Ætla að hernema Gasaströndina Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 5. maí 2025 07:58 Ísraelskum skriðdreka ekið á Gasaströndinni. AP/Ariel Schalit Ríkisstjórn Ísrael samþykkti í morgun að hernema Gasaströndina og halda svæðinu um óákveðinn tíma. Auka á árásir á svæðið og hafa tugir þúsunda varaliðsmanna verið kallaðir til herþjónustu. Fregnir bárust af því í gær að öryggisráð Ísrael hefði samþykkt að fjölga skuli í herliði Ísraelsmanna og varaliðsmenn hafa verið kallaðir til þjónustu þar sem til stendur að auka enn á hernaðinn á Gasa svæðinu. Tugir þúsunda varaliðsmenn hafa verið kallaðir til herþjónustu vegna þessa. Ríkisstjórn landsins mun svo hafa samþykkt þessa áætlun í morgun, sem felur í sér hernám Gasastrandarinnar og að halda svæðinu um óákveðinn tíma. Öryggismálaráðherrann Ben Gvir sagði í útvarpsviðtali í gær að nauðsynlegt sé að herða sóknina til muna á Gasa. Í sama viðtali krafðist hann þess að herinn myndi gera sprengjuárásir á matarbirgðir íbúa Gasa og á rafstöðvar þeirra einnig. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Yfirmaður herafla Ísrael er sagður hafa varað við því að með auknum hernaði á Gasaströndinni gætu Hamas-liðar banað síðustu gíslunum sem þeir halda, eða þá að þeir gætu fallið í árásum Ísraela. Þessi aukni hernaður á að hefjast eftir heimsókn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til svæðisins í næstu viku. Stefna á árásir á Jemen Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela lofar því að herinn muni hefna fyrir eldflaugaárás Húta frá Jemen á helsta flugvöll Ísraels. Hann segir að Íran verði refsað einnig, enda standi yfirvöld þar í landi á bakvið árásirnar. Hútar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni en skotflaug lenti í grennd við flugbraut á Ben Gurion flugvellinum og skildi eftir sig stóran sprengjugíg. Loftvarnarkerfi Ísraela, sem eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi, gátu ekki skotið niður skotflaugina. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Flugumferð stöðvaðist um Ben Gurion völlinn í klukkustund í gær eftir árásina en mörg evrópsk og bandarísk flugfélög aflýstu sínum ferðum til og frá vellinum og ætla ekki að hefja flug á ný næstu daga. Leiðtogar Húta segjast ætla að gera fleiri árásir á ísraelska flugvelli, með því markmiði að loka lofthelgi Ísraels. Beindu þeir orðum sínum til forsvarsmanna alþjóðlegra flugvalla og sögðu að þeir þyrftu að taka þessar árásir í reikninginn þegar flugvélum væri flogið til Ísrael. Hútar hafa reglulega gert árásir á Ísrael frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst í október 2023. Þeir hafa einni ítrekað gert árásir á her- og fraktskip á Rauðahafi og gera Bandaríkjamenn og Bretar nú umfangsmiklar loftárásir á Jemen til að stöðva þær árásir og opna svæðið fyrir skipaflutningum á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til fregna af ríkisstjórnarfundi í Ísrael í morgun og samþykkt þess að hernema Gasaströndina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Donald Trump Palestína Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
Fregnir bárust af því í gær að öryggisráð Ísrael hefði samþykkt að fjölga skuli í herliði Ísraelsmanna og varaliðsmenn hafa verið kallaðir til þjónustu þar sem til stendur að auka enn á hernaðinn á Gasa svæðinu. Tugir þúsunda varaliðsmenn hafa verið kallaðir til herþjónustu vegna þessa. Ríkisstjórn landsins mun svo hafa samþykkt þessa áætlun í morgun, sem felur í sér hernám Gasastrandarinnar og að halda svæðinu um óákveðinn tíma. Öryggismálaráðherrann Ben Gvir sagði í útvarpsviðtali í gær að nauðsynlegt sé að herða sóknina til muna á Gasa. Í sama viðtali krafðist hann þess að herinn myndi gera sprengjuárásir á matarbirgðir íbúa Gasa og á rafstöðvar þeirra einnig. Um tveir mánuðir eru síðan Ísraelar stöðvuðu flutning neyðaraðstoðar inn á Gasaströndina. Þangað berst nú ekki matur, eldsneyti eða lyf, svo eitthvað sé nefnt. Læknar og mannúðarsamtök vara við því að ástandið á svæðinu sé orðið gífurlega alvarlegt. Yfirmaður herafla Ísrael er sagður hafa varað við því að með auknum hernaði á Gasaströndinni gætu Hamas-liðar banað síðustu gíslunum sem þeir halda, eða þá að þeir gætu fallið í árásum Ísraela. Þessi aukni hernaður á að hefjast eftir heimsókn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, til svæðisins í næstu viku. Stefna á árásir á Jemen Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela lofar því að herinn muni hefna fyrir eldflaugaárás Húta frá Jemen á helsta flugvöll Ísraels. Hann segir að Íran verði refsað einnig, enda standi yfirvöld þar í landi á bakvið árásirnar. Hútar hafa þegar lýst yfir ábyrgð á árásinni en skotflaug lenti í grennd við flugbraut á Ben Gurion flugvellinum og skildi eftir sig stóran sprengjugíg. Loftvarnarkerfi Ísraela, sem eru meðal þeirra háþróuðustu í heimi, gátu ekki skotið niður skotflaugina. Erfitt er að skjóta niður skotflaugar, sem á ensku kallast „ballistic missiles“ en þær fljúga hátt til himins, upp í gufuhvolfið, og falla sprengjur þeirra svo til jarðar á miklum hraða. Flugumferð stöðvaðist um Ben Gurion völlinn í klukkustund í gær eftir árásina en mörg evrópsk og bandarísk flugfélög aflýstu sínum ferðum til og frá vellinum og ætla ekki að hefja flug á ný næstu daga. Leiðtogar Húta segjast ætla að gera fleiri árásir á ísraelska flugvelli, með því markmiði að loka lofthelgi Ísraels. Beindu þeir orðum sínum til forsvarsmanna alþjóðlegra flugvalla og sögðu að þeir þyrftu að taka þessar árásir í reikninginn þegar flugvélum væri flogið til Ísrael. Hútar hafa reglulega gert árásir á Ísrael frá því hernaður Ísraela á Gasaströndinni hófst í október 2023. Þeir hafa einni ítrekað gert árásir á her- og fraktskip á Rauðahafi og gera Bandaríkjamenn og Bretar nú umfangsmiklar loftárásir á Jemen til að stöðva þær árásir og opna svæðið fyrir skipaflutningum á nýjan leik. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til fregna af ríkisstjórnarfundi í Ísrael í morgun og samþykkt þess að hernema Gasaströndina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Jemen Donald Trump Palestína Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira