Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar 7. maí 2025 18:01 Alþjóða glæpadómstóllinn gaf fyrir hálfu ári síðan, í nóvember 2024, út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og fyrrverandi varnarmálaráðherra ríkisins, Yoav Gallant, fyrir það brot á alþjóðalögum að nota hungurvopnið gegn óbreyttum borgurum á Gaza. Þetta er stríðsglæpur. Ríkisstjórn Ísraels, sem einhliða rauf vopnahlé við Hamas í mars, hefur síðan hert á umsátrinu og komið í veg fyrir að nokkur neyðaraðstoð berist inn á Gaza í meira en tvo mánuði. Afleiðingin er hungursneyð, þar sem sífellt fleiri látast og bíða óbætanlegan skaða. Samhliða því að svelta íbúa Gaza verða þeir fyrir linnulausum sprengiárásum. Tugir þúsunda fallinna, og hundruð þúsunda særðra. Svona svo fólk skilji stærðargráðu stríðsglæpanna, þá er fjöldi drepinna barna (um 20 þúsund) og særðra barna (yfir 100 þúsund) á Gaza þrefalt fleiri en öll börn á grunnskólaaldri á Íslandi (um 48 þúsund). Stríðsglæpamennirnir sem stjórna Ísrael eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar: þeir segjast ætla að gjöreyða samfélagi Palestínumanna á Gaza og hrekja þá úr landi. Þetta er ísraelska útgáfan af „lokalausninni“ (eins og nasistar kölluðu útrýmingarstefnu sína gegn gyðingum), og afleiðingin er helför (holocaust) Palestínumanna. Það sem er að gerast á Gaza er sambærilegt við þjóðarmorðið í Rwanda árið 1994. Þá brást alþjóðasamfélagið og gerði ekkert til að hindra eða stöðva það þrátt fyrir að alþjóðalög leggi þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Eftirá sögðu ráðamenn á Vesturlöndum „aldrei aftur“ og „þetta má ekki gerast“. En það er að gerast aftur. Barnamorð, þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir… og Vesturlönd standa að mestu þögul hjá eða styðja Ísrael með áframhaldandi vopnasendingum. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið eindregna afstöðu gegn framferði Ísraelsmanna, og skipað sér við hlið Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar í fordæmingu á því sem er að gerast. Því ber að fagna, en en það þarf að ganga lengra því fordæming á atferli Íraelsmanna stöðvar ekki þá helför sem er í fullum gangi. Fordæmingu í orði þarf að fylgja eftir með fordæmingu í verki. Ísland ætti að stíga fram fyrir skjöldu og í verki fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis með því slíta stjórnmálasambandi og krefjast þess að Ísrael verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum fyrir glæpi sína. Þá ætti Ísland að gerast aðili að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael sem er til meðferðar hjá Alþjóðadómstólnum, og stöðva öll viðskipti-, menningar- og íþróttasamskipti við Ísrael. Í ljósi þess hvað er að gerast á Gaza það nánast súrrealistískt að ætla að fara að tralla í góðum gír með Ísraelsmönnum í Evrópsku söngvakeppninni. Að stöðva stríðsglæpi Ísraels og helför Palestínumanna er stærsta mannúðarmál samtímans. Við getum ekki látið eins og við vitum ekki hvað er í gangi – ógnarverkin eru í beinni útsendingu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Ég undirstrika að alþjóðalög leggja þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða sem bíta, því við viljum ekki með aðgerðarleysi vera gerð samsek í þjóðarmorði! Höfundur er prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Alþjóða glæpadómstóllinn gaf fyrir hálfu ári síðan, í nóvember 2024, út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og fyrrverandi varnarmálaráðherra ríkisins, Yoav Gallant, fyrir það brot á alþjóðalögum að nota hungurvopnið gegn óbreyttum borgurum á Gaza. Þetta er stríðsglæpur. Ríkisstjórn Ísraels, sem einhliða rauf vopnahlé við Hamas í mars, hefur síðan hert á umsátrinu og komið í veg fyrir að nokkur neyðaraðstoð berist inn á Gaza í meira en tvo mánuði. Afleiðingin er hungursneyð, þar sem sífellt fleiri látast og bíða óbætanlegan skaða. Samhliða því að svelta íbúa Gaza verða þeir fyrir linnulausum sprengiárásum. Tugir þúsunda fallinna, og hundruð þúsunda særðra. Svona svo fólk skilji stærðargráðu stríðsglæpanna, þá er fjöldi drepinna barna (um 20 þúsund) og særðra barna (yfir 100 þúsund) á Gaza þrefalt fleiri en öll börn á grunnskólaaldri á Íslandi (um 48 þúsund). Stríðsglæpamennirnir sem stjórna Ísrael eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar: þeir segjast ætla að gjöreyða samfélagi Palestínumanna á Gaza og hrekja þá úr landi. Þetta er ísraelska útgáfan af „lokalausninni“ (eins og nasistar kölluðu útrýmingarstefnu sína gegn gyðingum), og afleiðingin er helför (holocaust) Palestínumanna. Það sem er að gerast á Gaza er sambærilegt við þjóðarmorðið í Rwanda árið 1994. Þá brást alþjóðasamfélagið og gerði ekkert til að hindra eða stöðva það þrátt fyrir að alþjóðalög leggi þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Eftirá sögðu ráðamenn á Vesturlöndum „aldrei aftur“ og „þetta má ekki gerast“. En það er að gerast aftur. Barnamorð, þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir… og Vesturlönd standa að mestu þögul hjá eða styðja Ísrael með áframhaldandi vopnasendingum. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið eindregna afstöðu gegn framferði Ísraelsmanna, og skipað sér við hlið Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar í fordæmingu á því sem er að gerast. Því ber að fagna, en en það þarf að ganga lengra því fordæming á atferli Íraelsmanna stöðvar ekki þá helför sem er í fullum gangi. Fordæmingu í orði þarf að fylgja eftir með fordæmingu í verki. Ísland ætti að stíga fram fyrir skjöldu og í verki fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis með því slíta stjórnmálasambandi og krefjast þess að Ísrael verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum fyrir glæpi sína. Þá ætti Ísland að gerast aðili að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael sem er til meðferðar hjá Alþjóðadómstólnum, og stöðva öll viðskipti-, menningar- og íþróttasamskipti við Ísrael. Í ljósi þess hvað er að gerast á Gaza það nánast súrrealistískt að ætla að fara að tralla í góðum gír með Ísraelsmönnum í Evrópsku söngvakeppninni. Að stöðva stríðsglæpi Ísraels og helför Palestínumanna er stærsta mannúðarmál samtímans. Við getum ekki látið eins og við vitum ekki hvað er í gangi – ógnarverkin eru í beinni útsendingu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Ég undirstrika að alþjóðalög leggja þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða sem bíta, því við viljum ekki með aðgerðarleysi vera gerð samsek í þjóðarmorði! Höfundur er prófessor emeritus
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun