Körfubolti

Hamar/Þór og KR í kjör­stöðu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anna Soffía var frábær í kvöld.
Anna Soffía var frábær í kvöld. Vísir/Anton Brink

Hamar/Þór og KR eru í kjörstöðu til að mætast í úrslitum umspils 1. deildar kvenna í körfubolta um sæti í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð. Bæði lið unnu leiki sína í kvöld gríðarlega sannfærandi og þurfa nú aðeins einn sigur til að tryggja að þau mætist í úrslitum.

Hamar/Þór vann nágranna sína frá Selfossi þægilega í fyrsta leik liðanna og það sama var upp á teningnum í kvöld. Lokatölur í Vallaskóla á Selfossi 42-111. Það verður því seint sagt að leikurinn hafi verið spennandi.

Anna Soffía Lárusdóttir var stigahæst hjá Hamar/Þór með 20 stig. Þar á eftir kom Bergdís Anna Magnúsdóttir með 17 stig. Donasja Terre Scott var stigahæst hjá Selfossi með 12 stig ásamt því að taka 9 fráköst.

Í Grafarvogi var KR í heimsókn og unnu gestirnir gríðarlega öruggan sigur, lokatölur 66-107. Cheah Emountainspring Rael Whitsitt var stigahæst hjá KR með 36 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Brazil Harvey-Carr var stigahæst hjá Fjölni með 23 stig og 10 fráköst.

Bæði Hamar/Þór og KR hafa nú unnið fyrstu tvo leikina í einvígum sínum en vinna þarf þrjá til að tryggja sér sæti í úrslitarimmunni þar sem leikið verður um sæti í Bónus-deild kvenna á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×