Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 10:39 Robert Benton á frumsýningu Feast of Love árið 2007. AP Bandaríski leikstjórinn Robert Benton, sem leikstýrði meðal annars Óskarsverðlaunamyndinni Kramer vs. Kramer og skrifaði handritið að Bonnie and Clyde, er látinn. Hann varð 92 ára. New York Times greinir frá því að hann hafi látist á heimili sínu á Manhattan í New York á sunnudaginn. Benton var einn af virtustu kvikmyndagerðarmönnunum í Hollywood og sló í gegn sem handritshöfundur kvikmyndarinnar Bonnie og Clyde frá árinu 1967 sem skartaði þeim Warren Beatty og Faye Dunaway í aðalhlutverki. Hann leikstýrði og skrifaði handritið að kvikmyndinni Kramer vs. Kramer árið 1979 með þeim Dustin Hoffman og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Myndin varð tekjuhæsta mynd þess árs og vann til fimm Óskarsverðlauna, þar með talið bestu mynd. Benton sjálfur hlaut tvenn Óskarverðlaun, annars vegar fyrir bestu leikstjórn og hins vegar besta handrit. Hann hlaut svo aftur Óskarsverðlaun árið 1984 fyrir handritið að kvikmyndinni Places in the Heart sem hann leikstýrði einnig. Myndin var tekin upp á æskuslóðum Benton, Waxahachie í Texas, og skartaði þeim Sally Field, John Malkovich, Ed Harris og Danny Glover í aðalhlutverkum. Benton leikstýrði ellefu kvikmyndum á 35 árum og kom sú síðasta út árið 2007, Feast of Love. Eiginkona Benton til sextíu ára, Sallie Benton, lést árið 2023. Hann lætur eftir sig soninn John Benton. Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
New York Times greinir frá því að hann hafi látist á heimili sínu á Manhattan í New York á sunnudaginn. Benton var einn af virtustu kvikmyndagerðarmönnunum í Hollywood og sló í gegn sem handritshöfundur kvikmyndarinnar Bonnie og Clyde frá árinu 1967 sem skartaði þeim Warren Beatty og Faye Dunaway í aðalhlutverki. Hann leikstýrði og skrifaði handritið að kvikmyndinni Kramer vs. Kramer árið 1979 með þeim Dustin Hoffman og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Myndin varð tekjuhæsta mynd þess árs og vann til fimm Óskarsverðlauna, þar með talið bestu mynd. Benton sjálfur hlaut tvenn Óskarverðlaun, annars vegar fyrir bestu leikstjórn og hins vegar besta handrit. Hann hlaut svo aftur Óskarsverðlaun árið 1984 fyrir handritið að kvikmyndinni Places in the Heart sem hann leikstýrði einnig. Myndin var tekin upp á æskuslóðum Benton, Waxahachie í Texas, og skartaði þeim Sally Field, John Malkovich, Ed Harris og Danny Glover í aðalhlutverkum. Benton leikstýrði ellefu kvikmyndum á 35 árum og kom sú síðasta út árið 2007, Feast of Love. Eiginkona Benton til sextíu ára, Sallie Benton, lést árið 2023. Hann lætur eftir sig soninn John Benton.
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira