Íslenski boltinn

Fimm­tán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þór/KA konur fagna marki Bríetar Fjólu sem skoraði fyrsta deildarmark norðanliðsns á leiktíðinni.
Þór/KA konur fagna marki Bríetar Fjólu sem skoraði fyrsta deildarmark norðanliðsns á leiktíðinni.

Norðankonur í Þór/KA byrja vel í Bestu deild kvenna í fótbolta en þær unnu flottan sigur í fyrstu umferðinni í gær.

Þór/KA mætti í Víkina og unnu heimastúlkur í Víkingi 4-1 eftir að hafa verið 2-0 yfir í hálfleik og komist í 3-0 í upphafi þess síðari.

Hin fimmtán ára gamla Bríet Fjóla Bjarnadóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í efstu deild og kom Þór/KA í 1-0 á 31. mínútu. Sex mínútum síðar bætti Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir við öðru markinu. Hulda Ósk Jónsdóttir lagði upp bæði mörkin.

Bríet Fjóla fékk tækifærið í byrjunarliðinu í fyrsta leik og nýtti það vel. Mikið hefur verið látið með þennan efnilega leikmann og núna er forvitnilegt að sjá hvernig framhaldið verður hjá henni. Hún er fædd árið 2010.

Karen María Sigurgeirsdóttir kom norðankonum í 3-0 með langskoti en Bergdís Sveinsdóttir minnkaði muninn með skalla eftir undirbúning Lindu Líf Boama. Lokamarkið hjá Þór/KA liðinu skoraði síðan varamaðurinn Hildur Anna Birgisdóttir þegar hún fylgdi á eftir langskoti Margrétar Árnadóttur.

Það má sjá mörkin úr leiknum hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Víkings og Þór/KA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×