Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar 21. nóvember 2025 12:30 Ég er hlyntur hundahaldi og get ei hugsað mér annað. Ég dáist að fólki sem hefur tamið sér þann lífsstíl. Hundahald getur verið meira mannbætandi en nokkuð annað, viðhaldið og bætt andlegt og líkamlegt hreysti manna, sameinaðu heilu fjölskyldur. Það er fátt meira gefandi en að vakna og hópur hunda býður manns með dillandi rófu og tekur fagnandi. Þess vegna held ég hunda en þó fyrst og fremst vegna þess að þeir eru mér lífsnauðsynlegir vinir hvar mannfólk kemst hvergi með tærnar þar sem þeir hafa ,,hælana". Hundahaldsmenning á Íslandi er skammt á veg komin og framfarir fábrotnar. Það sýnir samfélagsmiðlaumræðan og umgengni mín við þá fáu hundaeigendur sem verða á vegi mínum í dag. Besservisserháttur og skortur á að sjúga í sig þekkingu veldur þessu. Íslendingar er agalegir besservisserar. Það getur framleitt viðvaninga. Hundahald krefst aga, þekkingar, fróðleiksfýsni, sveigjanleika, nægs rýmis og verulegrar hreyfingar fyrir hunda, sem eigandinn hefur auðvitað gott af líka. Nú er heimilt, að lögum, að halda hunda í fjölbýlishúsum án þess að spyrja kóng né prest. Ég blæs á allar ofnæmisröksemdir í fjölbýlishúsi en ég hef verulegar áhyggjur af mannréttindum eins og friði. Það sem veldur mér áhyggjum er þetta og tökum dæmi. Segjum að allur stigagangurinn fyllist af hundum. Það er akkúrat ekkert því til fyrirstöðu í dag og hví ætti það ekki að gerast? Það er tíska í dag að fá sér hund og jafnvel er sú ákvörðun oft ekki hugsuð til enda. Hundur í miðri blokk byrjar að gelta. Allir hundar gelta. Það er þeirra eðlislægi tjáningarmáti. Þetta gelt smitar frá sér á hæðina fyrir neðan og ofan. Það smitar síðan frá sér áfram niður og áfram upp. Verði ykkur að góðu! Ekki dregur úr fíkniefna og áfengisneyslu. Það flytur neytandi í blokkina og ekki er óalgengt að neytendur dragi með sér hundategundir sem njóta engra sérstaklegra vinsælda, nema hjá mjög afmörkuðum sérvitrum hópum fólks. Neytendur fá sér gjarnan tegundir sem valdefla þá í ásýnd. Hann má jafnvel taka tvo eða þrjá. Lögin banna honum það ekki. Að fá frið fyrir svona einstaklingi getur tekið vikur ef ekki mánuði ef lögboðnar leiðir eru farnar. Einstaklingur flytur upp á efstu hæð í 6 hæða eða stærri blokk. Hunda þarf að viðra, hleypa út, a.m.k að morgni og að kveldi, helst miklu oftar. Oft skildir eftir einir heima allan vinnudaginn. Ég sé það ekki fyrir mér að hundeigandi á sjöttu hæð geri sér far um að viðra hund sinn daglega kvölds og morgna og verður því að taka þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér fyrir hann sjálfan og næstu hæð fyrir neðan, jafnvel neðar. Nú í millitíðinni, á 8 tíma vinnudag, einn heima, er hundinum nauðugur sá kostur einn, að míga og skíta inni. Þetta eru örfá dæmi frá hundeiganda í samfleytt 50 ár. Dæmin sem hægt er að taka um þau vandræði sem munu skapast af ógáfulegu frumvarpi Ingu Sæland og nú er orðið að lögum gætu verið miklu fleiri um hundahald í fjölbýli. Ákvæðin eru alvarlegir meinbugir á lögum. Settur réttur má aldrei snúast um tilfinningar. Það skilur Inga Sæland ekki. Ingu Sæland hefði verið nær að fylgja eftir ástríðu sinni gegn blóðmerahaldi, hafi sú ástríða verið sönn. Til þess fær hún ekki leyfi af Viðreisn og verður að hlýða til að halda stólnum. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Málefni fjölbýlishúsa Gæludýr Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hlyntur hundahaldi og get ei hugsað mér annað. Ég dáist að fólki sem hefur tamið sér þann lífsstíl. Hundahald getur verið meira mannbætandi en nokkuð annað, viðhaldið og bætt andlegt og líkamlegt hreysti manna, sameinaðu heilu fjölskyldur. Það er fátt meira gefandi en að vakna og hópur hunda býður manns með dillandi rófu og tekur fagnandi. Þess vegna held ég hunda en þó fyrst og fremst vegna þess að þeir eru mér lífsnauðsynlegir vinir hvar mannfólk kemst hvergi með tærnar þar sem þeir hafa ,,hælana". Hundahaldsmenning á Íslandi er skammt á veg komin og framfarir fábrotnar. Það sýnir samfélagsmiðlaumræðan og umgengni mín við þá fáu hundaeigendur sem verða á vegi mínum í dag. Besservisserháttur og skortur á að sjúga í sig þekkingu veldur þessu. Íslendingar er agalegir besservisserar. Það getur framleitt viðvaninga. Hundahald krefst aga, þekkingar, fróðleiksfýsni, sveigjanleika, nægs rýmis og verulegrar hreyfingar fyrir hunda, sem eigandinn hefur auðvitað gott af líka. Nú er heimilt, að lögum, að halda hunda í fjölbýlishúsum án þess að spyrja kóng né prest. Ég blæs á allar ofnæmisröksemdir í fjölbýlishúsi en ég hef verulegar áhyggjur af mannréttindum eins og friði. Það sem veldur mér áhyggjum er þetta og tökum dæmi. Segjum að allur stigagangurinn fyllist af hundum. Það er akkúrat ekkert því til fyrirstöðu í dag og hví ætti það ekki að gerast? Það er tíska í dag að fá sér hund og jafnvel er sú ákvörðun oft ekki hugsuð til enda. Hundur í miðri blokk byrjar að gelta. Allir hundar gelta. Það er þeirra eðlislægi tjáningarmáti. Þetta gelt smitar frá sér á hæðina fyrir neðan og ofan. Það smitar síðan frá sér áfram niður og áfram upp. Verði ykkur að góðu! Ekki dregur úr fíkniefna og áfengisneyslu. Það flytur neytandi í blokkina og ekki er óalgengt að neytendur dragi með sér hundategundir sem njóta engra sérstaklegra vinsælda, nema hjá mjög afmörkuðum sérvitrum hópum fólks. Neytendur fá sér gjarnan tegundir sem valdefla þá í ásýnd. Hann má jafnvel taka tvo eða þrjá. Lögin banna honum það ekki. Að fá frið fyrir svona einstaklingi getur tekið vikur ef ekki mánuði ef lögboðnar leiðir eru farnar. Einstaklingur flytur upp á efstu hæð í 6 hæða eða stærri blokk. Hunda þarf að viðra, hleypa út, a.m.k að morgni og að kveldi, helst miklu oftar. Oft skildir eftir einir heima allan vinnudaginn. Ég sé það ekki fyrir mér að hundeigandi á sjöttu hæð geri sér far um að viðra hund sinn daglega kvölds og morgna og verður því að taka þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér fyrir hann sjálfan og næstu hæð fyrir neðan, jafnvel neðar. Nú í millitíðinni, á 8 tíma vinnudag, einn heima, er hundinum nauðugur sá kostur einn, að míga og skíta inni. Þetta eru örfá dæmi frá hundeiganda í samfleytt 50 ár. Dæmin sem hægt er að taka um þau vandræði sem munu skapast af ógáfulegu frumvarpi Ingu Sæland og nú er orðið að lögum gætu verið miklu fleiri um hundahald í fjölbýli. Ákvæðin eru alvarlegir meinbugir á lögum. Settur réttur má aldrei snúast um tilfinningar. Það skilur Inga Sæland ekki. Ingu Sæland hefði verið nær að fylgja eftir ástríðu sinni gegn blóðmerahaldi, hafi sú ástríða verið sönn. Til þess fær hún ekki leyfi af Viðreisn og verður að hlýða til að halda stólnum. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun