Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar 12. apríl 2025 11:03 Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks. Á mannamáli leiðir fyrirhuguð breyting ríkisstjórnarinnar til þess að þeir sem skattahækkunin nær til borga hærri tekjuskatt en þeir gerðu - ergo skattahækkun. Stjórnarliðar hafa gert lítið úr þessari einföldu staðreynd, sagt „aðeins 6% einstaklinga“ eiga möguleika á samsköttun. Þannig reyna þau að mynda þau hugrenningartengsl að - einungis örfáar hræður, og moldríkar í þokkabót, verði fyrir barðinu á skattahækkuninni. Rétt er að benda stjórnarliðum á að hafa það á bak við eyrað að fjöldi skattgreiðanda á Íslandi eru rúmlega 300.000 og lítill hluti þeirra telur alltaf fleiri þúsundir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin reynt að mála upp þá skökku mynd að skattahækkunin hafi einungis áhrif á karlmenn. Gleyma þau því þá, væntanlega viljandi, að samsköttun er ekki sérhannaður afsláttur fyrir tekjuháa einhleypa karlmenn heldur heimili þar sem tekjum er ójafnt skipt milli aðila, óháð kyni. Samsköttunin gerir nefnilega ekkert fyrir þau pör þar sem báðir aðilar teljast hafa háar tekjur. Mestu áhrifin af boðaðri skattahækkun verða á þeim heimilum þar sem annar aðilinn er með litlar eða engar tekjur. Ríkið gefur okkur launin Það lýsir líklegast afstöðu ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks best að í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að „eftirgjöf“ ríkissjóðs af samsköttuninni nemi tæpum 3 milljörðum króna á ári. Fjármála- og efnahagsráðherra lítur greinilega svo á að allar tekjur manna sem ríkið tekur ekki af þeim séu í reynd gjöf ríkisins til launafólks. Ríkið er greinilega ekki að taka 31,49% af láglaunamanninum, heldur að gefa honum 78,51% - af einskærri góðmennsku. Hinn raunverulegi eigandi launanna er því ekki sá sem starfið vinnur, heldur hið opinbera. Þessi sýn ríkisstjórnarinnar útskýrir ef til vill hve léttvægt hún lítur á skattahækkanir á fólk og fyrirtæki í landinu. Hvert er planið? Forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa lofað því að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi, hækka fæðingarstyrki foreldra í námi og utan vinnumarkaðar, tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra, óháð fæðingardegi barns, og lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Það skýtur skökku við að einungis eitt frumvarp hefur ratað í þingið frá ríkisstjórninni sem tekur á einhverju þessara mála og þá einungis því síðasta; að lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram frumvörp um hin málin? Loforð ríkisstjórnarflokkanna um að skattleggja hvorki ,,vinnandi” né ,,venjulegt fólk” í landinu eru orðin að engu sem og aðgerðir sem tryggja afkomu barnafjölskyldna landsins á þessu vorþingi. Það er ljóst að það skiptir þessa vinstri stjórn meira máli að leggja fram frumvörp sem hækka skatta á fjölskyldur og atvinnulífið fremur en að auka lífsgæði fólksins í landinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks. Á mannamáli leiðir fyrirhuguð breyting ríkisstjórnarinnar til þess að þeir sem skattahækkunin nær til borga hærri tekjuskatt en þeir gerðu - ergo skattahækkun. Stjórnarliðar hafa gert lítið úr þessari einföldu staðreynd, sagt „aðeins 6% einstaklinga“ eiga möguleika á samsköttun. Þannig reyna þau að mynda þau hugrenningartengsl að - einungis örfáar hræður, og moldríkar í þokkabót, verði fyrir barðinu á skattahækkuninni. Rétt er að benda stjórnarliðum á að hafa það á bak við eyrað að fjöldi skattgreiðanda á Íslandi eru rúmlega 300.000 og lítill hluti þeirra telur alltaf fleiri þúsundir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin reynt að mála upp þá skökku mynd að skattahækkunin hafi einungis áhrif á karlmenn. Gleyma þau því þá, væntanlega viljandi, að samsköttun er ekki sérhannaður afsláttur fyrir tekjuháa einhleypa karlmenn heldur heimili þar sem tekjum er ójafnt skipt milli aðila, óháð kyni. Samsköttunin gerir nefnilega ekkert fyrir þau pör þar sem báðir aðilar teljast hafa háar tekjur. Mestu áhrifin af boðaðri skattahækkun verða á þeim heimilum þar sem annar aðilinn er með litlar eða engar tekjur. Ríkið gefur okkur launin Það lýsir líklegast afstöðu ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks best að í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að „eftirgjöf“ ríkissjóðs af samsköttuninni nemi tæpum 3 milljörðum króna á ári. Fjármála- og efnahagsráðherra lítur greinilega svo á að allar tekjur manna sem ríkið tekur ekki af þeim séu í reynd gjöf ríkisins til launafólks. Ríkið er greinilega ekki að taka 31,49% af láglaunamanninum, heldur að gefa honum 78,51% - af einskærri góðmennsku. Hinn raunverulegi eigandi launanna er því ekki sá sem starfið vinnur, heldur hið opinbera. Þessi sýn ríkisstjórnarinnar útskýrir ef til vill hve léttvægt hún lítur á skattahækkanir á fólk og fyrirtæki í landinu. Hvert er planið? Forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa lofað því að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi, hækka fæðingarstyrki foreldra í námi og utan vinnumarkaðar, tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra, óháð fæðingardegi barns, og lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Það skýtur skökku við að einungis eitt frumvarp hefur ratað í þingið frá ríkisstjórninni sem tekur á einhverju þessara mála og þá einungis því síðasta; að lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram frumvörp um hin málin? Loforð ríkisstjórnarflokkanna um að skattleggja hvorki ,,vinnandi” né ,,venjulegt fólk” í landinu eru orðin að engu sem og aðgerðir sem tryggja afkomu barnafjölskyldna landsins á þessu vorþingi. Það er ljóst að það skiptir þessa vinstri stjórn meira máli að leggja fram frumvörp sem hækka skatta á fjölskyldur og atvinnulífið fremur en að auka lífsgæði fólksins í landinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun