Upp­gjörið: Tinda­stóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn

Arnar Skúli Atlason skrifar
Tindastóll byrjar tímabilið með fínum sigri.
Tindastóll byrjar tímabilið með fínum sigri. vísir/HAG

Tindastóll tók á móti FHL í fyrsta leik Austfjarðaliðs í efstu deild í rúm þrjátíu ár, eða síðan árið 1994. Stólarnir sýndu hins vegar enga miskunn og sóttu stigin þrjú með 1-0 sigri. 

Það var fátt markvert sem gerðist í seinni hálfleik. Tindastóll var töluvert sterkari aðilinn í leiknum í dag. Makala Woods var að skapa usla fram á við og komast í hálffæri. Gestirnir úr FHL voru að fá sín færi upp úr föstum leikatriðum sem voru stór hættuleg. Staðan í hálfleik var enn 0-0

Í upphafi seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Mikið um pústra inn á miðjum vellinum og lítið um opinn marktækifæri.

Um miðjan seinni hálfleik tók Tindastóll yfir leikinn og fór að þjarma að gestunum. Upp úr því varð mark. Makala Woods sem FHL áttu í erfiðleikum með í allt kvöld komst þá upp vænginn vinstra megin lék á varnarmann og átti skot í stöng sem barst út í teig. Þar kemur María Dögg Jóhannesdóttir og þrumaðir boltanum í netið.

Eftir þetta fór leikur í það svipað horf. FHL að reyna en helsta ógnin þeirra voru föst leikatriði sem voru stoppuð af varnarmönnum Tindastóls eða markverðinum Genevieve Crenshaw sem greip allt sem kom að marki Tindastóls í dag.

Atvik leiksins

Í upphafi leiks komst Makala Woods í gegnum vörn FHL og framhjá markmanninum sem virtist brjóta af sér. Dómari leiksins fannst það ekki og dæmdi ekki víti. Hefði verið gaman að sjá hvernig leikurinn hefði þróast ef staðan hefði verið 1-0 í upphafi leiks.

Stjörnur og skúrkar

Makala Woods var maður leiksins í kvöld. FHL réð ekkert við hana í dag. Hún er að fylla stórt skarð í kvöld. Varnarmenn Tindastól voru einnig mjög góðir í dag og markmaðurinn hjá Tindastól öflugur.

Hjá FHL var frekar flöt frammistaða í gangi og ekki byrjunin sem þær óskuðu sér í dag.

Dómararnir

Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson var á flautunni í dag stóð hann sig með prýði. Hann hefði mátt sleppa gulu spjöldunum, því það var lítil innistæða í þeim. En heilt yfir ágætt í dag.

Stemmingin og umgjörð

Það var ágætlega mætt í dag en hefðu mátt vera fleiri. Kalt var úti. Vallaraðstæður og allt í topp standi hérna á Sauðárkróksvelli í dag

„Glaðastur með orkustigið“

Halldór Jón Sigurðsson, betur þekktur sem Donni, er þjálfari Stólanna.Vísir/Anton Brink

„Ég er náttúrulega alsæll. Ótrúlega glaður að við skildum vinna fyrsta leikinn. Þetta er mikilvægur leikur. Viljum gera vel á heimavelli. FHL nýliðar og til alls líklegar, með flott lið. Er heilt yfir ánægður með leikinn og hvernig hann spilaðist,“ sagði Donni eftir leik.

„Er glaðastur með orkustigið, viljann og hungrið. Við jöfnuðum allt sem þær ætluðu að koma með í leikinn. Verandi nýliðar og ætla að koma út algjörlega brjálaðar.“

„Fannst við stjórna þessum leik nokkuð vel heilt yfir. Fór eins og við ætluðum að hann myndi fara. Allt sem stelpurnar lögð í þetta. Áttu þennan sigur svo sannarlega skilið,“ sagði Donni að endingu.

Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL: „Smá svekkelsi. Vorum ekki nógu góðar í dag. Kalt, flatt. Hefði viljað fá framskref frá mínum leikmönnum. Var mjög flatt, undir í allri baráttu út á velli. Bæði fyrsta og öðrum bolta. Nærð aldrei árangri með því að lenda í því.“

„Þetta er fullmannað lið og erum að klára að slípa okkur saman en þurfum að gera töluvert betur en við gerðum í dag til að eiga einhvern séns.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira