Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 15:56 Atvinnuvegaráðherra og fjármálaráðherra kynntu breytingu á lögum um veiðigjald 25. mars síðastliðinn. Sigurjón Ragnar Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að frumvarpið hafi verið birt í samráðsgátt frá 25. mars til 3. apríl og að samtals hafi borist 112 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum, sveitarfélögum, félagasamtökun og stofnunum. Frá sveitarfélögum hafi komið umsagnir þar sem reifaðar voru áhyggjur um að hækkunin væri of brött og að skortur væri á greiningu á áhrifum frumvarpsins. Þá voru einnig lagðar til breytingar á frítekjumarki vegna áhrifa frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir. Frítekjumark hækkað og ítarlegri samantekt í greinargerð Í tilkynningunni segir að helstu breytingarnar sem gerðar hafi verið á frumvarpsdrögum að samráði loknu séu annars vegar að frítekjumark verði hækkað verulega. Frítekjumark í þorski og ýsu skuli þannig nema 40% af fyrstu 50 milljón króna álagningar veiðigjalds hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila. Með þessum breytingum er ætlað að áhrif frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir vegna hækkunar veiðigjalds mun minni en áður. Einnig hafi verið brugðist við ábendingum um skort á mati á áhrifum. Þannig hafi verið mætt við greiningum í greinargerð frumvarpsins um áhrif frumvarpsins á um það bil hundrað stærstu fyrirtækin, áhrifamati á heildarskattlagningu sjávarútvegsfyrirtækja og ítarlegri samantekt um verðmyndun í Noregi. 17 milljarðar innheimtir 2026 Þá segir einnig að frumvarpið muni hafa jákvað áhrif á ríkissjóð. Tekjur af veiðigjaldi uppsjávarfiskstegunda hækki um þrjá til fjóra milljarða krón árlega og veiðigjald fyrir þorsk og ýsu hækki um fimm til sex milljarða króna árlega miðað við óbreytt aflamagn. „Með þeim breytingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir má áætla að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar árið 2026 en að teknu tilliti til frítekjumarks má áætla að innheimt veiðigjöld verði 17,3 milljarðar árið 2026. Án þeirrar leiðréttingar sem boðuð er samkvæmt frumvarpinu væri áætlað álagt veiðigjald um 11,2 milljarðar króna á grundvelli núgildandi laga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin greiði 90% af veiðigjöldum að loknum breytingum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Gert er ráð fyrir að innheimt veiðigjald verði átján til nítján milljarðar á árunum 2027 til 2030. Í þeirri áætlun er gert ráð fyrir að gefinn verði út loðnukvóti. Óvissa sé þó um reiknistofn veiðigjalds þar sem hann byggist á afkomu fyrirtækja. Þá geti sveiflur á milli ára verið tilkomnar vegna breytinga á aflaverðmæti, kostnaði, gengi, aflamagni og skattalegra afskrifta og þannig haft áhrif á áætlanagerðina. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að frumvarpið hafi verið birt í samráðsgátt frá 25. mars til 3. apríl og að samtals hafi borist 112 umsagnir frá einstaklingum, fyrirtækjum, hagsmunaaðilum, sveitarfélögum, félagasamtökun og stofnunum. Frá sveitarfélögum hafi komið umsagnir þar sem reifaðar voru áhyggjur um að hækkunin væri of brött og að skortur væri á greiningu á áhrifum frumvarpsins. Þá voru einnig lagðar til breytingar á frítekjumarki vegna áhrifa frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir. Frítekjumark hækkað og ítarlegri samantekt í greinargerð Í tilkynningunni segir að helstu breytingarnar sem gerðar hafi verið á frumvarpsdrögum að samráði loknu séu annars vegar að frítekjumark verði hækkað verulega. Frítekjumark í þorski og ýsu skuli þannig nema 40% af fyrstu 50 milljón króna álagningar veiðigjalds hvers árs hjá hverjum gjaldskyldum aðila. Með þessum breytingum er ætlað að áhrif frumvarpsins á litlar og meðalstórar útgerðir vegna hækkunar veiðigjalds mun minni en áður. Einnig hafi verið brugðist við ábendingum um skort á mati á áhrifum. Þannig hafi verið mætt við greiningum í greinargerð frumvarpsins um áhrif frumvarpsins á um það bil hundrað stærstu fyrirtækin, áhrifamati á heildarskattlagningu sjávarútvegsfyrirtækja og ítarlegri samantekt um verðmyndun í Noregi. 17 milljarðar innheimtir 2026 Þá segir einnig að frumvarpið muni hafa jákvað áhrif á ríkissjóð. Tekjur af veiðigjaldi uppsjávarfiskstegunda hækki um þrjá til fjóra milljarða krón árlega og veiðigjald fyrir þorsk og ýsu hækki um fimm til sex milljarða króna árlega miðað við óbreytt aflamagn. „Með þeim breytingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir má áætla að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar árið 2026 en að teknu tilliti til frítekjumarks má áætla að innheimt veiðigjöld verði 17,3 milljarðar árið 2026. Án þeirrar leiðréttingar sem boðuð er samkvæmt frumvarpinu væri áætlað álagt veiðigjald um 11,2 milljarðar króna á grundvelli núgildandi laga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin greiði 90% af veiðigjöldum að loknum breytingum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Gert er ráð fyrir að innheimt veiðigjald verði átján til nítján milljarðar á árunum 2027 til 2030. Í þeirri áætlun er gert ráð fyrir að gefinn verði út loðnukvóti. Óvissa sé þó um reiknistofn veiðigjalds þar sem hann byggist á afkomu fyrirtækja. Þá geti sveiflur á milli ára verið tilkomnar vegna breytinga á aflaverðmæti, kostnaði, gengi, aflamagni og skattalegra afskrifta og þannig haft áhrif á áætlanagerðina.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27 „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58 SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Leikin auglýsing á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem sýnir norska athafnamenn furða sig á fyrirætlunum íslenskra stjórnvalda í sjávarútvegi, hefur fengið mikla dreifingu og uppskorið hörð viðbrögð hjá ráðamönnum. Stjórnarþingmaður og dómsmálaráðherra eru meðal þeirra sem fordæmt hafa auglýsinguna. 27. apríl 2025 14:27
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. 15. apríl 2025 07:58
SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið. 4. apríl 2025 12:05