Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. apríl 2025 13:13 Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. „Það er verið að skoða það. En það voru fjórir drengir í bifreiðinni og þeir slösuðust allir og voru fluttir til Reykjavíkur,“ segir Pétur. Slysið varð þegar bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, og þrír farþegar slösuðust. Tvær sjúkraflugvélar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað til að sækja hina slösuðu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Siglufjarðarvegur opnaði að nýju um klukkan eitt í nótt en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Hópur ungmenna sem var á leið í samkvæmi á Hofsósi urðu vitni að slysinu. Hjáleið var opnuð um tíma til að hleypa aðstandendum ungmennanna að. „Þegar lögregla kemur að vettvangi þá voru mjög margir unglingar þarna. Það var farið með þau í aðstöðu björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, fólk frá Rauða krossi, lögreglu og björgunarsveit hlúði að þeim,“ segir Pétur. Mikilvægt að hlúa vel að sér Aðalheiður Jónsdóttir er teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. „Aðkoma Rauða krossins er sú að það var kallaður út viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænan stuðning. Þannig þau fóru á staðinn í björgunarsveitarhúsið og voru að styðja við þessi ungmenni sem þangað fóru,“ segir Aðalheiður. Alls hafi um tuttugu manns leitað aðstoðar á staðnum. Hún bendir þeim sem kunna að eiga um sárt að binda á að hjálparsími Rauða krossins 1717 sé opinn allan sólarhringinn, og það sama á við um netspjallið. „Aðal atriðið er að hlúa vel að sér. Hafa í huga að ef fólk verður vitni að svona atviki að það getur jafnvel komið upp að fólk fari að hugsa um það síðar, það er auðvitað mjög misjöfn upplifun hvers og eins. Þannig það er auðvitað alls konar sem getur komið upp, það getur verið kvíði eða annar vanlíðan,“ segir Aðalheiður. „Auðvitað erum við bara öll svo misjöfn og aðal atriðið að vera saman, ekki einangra sig.“ Skagafjörður Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
„Það er verið að skoða það. En það voru fjórir drengir í bifreiðinni og þeir slösuðust allir og voru fluttir til Reykjavíkur,“ segir Pétur. Slysið varð þegar bifreið sem ekið var í norðurátt kastaðist utan vegar með þeim afleiðingum að ökumaður hennar, og þrír farþegar slösuðust. Tvær sjúkraflugvélar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað til að sækja hina slösuðu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Siglufjarðarvegur opnaði að nýju um klukkan eitt í nótt en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Hópur ungmenna sem var á leið í samkvæmi á Hofsósi urðu vitni að slysinu. Hjáleið var opnuð um tíma til að hleypa aðstandendum ungmennanna að. „Þegar lögregla kemur að vettvangi þá voru mjög margir unglingar þarna. Það var farið með þau í aðstöðu björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi, fólk frá Rauða krossi, lögreglu og björgunarsveit hlúði að þeim,“ segir Pétur. Mikilvægt að hlúa vel að sér Aðalheiður Jónsdóttir er teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum. „Aðkoma Rauða krossins er sú að það var kallaður út viðbragðshópur Rauða krossins í sálrænan stuðning. Þannig þau fóru á staðinn í björgunarsveitarhúsið og voru að styðja við þessi ungmenni sem þangað fóru,“ segir Aðalheiður. Alls hafi um tuttugu manns leitað aðstoðar á staðnum. Hún bendir þeim sem kunna að eiga um sárt að binda á að hjálparsími Rauða krossins 1717 sé opinn allan sólarhringinn, og það sama á við um netspjallið. „Aðal atriðið er að hlúa vel að sér. Hafa í huga að ef fólk verður vitni að svona atviki að það getur jafnvel komið upp að fólk fari að hugsa um það síðar, það er auðvitað mjög misjöfn upplifun hvers og eins. Þannig það er auðvitað alls konar sem getur komið upp, það getur verið kvíði eða annar vanlíðan,“ segir Aðalheiður. „Auðvitað erum við bara öll svo misjöfn og aðal atriðið að vera saman, ekki einangra sig.“
Skagafjörður Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira