Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2025 06:02 Frans páfi á ferð um Péturstorg, skömmu áður en hann lést í apríl. AP/Andrew Medichini Nánast fram á sitt síðasta reyndi Frans páfi að koma skikki á fjármál hins vellauðuga smáríkis, Vatíkansins. Þrátt fyrir miklar tilraunir í rúman áratug átti páfinn ekki erindi sem erfiði. Rekstrarhalli Páfagarðs þrefaldaðist í valdatíð Frans og stendur eftirlaunasjóður smáríkisins frammi fyrir allt að tveggja milljarða evra skuldbindingum sem óvíst er hvort hægt sé að greiða. Mestar tekjur Vatíkansins koma frá þeim sjö milljónum ferðamanna sem heimsækja smáríkið á ári hverju en þær eiga að duga til að fjármagna sendiráð Páfagarðs um heiminn allan og svissnesku verðina, fámennasta her heimsins, sem hafa varið Vatíkanið um aldirnar. Þann 11. febrúar skrifaði Frans, samkvæmt frétt Wall Street Journal, undir tilskipun um að reyna ætti að auka framlög kaþólikka um heiminn allan í sjóði Vatíkansins. Var það eftir samræður hans og ráðgjafa hans sem stóðu yfir í meira en mánuð. Hann lést svo í síðasta mánuði. Samkvæmt WSJ kom sú mótspyrna sem Frans mætti af hálfu skriffinnsku Vatíkansins þegar hann tók við embætti páfanum á óvart. Frans réði endurskoðanda til að fara betur yfir fjármál kirkjunnar en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Prestar og biskupar færðu fjármuni á reikning undir nafni kardinála, sem endurskoðandinn hafði ekki aðgang að, og fóru að safna reiðufé í auknu mæli. Endurskoðandinn rakst einnig á vegg þegar hann uppgötvaði að nunnur héldu bókhald á blaði og notuðust ekki við tölvur. Á einum tímapunkti var brotist inn í tölvu hans, þar sem átt var við gögn. Alls staðar í kerfinu mætti Frans mótspyrnu, þar sem prestar og aðrir neituðu að fylgja nýjum reglum hans um bókhald og útgjöld og reyndu ítrekað að fela fjármuni. Eftirlaunasjóðurinn stækkaði samhliða þessu og þetta vandamál mun nú falla í skaut nýs páfa, sem valinn verður á næstu dögum. Blaðamenn WSJ vildu vita meira um budduna í Vatíkaninu og ræddu við fjölda heimildarmanna innan Páfagarðs og utan. Margir vildu ræða við blaðamenn undir nafnleynd og jafnvel á leynilegum stöðum og vísuðu þeir til tortryggni innan Vatíkansins vegna fjárhagsástandsins. Einn háttsettur embættismaður neitaði alfarið að tala fyrr en hann var fullviss um að blaðamaður væri ekki að taka samtalið upp. Vísaði hann til atviks þar sem kardináli, sem stóð frammi fyrir réttarhöldum vegna fjárdráttar, tók sjálfan páfann upp á laun. Vellauðug þversögn Eignir Vatíkansins eru gífurlega verðmætar en þangað hafa fjölmargir einstakir og verðmæt listaverk, bækur og aðrir munir safnast í gegnum aldirnar. Veggir safna Páfagarðs eru þaktir málverkum og listaverkum eftir menn eins Michelangelo, Caravaggio og Leonardo. Ekki kemur til greina að selja þessa muni en viðhald þeirra er dýrt og það sama má segja um það að tryggja öll þessi listaverk. Eins og fram kemur í grein WSJ felst í því ákveðin þversögn. Vatíkanið er í senn vellauðugt smáríki, sem á í fjárhagserfiðleikum. Erfiðar ákvarðanir sem voru ekki teknar Áður en Frans varð páfi árið 2013 hafði Vatíkanið gengið gegnum ýmis hneykslismál en ríkið hafði á sér orðspor um varhugaverða fjármálastjórnun. Tilraunir Jóhannes Páls páfa til að taka á fjárþvætti í Vatíkaninu skiluðu ekki nægum árangri og skömmu áður en hann sagði af sér lokaði seðlabanki Ítalíu á greiðslur til Vatíkansins. Frans var í kjölfarið valinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar að hluta til með það verkefni í huga að koma skikki á fjármál Páfagarðs. Þá var hætta á því að banka Vatíkansins yrði refsað fyrir að breyta ekki reglum sínum með fjárþvætti í huga. Með þetta vandamál í huga stofnaði Frans sérstaka fjármáladeild sem stýra átti fjármálum Vatíkansins. Þá var nýr maður ráðinn yfir banka Vatíkansins og hóf hann tiltekt þar og var fjölda reikninga lokað þar sem talið var að fólk væri að reyna að koma fjármunum undan skatti. Seinna var áðurnefndur endurskoðandi svo ráðinn. Þessi deild og endurskoðandinn lentu ítrekað í eins konar átökum við embættismenn og presta Vatíkansins og vinnan skilaði litlum árangri. Í valdatíð hans lækkaði Frans páfi laun kardinála þrisvar sinnum og árið 2023 lýsti hann því yfir að kirkjan myndi hætta að útvega embættismönnum húsnæði á afslætti. Síðasta september skifaði hann svo bréf þar sem hann krafðist þess að Vatíkanið legði línurnar að því að jafna reksturinn eins fljótt og auðið væri og nokkrum vikum eftir það varaði hann svo við alvarlegu ástandi eftirlaunasjóðsins. Frans varaði þá við því að Vatíkanið stæði frammi fyrir „erfiðum ákvörðunum“ en hann dó áður en slíkar ákvarðanir voru teknar. Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Mestar tekjur Vatíkansins koma frá þeim sjö milljónum ferðamanna sem heimsækja smáríkið á ári hverju en þær eiga að duga til að fjármagna sendiráð Páfagarðs um heiminn allan og svissnesku verðina, fámennasta her heimsins, sem hafa varið Vatíkanið um aldirnar. Þann 11. febrúar skrifaði Frans, samkvæmt frétt Wall Street Journal, undir tilskipun um að reyna ætti að auka framlög kaþólikka um heiminn allan í sjóði Vatíkansins. Var það eftir samræður hans og ráðgjafa hans sem stóðu yfir í meira en mánuð. Hann lést svo í síðasta mánuði. Samkvæmt WSJ kom sú mótspyrna sem Frans mætti af hálfu skriffinnsku Vatíkansins þegar hann tók við embætti páfanum á óvart. Frans réði endurskoðanda til að fara betur yfir fjármál kirkjunnar en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Prestar og biskupar færðu fjármuni á reikning undir nafni kardinála, sem endurskoðandinn hafði ekki aðgang að, og fóru að safna reiðufé í auknu mæli. Endurskoðandinn rakst einnig á vegg þegar hann uppgötvaði að nunnur héldu bókhald á blaði og notuðust ekki við tölvur. Á einum tímapunkti var brotist inn í tölvu hans, þar sem átt var við gögn. Alls staðar í kerfinu mætti Frans mótspyrnu, þar sem prestar og aðrir neituðu að fylgja nýjum reglum hans um bókhald og útgjöld og reyndu ítrekað að fela fjármuni. Eftirlaunasjóðurinn stækkaði samhliða þessu og þetta vandamál mun nú falla í skaut nýs páfa, sem valinn verður á næstu dögum. Blaðamenn WSJ vildu vita meira um budduna í Vatíkaninu og ræddu við fjölda heimildarmanna innan Páfagarðs og utan. Margir vildu ræða við blaðamenn undir nafnleynd og jafnvel á leynilegum stöðum og vísuðu þeir til tortryggni innan Vatíkansins vegna fjárhagsástandsins. Einn háttsettur embættismaður neitaði alfarið að tala fyrr en hann var fullviss um að blaðamaður væri ekki að taka samtalið upp. Vísaði hann til atviks þar sem kardináli, sem stóð frammi fyrir réttarhöldum vegna fjárdráttar, tók sjálfan páfann upp á laun. Vellauðug þversögn Eignir Vatíkansins eru gífurlega verðmætar en þangað hafa fjölmargir einstakir og verðmæt listaverk, bækur og aðrir munir safnast í gegnum aldirnar. Veggir safna Páfagarðs eru þaktir málverkum og listaverkum eftir menn eins Michelangelo, Caravaggio og Leonardo. Ekki kemur til greina að selja þessa muni en viðhald þeirra er dýrt og það sama má segja um það að tryggja öll þessi listaverk. Eins og fram kemur í grein WSJ felst í því ákveðin þversögn. Vatíkanið er í senn vellauðugt smáríki, sem á í fjárhagserfiðleikum. Erfiðar ákvarðanir sem voru ekki teknar Áður en Frans varð páfi árið 2013 hafði Vatíkanið gengið gegnum ýmis hneykslismál en ríkið hafði á sér orðspor um varhugaverða fjármálastjórnun. Tilraunir Jóhannes Páls páfa til að taka á fjárþvætti í Vatíkaninu skiluðu ekki nægum árangri og skömmu áður en hann sagði af sér lokaði seðlabanki Ítalíu á greiðslur til Vatíkansins. Frans var í kjölfarið valinn af kardinálum kaþólsku kirkjunnar að hluta til með það verkefni í huga að koma skikki á fjármál Páfagarðs. Þá var hætta á því að banka Vatíkansins yrði refsað fyrir að breyta ekki reglum sínum með fjárþvætti í huga. Með þetta vandamál í huga stofnaði Frans sérstaka fjármáladeild sem stýra átti fjármálum Vatíkansins. Þá var nýr maður ráðinn yfir banka Vatíkansins og hóf hann tiltekt þar og var fjölda reikninga lokað þar sem talið var að fólk væri að reyna að koma fjármunum undan skatti. Seinna var áðurnefndur endurskoðandi svo ráðinn. Þessi deild og endurskoðandinn lentu ítrekað í eins konar átökum við embættismenn og presta Vatíkansins og vinnan skilaði litlum árangri. Í valdatíð hans lækkaði Frans páfi laun kardinála þrisvar sinnum og árið 2023 lýsti hann því yfir að kirkjan myndi hætta að útvega embættismönnum húsnæði á afslætti. Síðasta september skifaði hann svo bréf þar sem hann krafðist þess að Vatíkanið legði línurnar að því að jafna reksturinn eins fljótt og auðið væri og nokkrum vikum eftir það varaði hann svo við alvarlegu ástandi eftirlaunasjóðsins. Frans varaði þá við því að Vatíkanið stæði frammi fyrir „erfiðum ákvörðunum“ en hann dó áður en slíkar ákvarðanir voru teknar.
Páfagarður Páfakjör 2025 Andlát Frans páfa Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira