Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Þorsteinn Hjálmsson skrifar 16. maí 2025 19:53 Berglind Björg Þorvaldsdóttir naut sín í botn gegn sínu gamla liði og skoraði tvö mörk í kvöld. Breiðablik Breiðablik valtaði yfir Val í kvöld í Bestu deild kvenna. Þriðja tap Vals í röð í deildinni á meðan Blikar halda toppsætinu. Lokatölur 4-0 á Kópavogsvelli. Aðeins var liðin ein mínúta af leiknum þegar Agla María Albertsdóttir smurði boltann í netið við vítateigslínuna, óverjandi skot og Valskonur strax í brekku. Blikar fylgdu þessari byrjun vel eftir og voru ofan á í allri baráttu. Eftir um tíu mínútna leik fengu Valskonur fyrstu færin sín þegar Jordyn Rhodes átti skot í varnarmann innan teigs. Frákastið rúllaði svo til Berglindar Rós Ágústsdóttur sem lét vaða rétt utan teigs. Telma Ívarsdóttir, markvörður Blika, náði þó að kasta sér á eftir boltanum. Á 15. mínútu setti Agla María boltann í slána úr aukaspyrnu langt úti á vinstri kantinum. Eftir það var örlítið jafnræði með liðunum, áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Skilaði það sér í marki eftir hornspyrnu á 36. mínútu eftir mikinn darraðardans í teignum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir potaði þá boltanum í netið af stuttu færi. Var markinu fagnað vel, enda viðskilnaður Berglindar Bjargar frá Val ekki eins og best verður á kosið síðasta haust. Blikar léku á als oddi og bættu við marki áður en hálfleiksflautið gall. Berglind Björg renndi þá boltanum í netið eftir að Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, hafði hreinsað í Berglindi Björg. Staðan 3-0 í hálfleik. Breiðablik hamraði járnið áfram í upphafi síðari hálfleiks og hótuðu að breikka bilið enn frekar, ekki gekk það þó eftir strax. Besti kafli Vals í leiknum kom í kjölfarið. Fanndís Friðriksdóttir fékk t.a.m. þrjú keimlík færi á þeim kafla sem Telma Ívarsdóttir varði þó í öll skiptin. Á 73. mínútu kom þó fjórða mark Blika, aftur var það eftir hornspyrnu. Karitas Tómasdóttir fékk þá boltann í bakið eftir hornspyrnu Öglu Maríu og sveif boltinn í netið. Furðulegt mark. Ef eitthvað var þá voru Blikar líklegri að bæta við heldur enn að leikurinn myndi fjara út. Heimakonum tókst það þó ekki og lauk leiknum með öruggum 4-0 sigri. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Blikar pressuðu Valsliðið vel sem endaði með frábæru marki frá Öglu Maríu sem setti þar með fyrsta naglann í kistu Valsara í kvöld. Stjörnur og skúrkar Agla María var allt í öllu í sóknarleik Blika í kvöld. Skoraði mark og var með baneitraðar spyrnur sem skiluðu tveimur mörkum til viðbótar. Berglind Björg gaf Val heldur betur langt nef í þessum leik. Tvö mörk frá henni og hún að byrja tímabilið frábærlega. Sjö mörk í sex leikjum. Ekki hægt að velja einn stakan leikmann úr þessu Valsliði sem skúrk. Bara heilt yfir alls ekki góð frammistaða hjá öllu liðinu. Dómarar Þórður Þorsteinn Þórðarson flottur í kvöld og allt hans teymi. Mögulega hefði verið hægt að dæma víti í fyrri hálfleik þegar boltinn virtist fara í hendina á leikmanni Vals innan teigs. Þórður Þorsteinn gaf þó strax bendingar um að ekki væri um hendi að ræða. Stemning og umgjörð Ágæt mæting hjá Blikum í blíðviðrinu í Kópavoginum. Valsarar þurfa hins vegar að fara sýna smá lit í stúkunni. Eftir slaka mætingu Valsara á leik Vals og Fram í úrslitaeinvíginu í handbolta í gær þá fylgdu þeir því eftir með arfa slakri mætingu í kvöld. Umgjörð Blika góð og t.a.m. var hleypt fólki í gömlu stúkuna þar sem sólin skein. Nik Chamberlain: „Hún er markaskorari“ Nik Chamberlin var sáttur eftir leikinn eins og gefur að skilja. „Við byrjuðum mjög vel, frábærlega vel klárað hjá Öglu Maríu, svo fannst mér næstu 15 mínútur hjá okkur dálítið taugatrekkjandi af okkar hálfu. Við vorum ekki að gera þá hluti sem við viljum vera að gera. Við fengum svo tækifæri og nýttum okkur betur svæðin á vellinum. Skorum svo úr föstu leikatriði. Við vorum alltaf með pressu á þær og þær áttu engin svör við því. Stelpurnar voru frábærar. Í seinni hálfleik byrjuðum við vel. Þær áttu nokkur skot, en annars voru stelpurnar frábærar í dag.“ Breiðablik hélt úti mikilli ákefð í gegnum allan leikinn og þakkar Nik dugnaði leikmanna yfir veturinn að ákefðin haldist í gegnum alla leiki. „Þetta kemur allt frá leikmönnunum. Þær leggja hart að sér yfir veturinn og maður sér að þær uppskera þegar tímabilið hefst. Við erum svo með flotta leikmenn sem koma inn af bekknum sem halda uppi sömu ákefð og krafti sem gefur okkur forskot á önnur lið.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk í kvöld og er þar með komin með sjö mörk í deildinni. Nik finnst frábært að vera kominn með hreinræktaðan markaskorara í fremstu víglínu. „Hún er markaskorari. Á síðasta tímabili fengum við oft tækifæri á að skora inn í markteignum og nú er Berglind hér og hún er á réttu stöðunum til þess að klára færin. Hún er ágæt í uppspilinu en hún er frábær fyrir framan markið og það er þess vegna sem við fengum hana til okkar.“ Breiðablik hefur skorað 28 mörk í þeim sex deildarleikjum sem liðið hefur leikið. Nik átti ekki von á svona miklum krafti frá liðinu sóknarlega í upphafi tímabils, en er að sjálfsögðu ánægður með það. „Við skoruðum mikið í fyrra líka. Ég átti ekki von á að skora svona mörg mörk strax í upphafi mótsins. En það mikilvægasta í dag er að við héldum líka hreinu, við höfum ekki gert það oft. Varnarlínan hjá okkur var mjög afslöppuð í dag. Mér fannst Heiða Ragney best á vellinum í dag. Hún braut allt niður sem Valur reyndi og hjálpaði okkur að ná boltanum aftur og sækja.“ Besta deild kvenna Breiðablik Valur
Breiðablik valtaði yfir Val í kvöld í Bestu deild kvenna. Þriðja tap Vals í röð í deildinni á meðan Blikar halda toppsætinu. Lokatölur 4-0 á Kópavogsvelli. Aðeins var liðin ein mínúta af leiknum þegar Agla María Albertsdóttir smurði boltann í netið við vítateigslínuna, óverjandi skot og Valskonur strax í brekku. Blikar fylgdu þessari byrjun vel eftir og voru ofan á í allri baráttu. Eftir um tíu mínútna leik fengu Valskonur fyrstu færin sín þegar Jordyn Rhodes átti skot í varnarmann innan teigs. Frákastið rúllaði svo til Berglindar Rós Ágústsdóttur sem lét vaða rétt utan teigs. Telma Ívarsdóttir, markvörður Blika, náði þó að kasta sér á eftir boltanum. Á 15. mínútu setti Agla María boltann í slána úr aukaspyrnu langt úti á vinstri kantinum. Eftir það var örlítið jafnræði með liðunum, áður en Blikar tóku aftur öll völd á vellinum. Skilaði það sér í marki eftir hornspyrnu á 36. mínútu eftir mikinn darraðardans í teignum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir potaði þá boltanum í netið af stuttu færi. Var markinu fagnað vel, enda viðskilnaður Berglindar Bjargar frá Val ekki eins og best verður á kosið síðasta haust. Blikar léku á als oddi og bættu við marki áður en hálfleiksflautið gall. Berglind Björg renndi þá boltanum í netið eftir að Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, hafði hreinsað í Berglindi Björg. Staðan 3-0 í hálfleik. Breiðablik hamraði járnið áfram í upphafi síðari hálfleiks og hótuðu að breikka bilið enn frekar, ekki gekk það þó eftir strax. Besti kafli Vals í leiknum kom í kjölfarið. Fanndís Friðriksdóttir fékk t.a.m. þrjú keimlík færi á þeim kafla sem Telma Ívarsdóttir varði þó í öll skiptin. Á 73. mínútu kom þó fjórða mark Blika, aftur var það eftir hornspyrnu. Karitas Tómasdóttir fékk þá boltann í bakið eftir hornspyrnu Öglu Maríu og sveif boltinn í netið. Furðulegt mark. Ef eitthvað var þá voru Blikar líklegri að bæta við heldur enn að leikurinn myndi fjara út. Heimakonum tókst það þó ekki og lauk leiknum með öruggum 4-0 sigri. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Blikar pressuðu Valsliðið vel sem endaði með frábæru marki frá Öglu Maríu sem setti þar með fyrsta naglann í kistu Valsara í kvöld. Stjörnur og skúrkar Agla María var allt í öllu í sóknarleik Blika í kvöld. Skoraði mark og var með baneitraðar spyrnur sem skiluðu tveimur mörkum til viðbótar. Berglind Björg gaf Val heldur betur langt nef í þessum leik. Tvö mörk frá henni og hún að byrja tímabilið frábærlega. Sjö mörk í sex leikjum. Ekki hægt að velja einn stakan leikmann úr þessu Valsliði sem skúrk. Bara heilt yfir alls ekki góð frammistaða hjá öllu liðinu. Dómarar Þórður Þorsteinn Þórðarson flottur í kvöld og allt hans teymi. Mögulega hefði verið hægt að dæma víti í fyrri hálfleik þegar boltinn virtist fara í hendina á leikmanni Vals innan teigs. Þórður Þorsteinn gaf þó strax bendingar um að ekki væri um hendi að ræða. Stemning og umgjörð Ágæt mæting hjá Blikum í blíðviðrinu í Kópavoginum. Valsarar þurfa hins vegar að fara sýna smá lit í stúkunni. Eftir slaka mætingu Valsara á leik Vals og Fram í úrslitaeinvíginu í handbolta í gær þá fylgdu þeir því eftir með arfa slakri mætingu í kvöld. Umgjörð Blika góð og t.a.m. var hleypt fólki í gömlu stúkuna þar sem sólin skein. Nik Chamberlain: „Hún er markaskorari“ Nik Chamberlin var sáttur eftir leikinn eins og gefur að skilja. „Við byrjuðum mjög vel, frábærlega vel klárað hjá Öglu Maríu, svo fannst mér næstu 15 mínútur hjá okkur dálítið taugatrekkjandi af okkar hálfu. Við vorum ekki að gera þá hluti sem við viljum vera að gera. Við fengum svo tækifæri og nýttum okkur betur svæðin á vellinum. Skorum svo úr föstu leikatriði. Við vorum alltaf með pressu á þær og þær áttu engin svör við því. Stelpurnar voru frábærar. Í seinni hálfleik byrjuðum við vel. Þær áttu nokkur skot, en annars voru stelpurnar frábærar í dag.“ Breiðablik hélt úti mikilli ákefð í gegnum allan leikinn og þakkar Nik dugnaði leikmanna yfir veturinn að ákefðin haldist í gegnum alla leiki. „Þetta kemur allt frá leikmönnunum. Þær leggja hart að sér yfir veturinn og maður sér að þær uppskera þegar tímabilið hefst. Við erum svo með flotta leikmenn sem koma inn af bekknum sem halda uppi sömu ákefð og krafti sem gefur okkur forskot á önnur lið.“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk í kvöld og er þar með komin með sjö mörk í deildinni. Nik finnst frábært að vera kominn með hreinræktaðan markaskorara í fremstu víglínu. „Hún er markaskorari. Á síðasta tímabili fengum við oft tækifæri á að skora inn í markteignum og nú er Berglind hér og hún er á réttu stöðunum til þess að klára færin. Hún er ágæt í uppspilinu en hún er frábær fyrir framan markið og það er þess vegna sem við fengum hana til okkar.“ Breiðablik hefur skorað 28 mörk í þeim sex deildarleikjum sem liðið hefur leikið. Nik átti ekki von á svona miklum krafti frá liðinu sóknarlega í upphafi tímabils, en er að sjálfsögðu ánægður með það. „Við skoruðum mikið í fyrra líka. Ég átti ekki von á að skora svona mörg mörk strax í upphafi mótsins. En það mikilvægasta í dag er að við héldum líka hreinu, við höfum ekki gert það oft. Varnarlínan hjá okkur var mjög afslöppuð í dag. Mér fannst Heiða Ragney best á vellinum í dag. Hún braut allt niður sem Valur reyndi og hjálpaði okkur að ná boltanum aftur og sækja.“
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn