Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar 12. apríl 2025 11:03 Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks. Á mannamáli leiðir fyrirhuguð breyting ríkisstjórnarinnar til þess að þeir sem skattahækkunin nær til borga hærri tekjuskatt en þeir gerðu - ergo skattahækkun. Stjórnarliðar hafa gert lítið úr þessari einföldu staðreynd, sagt „aðeins 6% einstaklinga“ eiga möguleika á samsköttun. Þannig reyna þau að mynda þau hugrenningartengsl að - einungis örfáar hræður, og moldríkar í þokkabót, verði fyrir barðinu á skattahækkuninni. Rétt er að benda stjórnarliðum á að hafa það á bak við eyrað að fjöldi skattgreiðanda á Íslandi eru rúmlega 300.000 og lítill hluti þeirra telur alltaf fleiri þúsundir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin reynt að mála upp þá skökku mynd að skattahækkunin hafi einungis áhrif á karlmenn. Gleyma þau því þá, væntanlega viljandi, að samsköttun er ekki sérhannaður afsláttur fyrir tekjuháa einhleypa karlmenn heldur heimili þar sem tekjum er ójafnt skipt milli aðila, óháð kyni. Samsköttunin gerir nefnilega ekkert fyrir þau pör þar sem báðir aðilar teljast hafa háar tekjur. Mestu áhrifin af boðaðri skattahækkun verða á þeim heimilum þar sem annar aðilinn er með litlar eða engar tekjur. Ríkið gefur okkur launin Það lýsir líklegast afstöðu ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks best að í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að „eftirgjöf“ ríkissjóðs af samsköttuninni nemi tæpum 3 milljörðum króna á ári. Fjármála- og efnahagsráðherra lítur greinilega svo á að allar tekjur manna sem ríkið tekur ekki af þeim séu í reynd gjöf ríkisins til launafólks. Ríkið er greinilega ekki að taka 31,49% af láglaunamanninum, heldur að gefa honum 78,51% - af einskærri góðmennsku. Hinn raunverulegi eigandi launanna er því ekki sá sem starfið vinnur, heldur hið opinbera. Þessi sýn ríkisstjórnarinnar útskýrir ef til vill hve léttvægt hún lítur á skattahækkanir á fólk og fyrirtæki í landinu. Hvert er planið? Forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa lofað því að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi, hækka fæðingarstyrki foreldra í námi og utan vinnumarkaðar, tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra, óháð fæðingardegi barns, og lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Það skýtur skökku við að einungis eitt frumvarp hefur ratað í þingið frá ríkisstjórninni sem tekur á einhverju þessara mála og þá einungis því síðasta; að lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram frumvörp um hin málin? Loforð ríkisstjórnarflokkanna um að skattleggja hvorki ,,vinnandi” né ,,venjulegt fólk” í landinu eru orðin að engu sem og aðgerðir sem tryggja afkomu barnafjölskyldna landsins á þessu vorþingi. Það er ljóst að það skiptir þessa vinstri stjórn meira máli að leggja fram frumvörp sem hækka skatta á fjölskyldur og atvinnulífið fremur en að auka lífsgæði fólksins í landinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir skýr loforð Samfylkingarinnar og Viðreisnar um að flokkarnir hygðust „ekki hækka skatta á vinnandi fólk“ hefur ríkisstjórnin boðað skattahækkun á heimilin í landinu, þ.e. með afnámi samsköttunar hjóna og sambúðarfólks. Á mannamáli leiðir fyrirhuguð breyting ríkisstjórnarinnar til þess að þeir sem skattahækkunin nær til borga hærri tekjuskatt en þeir gerðu - ergo skattahækkun. Stjórnarliðar hafa gert lítið úr þessari einföldu staðreynd, sagt „aðeins 6% einstaklinga“ eiga möguleika á samsköttun. Þannig reyna þau að mynda þau hugrenningartengsl að - einungis örfáar hræður, og moldríkar í þokkabót, verði fyrir barðinu á skattahækkuninni. Rétt er að benda stjórnarliðum á að hafa það á bak við eyrað að fjöldi skattgreiðanda á Íslandi eru rúmlega 300.000 og lítill hluti þeirra telur alltaf fleiri þúsundir. Þar að auki hefur ríkisstjórnin reynt að mála upp þá skökku mynd að skattahækkunin hafi einungis áhrif á karlmenn. Gleyma þau því þá, væntanlega viljandi, að samsköttun er ekki sérhannaður afsláttur fyrir tekjuháa einhleypa karlmenn heldur heimili þar sem tekjum er ójafnt skipt milli aðila, óháð kyni. Samsköttunin gerir nefnilega ekkert fyrir þau pör þar sem báðir aðilar teljast hafa háar tekjur. Mestu áhrifin af boðaðri skattahækkun verða á þeim heimilum þar sem annar aðilinn er með litlar eða engar tekjur. Ríkið gefur okkur launin Það lýsir líklegast afstöðu ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks best að í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að „eftirgjöf“ ríkissjóðs af samsköttuninni nemi tæpum 3 milljörðum króna á ári. Fjármála- og efnahagsráðherra lítur greinilega svo á að allar tekjur manna sem ríkið tekur ekki af þeim séu í reynd gjöf ríkisins til launafólks. Ríkið er greinilega ekki að taka 31,49% af láglaunamanninum, heldur að gefa honum 78,51% - af einskærri góðmennsku. Hinn raunverulegi eigandi launanna er því ekki sá sem starfið vinnur, heldur hið opinbera. Þessi sýn ríkisstjórnarinnar útskýrir ef til vill hve léttvægt hún lítur á skattahækkanir á fólk og fyrirtæki í landinu. Hvert er planið? Forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa lofað því að hækka lágmarksgreiðslur foreldra í fæðingarorlofi, hækka fæðingarstyrki foreldra í námi og utan vinnumarkaðar, tryggja að hækkanir í fæðingarorlofskerfinu gangi til allra foreldra, óháð fæðingardegi barns, og lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Það skýtur skökku við að einungis eitt frumvarp hefur ratað í þingið frá ríkisstjórninni sem tekur á einhverju þessara mála og þá einungis því síðasta; að lengja fæðingarorlof fjölburaforeldra og foreldra sem veikjast á meðgöngu. Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki lagt fram frumvörp um hin málin? Loforð ríkisstjórnarflokkanna um að skattleggja hvorki ,,vinnandi” né ,,venjulegt fólk” í landinu eru orðin að engu sem og aðgerðir sem tryggja afkomu barnafjölskyldna landsins á þessu vorþingi. Það er ljóst að það skiptir þessa vinstri stjórn meira máli að leggja fram frumvörp sem hækka skatta á fjölskyldur og atvinnulífið fremur en að auka lífsgæði fólksins í landinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar