Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 15:33 Davíð Smári Lamude er þjálfari Vestra sem hefur náð í þrettán stig í fyrstu sex leikjum sínum í Bestu deildinni og aðeins fengið á sig tvö mörk. vísir/anton Vestri hefur komið liða mest á óvart í Bestu deild karla og er í 2. sæti með þrettán stig eftir sex umferðir. Mikill stöðugleiki hefur einkennt liðsval Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra. Í öllum sex leikjunum í Bestu deildinni hefur Davíð stillt upp sama byrjunarliðinu. Byrjunarlið Vestra Markvörður: Guy Smit Miðverðir: Gustav Kjeldsen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Morten Ohlsen Hansen Hægri bakvörður: Sergine Modou Fall Vinstri bakvörður: Anton Kralj Miðjumenn: Fatai Adebowale Gbadamosi, Jeppe Pedersen Sóknarmiðjumenn: Daði Berg Jónsson, Diego Montiel Framherji: Vladimir Tufegdzic Mikið rót var á liði Vestra á síðasta tímabili en meiðsli settu stórt strik í reikning liðsins. Núna ræður hins vegar stöðugleikinn för. Vestri hefur sem áður sagði alltaf stillt fram sama byrjunarliðinu og þá hefur Gunnar Jónas Hauksson komið inn á sem varamaður í öllum sex leikjunum. Vestri hefur aðeins notað sautján leikmenn í deildarleikjunum sex. Davíð nýtti reyndar tækifærið þegar Vestri mætti HK í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í síðasta mánuði og gerði átta breytingar á byrjunarliði sínu. Vestri fer í Kópavoginn á fimmtudaginn og mætir þar Íslandsmeisturum Breiðabliks í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Áhugavert verður að sjá hvort eða hversu mikið Davíð Smári breytir byrjunarliði sínu. Næsti deildarleikur Vestra er gegn Fram á sunnudaginn kemur. Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Mathias Rosenørn, markvörður FH, átti sannkallaðan martraðarleik þegar liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Víkingur er á toppi deildarinnar með þrettán stig líkt og Vestri og Breiðablik sem sigraði KA í gær, 0-1. 12. maí 2025 09:31 Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs. 10. maí 2025 15:50 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Í öllum sex leikjunum í Bestu deildinni hefur Davíð stillt upp sama byrjunarliðinu. Byrjunarlið Vestra Markvörður: Guy Smit Miðverðir: Gustav Kjeldsen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Morten Ohlsen Hansen Hægri bakvörður: Sergine Modou Fall Vinstri bakvörður: Anton Kralj Miðjumenn: Fatai Adebowale Gbadamosi, Jeppe Pedersen Sóknarmiðjumenn: Daði Berg Jónsson, Diego Montiel Framherji: Vladimir Tufegdzic Mikið rót var á liði Vestra á síðasta tímabili en meiðsli settu stórt strik í reikning liðsins. Núna ræður hins vegar stöðugleikinn för. Vestri hefur sem áður sagði alltaf stillt fram sama byrjunarliðinu og þá hefur Gunnar Jónas Hauksson komið inn á sem varamaður í öllum sex leikjunum. Vestri hefur aðeins notað sautján leikmenn í deildarleikjunum sex. Davíð nýtti reyndar tækifærið þegar Vestri mætti HK í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í síðasta mánuði og gerði átta breytingar á byrjunarliði sínu. Vestri fer í Kópavoginn á fimmtudaginn og mætir þar Íslandsmeisturum Breiðabliks í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Áhugavert verður að sjá hvort eða hversu mikið Davíð Smári breytir byrjunarliði sínu. Næsti deildarleikur Vestra er gegn Fram á sunnudaginn kemur.
Markvörður: Guy Smit Miðverðir: Gustav Kjeldsen, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Morten Ohlsen Hansen Hægri bakvörður: Sergine Modou Fall Vinstri bakvörður: Anton Kralj Miðjumenn: Fatai Adebowale Gbadamosi, Jeppe Pedersen Sóknarmiðjumenn: Daði Berg Jónsson, Diego Montiel Framherji: Vladimir Tufegdzic
Besta deild karla Vestri Tengdar fréttir Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Mathias Rosenørn, markvörður FH, átti sannkallaðan martraðarleik þegar liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Víkingur er á toppi deildarinnar með þrettán stig líkt og Vestri og Breiðablik sem sigraði KA í gær, 0-1. 12. maí 2025 09:31 Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs. 10. maí 2025 15:50 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Mathias Rosenørn, markvörður FH, átti sannkallaðan martraðarleik þegar liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, í 6. umferð Bestu deildar karla í gær. Víkingur er á toppi deildarinnar með þrettán stig líkt og Vestri og Breiðablik sem sigraði KA í gær, 0-1. 12. maí 2025 09:31
Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs. 10. maí 2025 15:50