Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar 8. apríl 2025 11:31 Það er skrýtið að vera uppi á þessum tímum. Tuttugustu og fyrstu öldinni – sem virðist á margan hátt vera óöld. Nei, ég bý ekki á Gasa, í Úkraínu né Suður-Súdan. Ég bý bara á „friðsama Íslandi“ sem lítur helst ekki í áttina að hörmungum heimsins – varla einu sinni í eigin barm þar sem fólk er þó að tærast upp úr innri vanlíðan. Til hvers ættum við svo sem að horfa út í heim? Það er hvort eð er ekkert sem við getum gert, nema kannski að leggja meira fé í vopnaskak hugsanlega vinveittra þjóða sem kannski vilja verja okkur ef allt fer uppíloft hér í Norður-Atlantshafi. Erum við ekki upplýstasta kynslóð allra tíma? Hvernig væri þá að nýta það sem við vitum? Við vitum að regluverk er nauðsynlegt til að halda utan um flesta þætti mannlegra samskipta. Með lögum skal land byggja – þið vitið. Svo vitum við líka að í viðbót við sjálf lögin þarf að vera hægt að skera úr um hvort lög séu brotin eða réttur brotinn á einhverjum. En það er heldur ekki nóg, við þurfum nefnilega að geta fylgt þessu eftir. Þessar þrjár stoðir samfélagsgerðarinnar; lög, dómskerfi og framkvæmdavald, hafa reynst ómissandi til að samfélag gangi vel fyrir sig og borgararnir búi við öryggi. Í ár verða 80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt urðu til í því augnamiði að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða“, svo gripið sé niður í upphafsorð Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ Sé horft á Sameinuðu þjóðirnar í dag, þá innibera þær 193 aðildarríki, þ.e. öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu. Þær ættu því að hafa nægan þunga til að gera það sem þeim var ætlað að gera. En hvað vantar? Auðvitað blasir við að mikið vantar upp á viljann en við verðum líka að horfast í augu við að bygging þessa friðarskjóls var aldrei full kláruð. Þarna höfum við ýmis ágæt lög, og dómstóla að einhverju marki en framkvæmdavaldið vantar að mestu. Fyrir vikið erum við að þessu leytinu á Sturlungaöld, grúppum okkur saman í lið og vígbúumst. Það eru sannarlega fornaldarvinnubrögð. Ég legg til að mannkynið gefi Sameinuðu þjóðunum þá gjöf á áttræðisafmælinu að halda loks áfram með bygginguna og koma henni í einhvers konar fokhelt stand. Íslendingar mega nú draga úr slíðrinu hið margrómaða sverð orðsins og berjast fyrir friði með raunhæfa sýn á hvernig stillt er til friðar og hvernig friði skuli viðhaldið. Hitt er svo satt og rétt, að ekkert kerfi getur endanlega tryggt okkur farsæld. Farsældin er lífræn og sprottin úr jarðvegi mannsandans. Þess háttar ræktunarstarf væri efni í aðrar hugleiðingar en svo mikið er víst að við þurfum heimsfrið sem skjólgarð fyrir velsæld mannkyns. Höfundur er friðarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Það er skrýtið að vera uppi á þessum tímum. Tuttugustu og fyrstu öldinni – sem virðist á margan hátt vera óöld. Nei, ég bý ekki á Gasa, í Úkraínu né Suður-Súdan. Ég bý bara á „friðsama Íslandi“ sem lítur helst ekki í áttina að hörmungum heimsins – varla einu sinni í eigin barm þar sem fólk er þó að tærast upp úr innri vanlíðan. Til hvers ættum við svo sem að horfa út í heim? Það er hvort eð er ekkert sem við getum gert, nema kannski að leggja meira fé í vopnaskak hugsanlega vinveittra þjóða sem kannski vilja verja okkur ef allt fer uppíloft hér í Norður-Atlantshafi. Erum við ekki upplýstasta kynslóð allra tíma? Hvernig væri þá að nýta það sem við vitum? Við vitum að regluverk er nauðsynlegt til að halda utan um flesta þætti mannlegra samskipta. Með lögum skal land byggja – þið vitið. Svo vitum við líka að í viðbót við sjálf lögin þarf að vera hægt að skera úr um hvort lög séu brotin eða réttur brotinn á einhverjum. En það er heldur ekki nóg, við þurfum nefnilega að geta fylgt þessu eftir. Þessar þrjár stoðir samfélagsgerðarinnar; lög, dómskerfi og framkvæmdavald, hafa reynst ómissandi til að samfélag gangi vel fyrir sig og borgararnir búi við öryggi. Í ár verða 80 ár frá stofnun Sameinuðu þjóðanna, sem einmitt urðu til í því augnamiði að „bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar, að staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða“, svo gripið sé niður í upphafsorð Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/althjodamal/um-althjodastofnanir/sattmali-sth/ Sé horft á Sameinuðu þjóðirnar í dag, þá innibera þær 193 aðildarríki, þ.e. öll almennt viðurkennd sjálfstæð ríki í heiminum, að Vatíkaninu undanskildu. Þær ættu því að hafa nægan þunga til að gera það sem þeim var ætlað að gera. En hvað vantar? Auðvitað blasir við að mikið vantar upp á viljann en við verðum líka að horfast í augu við að bygging þessa friðarskjóls var aldrei full kláruð. Þarna höfum við ýmis ágæt lög, og dómstóla að einhverju marki en framkvæmdavaldið vantar að mestu. Fyrir vikið erum við að þessu leytinu á Sturlungaöld, grúppum okkur saman í lið og vígbúumst. Það eru sannarlega fornaldarvinnubrögð. Ég legg til að mannkynið gefi Sameinuðu þjóðunum þá gjöf á áttræðisafmælinu að halda loks áfram með bygginguna og koma henni í einhvers konar fokhelt stand. Íslendingar mega nú draga úr slíðrinu hið margrómaða sverð orðsins og berjast fyrir friði með raunhæfa sýn á hvernig stillt er til friðar og hvernig friði skuli viðhaldið. Hitt er svo satt og rétt, að ekkert kerfi getur endanlega tryggt okkur farsæld. Farsældin er lífræn og sprottin úr jarðvegi mannsandans. Þess háttar ræktunarstarf væri efni í aðrar hugleiðingar en svo mikið er víst að við þurfum heimsfrið sem skjólgarð fyrir velsæld mannkyns. Höfundur er friðarsinni.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun