Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. apríl 2025 20:00 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals. Vísir/Jón Gautur Valur og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. Fyrstu fimmtán mínúturnar voru mjög fjörugar en eftir það var fátt um færi í leiknum, sem litaðist af ljótum meiðslum Vigdísar Eddu. Valskonur voru vaðandi í færum í upphafi leiks. Bakverðirnir Elísa Viðarsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir fengu sitt hvort dauðafærið, aleinar fyrir framan markið eftir klafs í teignum. Anna skaut rétt framhjá en Elísa hitti boltann illa og þrumaði honum yfir. Skömmu síðar átti Jasmín Erla góðan sprett, sólaði markmanninn sem mætti út og lagði boltann til hliðar á Jordyn Rhodes sem skaut á markið en varnarmaður FH renndi sér fyrir. Þetta reyndust þrjú langbestu færi leiksins og þau einu sem mætti kalla dauðafæri. Eftir fjörugar fimmtán mínútur róaðist leikurinn mikið. Valskonur spiluðu manna á milli meðan FH beið eftir skyndisóknarfæri, sem liðið fékk oft eftir að hafa unnið boltann, en nýtti sér ekki. Á fertugustu mínútu varð Vigdís Edda, miðvörður FH, fyrir slæmum meiðslum þegar hún og Jasmín Erla hlupu saman. Vigdís hélt um hnéð, var borin af velli og flutt strax upp á spítala. Seinni hálfleikur varð síðan einn sá rólegasti sem sést hefur, fyrir utan dauðafæri á fyrstu mínútu þegar Ragnheiður Þórunn, nýkomin inn á, hitti ekki boltann. Hvorugu liði tókst annars að lífga upp á hlutina með skiptingum og leikurinn fjaraði út með markalausu jafntefli. „Flott frammistaða hjá okkur, fengum nóg af færum“ „Sterkt stig fyrir okkur, gott að byrja mótið með þessu, komnar með stig strax í fyrsta leik. Markalaust náttúrulega en þessi leikur var ekki beint þannig… Bæði lið áttu mjög góð tækifæri til að skora og það er eiginlega ótrúlegt að hvorugt lið hafi náð að skora. Hrós á markmenn beggja liða“ sagði Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, fljótlega eftir. Systir Örnu, Bryndís Eiríksdóttir kom inn á undir lok leiks og átti gott langskot, sem sveif í átt að marki en var varið. „Ég hefði ekki verið sátt með það, ég viðurkenni það alveg. Kannski í einhverjum öðrum leik.“ Arna var næst spurð út í meiðsli Vigdísar, hvernig henni fannst liðið bregðast við því að missa miðvörð út í fyrri hálfleik. „Mér fannst liðið bregðast vel við því. Þetta gerðist rétt fyrir hálfleik þannig að við náðum að þrauka út hálfleikinn og tala okkur svo betur saman. En auðvitað er þetta bara svakalegt högg fyrir liðið að missa byrjunarliðsmann strax í fyrsta leik.“ Framundan er leikur á útivelli gegn nýliðum Fram í næstu umferð. „Ég held að við getum verið mjög bjartsýnar fyrir komandi leikjum. Flott frammistaða hjá okkur, fengum nóg af færum, náðum að halda markinu hreinu og ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur.“ „Við þurfum aðeins meiri baráttu og aðeins meiri ró á boltann“ „Þetta var mikil barátta og við hefðum kannski mátt vinna fleiri návígi en við gerðum. Dugði samt til þess að við fengum þrjú opin færi, til að skora þetta eina mark sem þurfti. En að öðru leiti vantaði smá neista í dag“ sagði Kristján Guðmundsson fljótlega eftir sinn fyrsta deildarleik sem þjálfari Vals. „[Hefðum þurft] að halda boltanum betur. Við vorum allt of fljót að þröngva boltanum í aðstæður sem við þurftum ekki. Gátum alveg verið rólegri á boltanum og spilað, pressan var æsileg frá andstæðingunum og það er hægt að spila í gegnum svoleiðis pressu en við gerðum það ekki. Þurftum að sýna aðeins meiri samvinnu við teiginn, vorum svolítið að senda vonarsendingar.“ Kristján gerði tvær breytingar í hálfleik en síðan ekki aðra fyrr en seint í seinni hálfleik. Fannst þér ekki tilefni til að hreyfa við liðinu fyrr? „Jú okkur fannst það og vorum að leita að tímapunktinum… Þetta var allt í kollinum en við vildum leyfa þessu að spilast svona, það voru þegar komnar þrjár breytingar, það er að segja stöðubreytingar. Við vildum ekki flækja þetta of mikið.“ Þetta var fyrsti deildarleikur Kristjáns sem þjálfari Vals. Hann var ekki alveg nógu ánægður með það sem hann sá. „Nei. Við vorum of hikandi. Við þurfum aðeins meiri baráttu og aðeins meiri ró á boltann þegar við erum að lenda í svona leikjum. Við þurfum að vera ofan á í baráttunni í hverjum einasta leik, en vorum ekki alveg þar. Til þess að ná ró á boltann þurfum við að vinna fleiri návígi en við gerðum í dag“ sagði Kristján að lokum. Besta deild kvenna Valur FH
Valur og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. Fyrstu fimmtán mínúturnar voru mjög fjörugar en eftir það var fátt um færi í leiknum, sem litaðist af ljótum meiðslum Vigdísar Eddu. Valskonur voru vaðandi í færum í upphafi leiks. Bakverðirnir Elísa Viðarsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir fengu sitt hvort dauðafærið, aleinar fyrir framan markið eftir klafs í teignum. Anna skaut rétt framhjá en Elísa hitti boltann illa og þrumaði honum yfir. Skömmu síðar átti Jasmín Erla góðan sprett, sólaði markmanninn sem mætti út og lagði boltann til hliðar á Jordyn Rhodes sem skaut á markið en varnarmaður FH renndi sér fyrir. Þetta reyndust þrjú langbestu færi leiksins og þau einu sem mætti kalla dauðafæri. Eftir fjörugar fimmtán mínútur róaðist leikurinn mikið. Valskonur spiluðu manna á milli meðan FH beið eftir skyndisóknarfæri, sem liðið fékk oft eftir að hafa unnið boltann, en nýtti sér ekki. Á fertugustu mínútu varð Vigdís Edda, miðvörður FH, fyrir slæmum meiðslum þegar hún og Jasmín Erla hlupu saman. Vigdís hélt um hnéð, var borin af velli og flutt strax upp á spítala. Seinni hálfleikur varð síðan einn sá rólegasti sem sést hefur, fyrir utan dauðafæri á fyrstu mínútu þegar Ragnheiður Þórunn, nýkomin inn á, hitti ekki boltann. Hvorugu liði tókst annars að lífga upp á hlutina með skiptingum og leikurinn fjaraði út með markalausu jafntefli. „Flott frammistaða hjá okkur, fengum nóg af færum“ „Sterkt stig fyrir okkur, gott að byrja mótið með þessu, komnar með stig strax í fyrsta leik. Markalaust náttúrulega en þessi leikur var ekki beint þannig… Bæði lið áttu mjög góð tækifæri til að skora og það er eiginlega ótrúlegt að hvorugt lið hafi náð að skora. Hrós á markmenn beggja liða“ sagði Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, fljótlega eftir. Systir Örnu, Bryndís Eiríksdóttir kom inn á undir lok leiks og átti gott langskot, sem sveif í átt að marki en var varið. „Ég hefði ekki verið sátt með það, ég viðurkenni það alveg. Kannski í einhverjum öðrum leik.“ Arna var næst spurð út í meiðsli Vigdísar, hvernig henni fannst liðið bregðast við því að missa miðvörð út í fyrri hálfleik. „Mér fannst liðið bregðast vel við því. Þetta gerðist rétt fyrir hálfleik þannig að við náðum að þrauka út hálfleikinn og tala okkur svo betur saman. En auðvitað er þetta bara svakalegt högg fyrir liðið að missa byrjunarliðsmann strax í fyrsta leik.“ Framundan er leikur á útivelli gegn nýliðum Fram í næstu umferð. „Ég held að við getum verið mjög bjartsýnar fyrir komandi leikjum. Flott frammistaða hjá okkur, fengum nóg af færum, náðum að halda markinu hreinu og ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur.“ „Við þurfum aðeins meiri baráttu og aðeins meiri ró á boltann“ „Þetta var mikil barátta og við hefðum kannski mátt vinna fleiri návígi en við gerðum. Dugði samt til þess að við fengum þrjú opin færi, til að skora þetta eina mark sem þurfti. En að öðru leiti vantaði smá neista í dag“ sagði Kristján Guðmundsson fljótlega eftir sinn fyrsta deildarleik sem þjálfari Vals. „[Hefðum þurft] að halda boltanum betur. Við vorum allt of fljót að þröngva boltanum í aðstæður sem við þurftum ekki. Gátum alveg verið rólegri á boltanum og spilað, pressan var æsileg frá andstæðingunum og það er hægt að spila í gegnum svoleiðis pressu en við gerðum það ekki. Þurftum að sýna aðeins meiri samvinnu við teiginn, vorum svolítið að senda vonarsendingar.“ Kristján gerði tvær breytingar í hálfleik en síðan ekki aðra fyrr en seint í seinni hálfleik. Fannst þér ekki tilefni til að hreyfa við liðinu fyrr? „Jú okkur fannst það og vorum að leita að tímapunktinum… Þetta var allt í kollinum en við vildum leyfa þessu að spilast svona, það voru þegar komnar þrjár breytingar, það er að segja stöðubreytingar. Við vildum ekki flækja þetta of mikið.“ Þetta var fyrsti deildarleikur Kristjáns sem þjálfari Vals. Hann var ekki alveg nógu ánægður með það sem hann sá. „Nei. Við vorum of hikandi. Við þurfum aðeins meiri baráttu og aðeins meiri ró á boltann þegar við erum að lenda í svona leikjum. Við þurfum að vera ofan á í baráttunni í hverjum einasta leik, en vorum ekki alveg þar. Til þess að ná ró á boltann þurfum við að vinna fleiri návígi en við gerðum í dag“ sagði Kristján að lokum.