiri valkosti um áherslur í uppeldi og menntun barna sinna. Við viljum tryggja öllum fjölskyldum þessa valkosti, óháð efnahag. Það er mikilvægt réttlætismál fyrir börnin í borginni.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar