„Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2025 19:01 Heiðar Smith formaður fangavarða segir fangelsin á landinu sprungin. Vísir Fangelsin eru sprungin og full af fólki sem á ekki heima þar, eins og einstaklingum sem á að vísa úr landi og fólki með alvarlegar geðraskanir að sögn formanns Félags fangavarða. Ástandið hafi aldrei verið eins slæmt. Yfirvöld þurfi að bregðast við því öryggi fanga, starfsmanna og almennings sé ógnað. Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi með tæplega hundrað og sextíu aplánunarplássum. Heiðar Smith formaður fangavarða segir þau öll sprungin. „Það er allt yfirfullt hjá okkur. Það er nánast ekkert laust fangapláss á landinu. Þetta hættuleg staða því ef það koma upp alvarleg atvik þar sem fólk þarf að sitja í fangelsi þá höfum við ekki pláss til að taka á móti því,“ segir Heiðar. Hann segir einkum tvær ástæður fyrir stöðunni. „Fólki sem hefur verið vísað frá landinu er látið bíða í fangelsum eftir brottvísunum í stað þess að stjórnvöld komi á öðru brottvísunarúrræði. Þetta fólk á ekki heima í fangelsum landsins. Þá eru ákveðnir einstaklingar með alvarlegar og fjölþættar geðraskanir inni í fangelsiskerfinu sem við höfum margoft bent á að séu ekki hæfir til þess og þyrftu að vera í annars konar úrræðum,“ segir Heiðar. Hann segir ástandið skapa aukið álag á allt kerfið. „Fangaverðir eru ekki sérfræðingar í geðheilbrigðisfræðum. Við höfum ekki tíma eða þekkingu til að sinna þessum veiku einstaklingum sem býr svo aftur til aukið álag fyrir þá og samfanga þeirra og okkur,“ segir hann. Fram hefur komið að sárlega vantar úrræði fyrir einstaklinga í slíkri stöðu. Úrræðin komi of seint Ríkisstjórnin kynnti á dögunum áætlanir um byggingu öryggisstofnunar fyrir fólk með metið er hættulegt sér eða umhverfi sínu og glímir við fjölþættar alvarlegar geðraskanir. Þá á að fjölga plássum á réttaröryggisdeild. Áætlaður kostnaður til ársins 2030 er 20 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Þar af fara um 14 milljarða í byggingu og reksturs öryggisstofnunar. Áætluð framlög ríkisstjórnarinnar vegna öryggisvistanna. samkvæmt upplýsingum forsætisráðuneytisins. Vísir Heiðar segir að slíkar áætlanir hafi lítið að segja í núverandi stöðu. „Við höfum rætt við flest ráðuneytin um málaflokkinn sem hafa sýnt þessu skilning. Eina ráðuneytið sem hefur hins vegar hafnað fundi er heilbrigðisráðuneytið. Við þurfum að heyra betur í þeim því þurfum miklu meiri aðgang að geðdeildum, geðlæknum og geðheilbrigðiskerfinu í heild sinni vegna þeirra einstaklinga sem eru hjá okkur sárveikir,“ segir Heiðar. Man ekki eftir öðru eins Hann segist ekki muna eftir öðru eins ástandi. „Ég hef aldrei séð þetta svona svakaleg,“ segir hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að fangaverðir séu hættir að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hálfu ákveðinna fanga, í von um að afplánunartími þeirra lengist ekki. Heiðar segir að ástandið í í fangelsunum varasamt fyrir alla. „Þegar fangelsin eru yfirfull getur skapast meira hættuástand í þeim. Þá er almennt meiri pirringur í öllu kerfinu en áður vegna of mikils álag,“ segir Heiðar að lokum. Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Fangelsismálastofnun rekur fjögur fangelsi með tæplega hundrað og sextíu aplánunarplássum. Heiðar Smith formaður fangavarða segir þau öll sprungin. „Það er allt yfirfullt hjá okkur. Það er nánast ekkert laust fangapláss á landinu. Þetta hættuleg staða því ef það koma upp alvarleg atvik þar sem fólk þarf að sitja í fangelsi þá höfum við ekki pláss til að taka á móti því,“ segir Heiðar. Hann segir einkum tvær ástæður fyrir stöðunni. „Fólki sem hefur verið vísað frá landinu er látið bíða í fangelsum eftir brottvísunum í stað þess að stjórnvöld komi á öðru brottvísunarúrræði. Þetta fólk á ekki heima í fangelsum landsins. Þá eru ákveðnir einstaklingar með alvarlegar og fjölþættar geðraskanir inni í fangelsiskerfinu sem við höfum margoft bent á að séu ekki hæfir til þess og þyrftu að vera í annars konar úrræðum,“ segir Heiðar. Hann segir ástandið skapa aukið álag á allt kerfið. „Fangaverðir eru ekki sérfræðingar í geðheilbrigðisfræðum. Við höfum ekki tíma eða þekkingu til að sinna þessum veiku einstaklingum sem býr svo aftur til aukið álag fyrir þá og samfanga þeirra og okkur,“ segir hann. Fram hefur komið að sárlega vantar úrræði fyrir einstaklinga í slíkri stöðu. Úrræðin komi of seint Ríkisstjórnin kynnti á dögunum áætlanir um byggingu öryggisstofnunar fyrir fólk með metið er hættulegt sér eða umhverfi sínu og glímir við fjölþættar alvarlegar geðraskanir. Þá á að fjölga plássum á réttaröryggisdeild. Áætlaður kostnaður til ársins 2030 er 20 milljarða króna samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Þar af fara um 14 milljarða í byggingu og reksturs öryggisstofnunar. Áætluð framlög ríkisstjórnarinnar vegna öryggisvistanna. samkvæmt upplýsingum forsætisráðuneytisins. Vísir Heiðar segir að slíkar áætlanir hafi lítið að segja í núverandi stöðu. „Við höfum rætt við flest ráðuneytin um málaflokkinn sem hafa sýnt þessu skilning. Eina ráðuneytið sem hefur hins vegar hafnað fundi er heilbrigðisráðuneytið. Við þurfum að heyra betur í þeim því þurfum miklu meiri aðgang að geðdeildum, geðlæknum og geðheilbrigðiskerfinu í heild sinni vegna þeirra einstaklinga sem eru hjá okkur sárveikir,“ segir Heiðar. Man ekki eftir öðru eins Hann segist ekki muna eftir öðru eins ástandi. „Ég hef aldrei séð þetta svona svakaleg,“ segir hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að fangaverðir séu hættir að tilkynna ofbeldi sem þeir verða fyrir af hálfu ákveðinna fanga, í von um að afplánunartími þeirra lengist ekki. Heiðar segir að ástandið í í fangelsunum varasamt fyrir alla. „Þegar fangelsin eru yfirfull getur skapast meira hættuástand í þeim. Þá er almennt meiri pirringur í öllu kerfinu en áður vegna of mikils álag,“ segir Heiðar að lokum.
Fangelsismál Geðheilbrigði Landspítalinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira