„Ég hef ákveðið að bjóða mig fram sem forseta ÍSÍ,“ segir í færslu Brynjars Karls. Færsluna í heild sinni má lesa neðst í fréttinni. Hann er þriðji aðilinn til að bjóða sig fram. Fyrir hafa þau Willum Þór Þórsson og Olga Bjarnadóttir tilkynnt framboð sitt.
Brynjar Karl er í dag þjálfari Aþenu sem féll úr Bónus-deild kvenna nýverið. Hann er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið og lætur sig ýmis málefni varða.
Hann hefur unnið sér margt til frægðar en myndin Hækkum rána sem kom út 2021 beindi sviðsljósinu að honum og þjálfunaraðferðum hans. Nefnir hann myndina meðal annars í færslu sinni á Facebook.
Færslan telur í kringum 1400 orð og er um margt áhugaverð. Brynjar Karl endar hana á orðunum: Ég ætla biðja héraðsambönd og sérsambönd landsins um að sína stillingu, ekki verður hægt að ná í mig í síma um páskana, en hægt senda inn stuðning við mitt framboð á messenger.