Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 15:33 Davíð Smári Lamude er þjálfari Vestra sem hefur náð í þrettán stig í fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deildinni og aðeins fengið á sig tvö mörk. vísir/anton Vestri hefur komið liða mest á óvart í Bestu deild karla og er í 2. sæti með þrettán stig eftir sex umferðir. Mikill stöðugleiki hefur einkennt liðsval Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra. Í öllum sex leikjunum í Bestu deildinni hefur Davíð stillt upp sama byrjunarliðinu. Byrjunarlið Vestra Markvörður: Guy Smit Miðverðir: Gustav Kjeldsen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Morten Ohlsen Hansen Hægri bakvörður: Sergine Modou Fall Vinstri bakvörður: Anton Kralj Miðjumenn: Fatai Adebowale Gbadamosi, Jeppe Pedersen Sóknarmiðjumenn: Daði Berg Jónsson, Diego Montiel Framherji: Vladimir Tufegdzic Mikið rót var á liði Vestra á síðasta tímabili en meiðsli settu stórt strik í reikning liðsins. Núna ræður hins vegar stöðugleikinn för. Vestri hefur sem áður sagði alltaf stillt fram sama byrjunarliðinu og þá hefur Gunnar Jónas Hauksson komið inn á sem varamaður í öllum sex leikjunum. Vestri hefur aðeins notað sautján leikmenn í deildarleikjunum sex. Davíð nýtti reyndar tækifærið þegar Vestri mætti HK í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í síðasta mánuði og gerði átta breytingar á byrjunarliði sínu. Vestri fer í Kópavoginn á fimmtudaginn og mætir þar Íslandsmeisturum Breiðabliks í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Áhugavert verður að sjá hvort eða hversu mikið Davíð Smári breytir byrjunarliði sínu. Næsti deildarleikur Vestra er gegn Fram á sunnudaginn kemur. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Mathias Rosenørn, markvörður FH, átti sannkallaðan martraðarleik þegar liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Víkingur er á toppi deildarinnar með þrettán stig líkt og Vestri og Breiðablik sem sigraði KA í gær, 0-1. 12. maí 2025 09:31 Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs. 10. maí 2025 15:50 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Í öllum sex leikjunum í Bestu deildinni hefur Davíð stillt upp sama byrjunarliðinu. Byrjunarlið Vestra Markvörður: Guy Smit Miðverðir: Gustav Kjeldsen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Morten Ohlsen Hansen Hægri bakvörður: Sergine Modou Fall Vinstri bakvörður: Anton Kralj Miðjumenn: Fatai Adebowale Gbadamosi, Jeppe Pedersen Sóknarmiðjumenn: Daði Berg Jónsson, Diego Montiel Framherji: Vladimir Tufegdzic Mikið rót var á liði Vestra á síðasta tímabili en meiðsli settu stórt strik í reikning liðsins. Núna ræður hins vegar stöðugleikinn för. Vestri hefur sem áður sagði alltaf stillt fram sama byrjunarliðinu og þá hefur Gunnar Jónas Hauksson komið inn á sem varamaður í öllum sex leikjunum. Vestri hefur aðeins notað sautján leikmenn í deildarleikjunum sex. Davíð nýtti reyndar tækifærið þegar Vestri mætti HK í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í síðasta mánuði og gerði átta breytingar á byrjunarliði sínu. Vestri fer í Kópavoginn á fimmtudaginn og mætir þar Íslandsmeisturum Breiðabliks í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Áhugavert verður að sjá hvort eða hversu mikið Davíð Smári breytir byrjunarliði sínu. Næsti deildarleikur Vestra er gegn Fram á sunnudaginn kemur.
Markvörður: Guy Smit Miðverðir: Gustav Kjeldsen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Morten Ohlsen Hansen Hægri bakvörður: Sergine Modou Fall Vinstri bakvörður: Anton Kralj Miðjumenn: Fatai Adebowale Gbadamosi, Jeppe Pedersen Sóknarmiðjumenn: Daði Berg Jónsson, Diego Montiel Framherji: Vladimir Tufegdzic
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Mathias Rosenørn, markvörður FH, átti sannkallaðan martraðarleik þegar liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Víkingur er á toppi deildarinnar með þrettán stig líkt og Vestri og Breiðablik sem sigraði KA í gær, 0-1. 12. maí 2025 09:31 Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs. 10. maí 2025 15:50 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Mathias Rosenørn, markvörður FH, átti sannkallaðan martraðarleik þegar liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Víkingur er á toppi deildarinnar með þrettán stig líkt og Vestri og Breiðablik sem sigraði KA í gær, 0-1. 12. maí 2025 09:31
Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs. 10. maí 2025 15:50