Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. apríl 2025 19:37 Alma Möller heilbrigðisráðherra boðar skjót viðbrögð við tíðindum síðustu viku. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið efndi til skyndifundar í dag með fulltrúum Lyfjastofnunar, Landspítala, embætti landlæknis, tollayfirvalda, lögreglunnar, Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði, Afstöðu og Matthildi skaðaminnkun, um leiðir til að bregðast við innflutningi ólöglegra og lífshættulegra ópíóíða. Tilefnið var haldlagning Tollsins á miklu magni af fölsuðum töflum sem litu út eins og oxycontin en innihéldu nitazene, að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sætu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhaldið rann út í dag. „Vegna mikils styrks efnisins, er veruleg hætta á öndunarstoppi hjá þeim sem neyta þess sem leitt getur til dauða og eru þess mörg dæmi víða um Evrópu þar sem efnið hefur komist í umferð á ólöglegum fíkniefnamarkaði,“ segir í fréttatilkynningu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir lífsspursmál að gera allt sem hægt er til að fyrirbyggja að efnið komist inn á fíkniefnamarkaðinn og jafnframt að vera viðbúin ef það gerist til að sporna við alvarlegum afleiðingum. „Reglubundin vöktun innlendra aðila og samstarf við erlendar eftirlitsstofnanir eru forsenda skjótra viðbragða ef ný hættuleg efni komast í umferð, hérlendis eða erlendis. Slíkum viðbragðshópi þarf að koma á fót án tafar, ásamt fleiri aðgerðum til fyrirbyggja eða lágmarka skaða,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu. Þá segir að á fundinum hafi verið ræddar tillögur að tafarlausum aðgerðum, meðal annars með hliðsjón af minnisblaði frá Matthildi skaðaminnkun og Afstöðu til ráðuneytisins. Stofnun vöktunarhóps, aukið aðgengi að hraðprófum sem mæla Nitazene, aðgengi skaðaminnkandi þjónustuveitenda til að mæla efni í umferð sem talin eru hættuleg og fræðsla um skaðsemi Nitazene var meðal annars rætt á fundinum. Í erindi Lyfjastofnunar til heilbrigðisráðuneytisins síðastliðinn föstudag kom fram að umrætt afbrigði af nitazene væri ekki meðal þeirra ólöglegu efna sem tilgreind eru í fylgiskjali með reglugerð nr. 333/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Í tilkynningunni segir að samdægurs hafi ráðuneytið sett reglugerð með uppfærslu á fylgiskjalinu sem öðlaðist þegar gildi. Heilbrigðismál Fíkn Fíkniefnabrot Lögreglumál Lyf Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Embætti landlæknis Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Tilefnið var haldlagning Tollsins á miklu magni af fölsuðum töflum sem litu út eins og oxycontin en innihéldu nitazene, að því er kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Greint var frá því í síðustu viku að fjórtán væru í haldi lögreglu eftir að tollverðir lögðu hald á tuttugu þúsund töflur af nitazene, stórhættulegu efni sem er um þúsund sinnum sterkara en morfín. Þá var greint frá því í gær að tvær unglingsstúlkur, fæddar 2006 og 2007, sætu í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhaldið rann út í dag. „Vegna mikils styrks efnisins, er veruleg hætta á öndunarstoppi hjá þeim sem neyta þess sem leitt getur til dauða og eru þess mörg dæmi víða um Evrópu þar sem efnið hefur komist í umferð á ólöglegum fíkniefnamarkaði,“ segir í fréttatilkynningu. Alma D. Möller heilbrigðisráðherra segir lífsspursmál að gera allt sem hægt er til að fyrirbyggja að efnið komist inn á fíkniefnamarkaðinn og jafnframt að vera viðbúin ef það gerist til að sporna við alvarlegum afleiðingum. „Reglubundin vöktun innlendra aðila og samstarf við erlendar eftirlitsstofnanir eru forsenda skjótra viðbragða ef ný hættuleg efni komast í umferð, hérlendis eða erlendis. Slíkum viðbragðshópi þarf að koma á fót án tafar, ásamt fleiri aðgerðum til fyrirbyggja eða lágmarka skaða,“ er haft eftir henni í fréttatilkynningu. Þá segir að á fundinum hafi verið ræddar tillögur að tafarlausum aðgerðum, meðal annars með hliðsjón af minnisblaði frá Matthildi skaðaminnkun og Afstöðu til ráðuneytisins. Stofnun vöktunarhóps, aukið aðgengi að hraðprófum sem mæla Nitazene, aðgengi skaðaminnkandi þjónustuveitenda til að mæla efni í umferð sem talin eru hættuleg og fræðsla um skaðsemi Nitazene var meðal annars rætt á fundinum. Í erindi Lyfjastofnunar til heilbrigðisráðuneytisins síðastliðinn föstudag kom fram að umrætt afbrigði af nitazene væri ekki meðal þeirra ólöglegu efna sem tilgreind eru í fylgiskjali með reglugerð nr. 333/2001 um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni. Í tilkynningunni segir að samdægurs hafi ráðuneytið sett reglugerð með uppfærslu á fylgiskjalinu sem öðlaðist þegar gildi.
Heilbrigðismál Fíkn Fíkniefnabrot Lögreglumál Lyf Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Embætti landlæknis Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira