Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Árni Sæberg skrifar 20. nóvember 2025 13:34 Dómsmálaráðherra boðaði til blaðamannafundar til þess að kynna skýrslu starfshópsins. Vísir/Stefán Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti í dag. Skýrsluna, sem telur fimmtíu blaðsíður, má lesa í heild sinni hér. Þar segir jafnframt að vísbendingar séu um að þriðju ríkis borgarar séu í efnahagslega viðkvæmri stöðu og brýn þörf sé á aukinni aðlögun og inngildingu. Í skýrslunni sé fjallað um 25 atriði sem telja megi sem misræmi í löggjöf og framkvæmd tengt dvalarleyfaveitingum á Íslandi samanborið við önnur Norðurlönd. Slíkt misræmi geti gert viðkvæma hópa útsetta fyrir hagnýtingu og leitt til hlutfallslega meira innflæðis þriðju ríkis borgara til Íslands en annarra Norðurlanda. Ætlað að veita betri yfirsýn Í apríl 2025 skipaði dómsmálaráðherra starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hópinn skipuðu Edda Bergsveinsdóttir, fulltrúi frá dómsmálaráðuneytinu og formaður, Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur, og Þórhildur Ósk Hagalín, fulltrúi frá Útlendingastofnun. Arnar Sigurður Hauksson frá dómsmálaráðuneytinu og Anna Lísa Ingólfsdóttir frá Útlendingastofnun voru varamenn í hópnum. Auk þeirra tók Alda Karen Svavarsdóttir, sviðsstjóri leyfasviðs hjá Útlendingastofnun, þátt í störfum hópsins. Markmið vinnunnar var að taka saman upplýsingar og veita betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um og eftir atvikum fær útgefið dvalarleyfi hér á landi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Jafnframt skyldi starfshópurinn taka saman helstu áskoranir í málaflokknum, með hliðsjón af viðkvæmum hópum og þeim dvalarleyfum sem telja má að fylgi mest hætta á misnotkun og hagnýtingu einstaklinga. Að lokum var starfshópurinn beðinn um að draga saman tillögur að úrbótum í málaflokknum. 57 þúsund á níu árum Í skýrslunni segir að á árunum 2017 til 2025 hafi íbúum Íslands fjölgað um 57 þúsund, sem samsvarar 17 prósenta aukningu. Fólksfjölgunin á Íslandi á tímabilinu hafi verið rúmlega þrettán sinnum meiri en í Evrópu að meðaltali og nær fjórum sinnum meiri en á öðrum Norðurlöndum. Fjölgun erlendra ríkisborgara skýri 69 prósent af fólksfjölgun tímabilsins. Fjöldi dvalarleyfishafa frá löndum utan EES hafi nær fimmfaldast á tímabilinu 2017 til 2025, frá rúmlega 4.000 manns í tæplega 20.000. Fjöldi þriðju ríkis borgara sem dvelur á Íslandi á grundvelli alþjóðlegrar eða tímabundinnar verndar hafi 22-faldast á tímabilinu en aukningin hafi verið á bilinu tvö- til fjórföld í öðrum flokkum dvalarleyfa. Veiting dvalarleyfa til þriðju ríkis borgara hafi verið stærsti áhrifaþáttur fólksfjölgunar á Íslandi frá árinu 2023. Skýra megi um 76 prósent af fjölgun þriðju ríkis borgara á árunum 2017 til 2025 með tíu ríkisföngum af 128 ríkisföngum þriðju ríkis borgara sem nú búa á Íslandi. Þar af skýrist um helmingur aukningarinnar af ríkisborgurum þriggja ríkja, það er Úkraínu, Venesúela og Bretlandi. 23 ný ríkisföng hafi þá bæst við flóru þriðju ríkis borgara á tímabilinu, meðal annars Tjad, Djíbúti, Kirgistan, Vestur-Sahara, Burkína Fasó og Vanúatú. Vernd og fjölskyldusameiningar vega þyngst Fjörutíu prósent af fjölgun í hópi ríkisborgara utan EES á tímabilinu skýrist af veittum dvalarleyfum á grunni alþjóðlegrar eða tímabundinnar verndar, á meðan tuttugu prósent megi skýra með fjölskyldusameiningu. Rúmur meirihluti fjölskyldusameininga tengist Íslendingum eða EES-borgurum innanlands. Veiting nýrra dvalarleyfa á grundvelli verndar sé á niðurleið en veitt verndarleyfi á árinu 2024 hafi verið helmingi færri en árið 2022. Umsóknum um vernd fari fækkandi en námsleyfi og fjölskyldusameiningar séu nú í vexti. Ísland hafi tekið verulega fram úr öðrum Norðurlöndum eftir 2019 þegar kemur að veitingu nýrra dvalarleyfa. Á árunum 2020 til 2024 hafi Ísland veitt allt að 37 prósent fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en önnur Norðurlönd að meðaltali en mismunandi eftir árum, þar af allt að 78 prósent fleiri ný dvalarleyfi en Norðmenn, allt að 58 prósent fleiri en Danir og allt að 64 prósent fleiri en Svíar. Fimmfalt fleiri námsleyfi til fólks frá Afríku Munur í fjölda veittra nýrra dvalarleyfa samanborið við önnur Norðurlönd hafi verið mismunandi eftir undirflokki dvalarleyfa síðustu ár en Ísland skeri sig sérstaklega úr þegar kemur að veitingu nýrra verndarleyfa og námsleyfa. Veitt hafi verið allt að 254 prósent fleiri verndarleyfi á Íslandi en öðrum Norðurlöndum að meðaltali eftir 2020 og allt að 56 prósent fleiri námsleyfi. Verulegur munur hafi verið á námsleyfaveitingum Íslands og annarra Norðurlanda síðustu ár. Á árinu 2024 hafi Íslendingar til að mynda veitt þrisvar sinnum fleiri námsleyfi á hvern íbúa en Norðmenn og 54 prósent fleiri námsleyfi en Svíar. „Samsetning námsleyfaveitinga á Íslandi er allt önnur en á öðrum Norðurlöndum. Á árinu 2024 veittu Íslendingar til að mynda nær fimmfalt fleiri námsleyfi til Afríkuþjóða á hvern íbúa en önnur Norðurlönd.“ Höfum náð hinum Norðurlöndunum Loks segir um tölfræði um fólksfjölgun að hlutdeild þriðju ríkis borgara af íbúafjölda á Íslandi sé nú orðin um það bil sú sama og á öðrum Norðurlöndum að meðaltali og hærri en í Svíþjóð og Noregi. Samsetning hópsins sé þó önnur en á öðrum Norðurlöndum þegar horft er til uppruna og tegundar dvalarleyfis. Hlutdeild Suður-Ameríkubúa sé til að mynda hlutfallslega fjórum sinnum hærri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum og námsmenn frá löndum Afríku hlutfallslega nær þrefalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Tuttugu þúsund frá 128 löndum Í skýrslunni segir að dvalarleyfishafar á Íslandi í dag séu fjölbreyttur hópur og komi frá 128 ríkjum. Um 6.400 manns frá 49 ríkjum njóti alþjóðlegrar eða tímabundinnar verndar á Íslandi, um 4.400 manns frá 112 ríkjum dvelji á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, um 1.500 manns frá 73 ríkjum falli í flokk dvalarleyfa á grundvelli atvinnuþátttöku og um 1.100 manns frá 70 ríkjum falli í flokk námsleyfa. Aðrir, um 6.200 manns frá 102 ríkjum, falli í aðra leyfaflokka, meðal annars ótímabundin dvalarleyfi. 31 prósent kvenna frá Vestur-Asíu starfandi Efnahagsleg staða þriðju ríkis borgara á vinnualdri, 25 til 54 ára, sé marktækt verri en Íslendinga þegar kemur að tekjuöflun og atvinnuþátttöku og margt bendir til að veruleg þörf sé fyrir aukna aðlögun og inngildingu. Á árinu 2024 hafi meðaltal staðgreiðsluskyldra heildartekna hjá þriðju ríkis borgurum á aldrinum 25 til 54 ára verið um 22 prósent lægra en meðaltal heildartekna meðal Íslendinga á sama aldri, þar af 31 prósent lægra hjá íbúum frá löndum Afríku og 18 prósent lægra hjá íbúum frá löndum Asíu en hjá Íslendingum. Verst hafi staðan verið hjá íbúum frá ríkjum Vestur-Asíu á aldrinum 25-54 ára en meðaltal staðgreiðsluskyldra heildartekna hjá þeim hópi hafi verið 42 prósent lægra en hjá Íslendingum á sama aldri á árinu 2024. Þriðju ríkis borgarar á aldrinum 25 til 54 ára séu nokkuð líklegri til að þurfa fjárhagslega aðstoð en Íslendingar. Hlutfall tekjustuðnings (samtala atvinnuleysisbóta, bóta frá TR og Sjúkratryggingum og fjárhagsaðstoðar Ísland í örum vexti 8 Nóvember 2025 frá sveitarfélögum) af heildartekjum fólks á aldrinum 25 til 54 ára hafi til að mynda verið tvisvar sinnum hærra hjá íbúum frá ríkjum Afríku að meðaltali en hjá Íslendingum á árinu 2024. Hlutfall tekjustuðnings á aldrinum 25 til 54 ára sé hæst hjá íbúum frá ríkjum Vestur-Asíu eða 28 prósent. Bág fjárhagsleg staða þriðju ríkis borgara endurspeglist í minni atvinnuþátttöku en meðal Íslendinga og meiri kynbundnum mun. Hlutfall starfandi á árinu 2024 á aldrinum 25 til 54 ára hafi verið lægst hjá konum á Íslandi frá Vestur-Asíu, 31 prósent, og Norður-Afríku, 48 prósent. Brýn þörf á úrbótum Í skýrslunni segir að með tilsjón af tölfræðinni, sem reifuð er hér að fram, og rýni á regluverki og framkvæmd annars staðar á Norðurlöndum telji starfshópurinn að brýn þörf sé á úrbótum í málaflokki dvalarleyfa. Í málaflokknum sé að finna víðtæk frávik og misræmi miðað við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, sem geti gert viðkvæma hópa útsetta fyrir hagnýtingu og leitt til meira innflæðis þriðju ríkis borgara til Íslands en annarra Norðurlanda. Stjórnvöld hafi ýmis úrræði til að bregðast við þessum áskorunum. Þá telur starfshópurinn upp 25 atriði sem telja megi sem misræmi í löggjöf og framkvæmd á Íslandi samanborið við önnur Norðurlönd. Tillögurnar fela meðal annars í sér að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa verði sameinuð hjá Útlendingastofnun, stofnun skilríkjamiðstöðvar, samræming ávinnslutíma að ótímabundnu dvalarleyfi á við önnur Norðurlönd, samræming aðgengis að félagslegum réttindum, auknar kröfur til framfærslu og takmörkun á fjölskyldusameiningu, auknar kröfur um námsárangur og framvindu, bætt eftirlit með bakdyraleiðum inn á vinnumarkað og styrking úrræða til að taka á hugsanlegri misnotkun dvalarleyfa maka. Þá segir að umfjöllun um misræmi í flokki dvalarleyfa á grundvelli alþjóðlegrar verndar, viðbótarverndar, fjöldaflótta og mannúðarsjónarmiða falli utan starfssviðs hópsins. Þó sé mikilvægt að halda því til haga að dvalarleyfi á þessum grunni séu hluti af heildarmengi dvalarleyfa og margar umbætur sem lagðar eru til myndu hafa áhrif á flokk verndarleyfa. Stjórnvöld hafi þegar boðað breytingar í málaflokki verndar og á þingmálaskrá yfirstandandi þings eru þrjú frumvörp sem tengjast alþjóðlegri vernd: i) afturköllun verndar vegna alvarlegra brota, ii) uppbygging brottfararstöðvar og iii) breytingar vegna innleiðingar á Schengen-skuldbindingum Íslands í tengslum við svokallað verndarsamkomulag ESB. Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Þetta segir í skýrslu starfshóps sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra kynnti í dag. Skýrsluna, sem telur fimmtíu blaðsíður, má lesa í heild sinni hér. Þar segir jafnframt að vísbendingar séu um að þriðju ríkis borgarar séu í efnahagslega viðkvæmri stöðu og brýn þörf sé á aukinni aðlögun og inngildingu. Í skýrslunni sé fjallað um 25 atriði sem telja megi sem misræmi í löggjöf og framkvæmd tengt dvalarleyfaveitingum á Íslandi samanborið við önnur Norðurlönd. Slíkt misræmi geti gert viðkvæma hópa útsetta fyrir hagnýtingu og leitt til hlutfallslega meira innflæðis þriðju ríkis borgara til Íslands en annarra Norðurlanda. Ætlað að veita betri yfirsýn Í apríl 2025 skipaði dómsmálaráðherra starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Hópinn skipuðu Edda Bergsveinsdóttir, fulltrúi frá dómsmálaráðuneytinu og formaður, Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur, og Þórhildur Ósk Hagalín, fulltrúi frá Útlendingastofnun. Arnar Sigurður Hauksson frá dómsmálaráðuneytinu og Anna Lísa Ingólfsdóttir frá Útlendingastofnun voru varamenn í hópnum. Auk þeirra tók Alda Karen Svavarsdóttir, sviðsstjóri leyfasviðs hjá Útlendingastofnun, þátt í störfum hópsins. Markmið vinnunnar var að taka saman upplýsingar og veita betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um og eftir atvikum fær útgefið dvalarleyfi hér á landi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Jafnframt skyldi starfshópurinn taka saman helstu áskoranir í málaflokknum, með hliðsjón af viðkvæmum hópum og þeim dvalarleyfum sem telja má að fylgi mest hætta á misnotkun og hagnýtingu einstaklinga. Að lokum var starfshópurinn beðinn um að draga saman tillögur að úrbótum í málaflokknum. 57 þúsund á níu árum Í skýrslunni segir að á árunum 2017 til 2025 hafi íbúum Íslands fjölgað um 57 þúsund, sem samsvarar 17 prósenta aukningu. Fólksfjölgunin á Íslandi á tímabilinu hafi verið rúmlega þrettán sinnum meiri en í Evrópu að meðaltali og nær fjórum sinnum meiri en á öðrum Norðurlöndum. Fjölgun erlendra ríkisborgara skýri 69 prósent af fólksfjölgun tímabilsins. Fjöldi dvalarleyfishafa frá löndum utan EES hafi nær fimmfaldast á tímabilinu 2017 til 2025, frá rúmlega 4.000 manns í tæplega 20.000. Fjöldi þriðju ríkis borgara sem dvelur á Íslandi á grundvelli alþjóðlegrar eða tímabundinnar verndar hafi 22-faldast á tímabilinu en aukningin hafi verið á bilinu tvö- til fjórföld í öðrum flokkum dvalarleyfa. Veiting dvalarleyfa til þriðju ríkis borgara hafi verið stærsti áhrifaþáttur fólksfjölgunar á Íslandi frá árinu 2023. Skýra megi um 76 prósent af fjölgun þriðju ríkis borgara á árunum 2017 til 2025 með tíu ríkisföngum af 128 ríkisföngum þriðju ríkis borgara sem nú búa á Íslandi. Þar af skýrist um helmingur aukningarinnar af ríkisborgurum þriggja ríkja, það er Úkraínu, Venesúela og Bretlandi. 23 ný ríkisföng hafi þá bæst við flóru þriðju ríkis borgara á tímabilinu, meðal annars Tjad, Djíbúti, Kirgistan, Vestur-Sahara, Burkína Fasó og Vanúatú. Vernd og fjölskyldusameiningar vega þyngst Fjörutíu prósent af fjölgun í hópi ríkisborgara utan EES á tímabilinu skýrist af veittum dvalarleyfum á grunni alþjóðlegrar eða tímabundinnar verndar, á meðan tuttugu prósent megi skýra með fjölskyldusameiningu. Rúmur meirihluti fjölskyldusameininga tengist Íslendingum eða EES-borgurum innanlands. Veiting nýrra dvalarleyfa á grundvelli verndar sé á niðurleið en veitt verndarleyfi á árinu 2024 hafi verið helmingi færri en árið 2022. Umsóknum um vernd fari fækkandi en námsleyfi og fjölskyldusameiningar séu nú í vexti. Ísland hafi tekið verulega fram úr öðrum Norðurlöndum eftir 2019 þegar kemur að veitingu nýrra dvalarleyfa. Á árunum 2020 til 2024 hafi Ísland veitt allt að 37 prósent fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en önnur Norðurlönd að meðaltali en mismunandi eftir árum, þar af allt að 78 prósent fleiri ný dvalarleyfi en Norðmenn, allt að 58 prósent fleiri en Danir og allt að 64 prósent fleiri en Svíar. Fimmfalt fleiri námsleyfi til fólks frá Afríku Munur í fjölda veittra nýrra dvalarleyfa samanborið við önnur Norðurlönd hafi verið mismunandi eftir undirflokki dvalarleyfa síðustu ár en Ísland skeri sig sérstaklega úr þegar kemur að veitingu nýrra verndarleyfa og námsleyfa. Veitt hafi verið allt að 254 prósent fleiri verndarleyfi á Íslandi en öðrum Norðurlöndum að meðaltali eftir 2020 og allt að 56 prósent fleiri námsleyfi. Verulegur munur hafi verið á námsleyfaveitingum Íslands og annarra Norðurlanda síðustu ár. Á árinu 2024 hafi Íslendingar til að mynda veitt þrisvar sinnum fleiri námsleyfi á hvern íbúa en Norðmenn og 54 prósent fleiri námsleyfi en Svíar. „Samsetning námsleyfaveitinga á Íslandi er allt önnur en á öðrum Norðurlöndum. Á árinu 2024 veittu Íslendingar til að mynda nær fimmfalt fleiri námsleyfi til Afríkuþjóða á hvern íbúa en önnur Norðurlönd.“ Höfum náð hinum Norðurlöndunum Loks segir um tölfræði um fólksfjölgun að hlutdeild þriðju ríkis borgara af íbúafjölda á Íslandi sé nú orðin um það bil sú sama og á öðrum Norðurlöndum að meðaltali og hærri en í Svíþjóð og Noregi. Samsetning hópsins sé þó önnur en á öðrum Norðurlöndum þegar horft er til uppruna og tegundar dvalarleyfis. Hlutdeild Suður-Ameríkubúa sé til að mynda hlutfallslega fjórum sinnum hærri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum og námsmenn frá löndum Afríku hlutfallslega nær þrefalt fleiri en annars staðar á Norðurlöndum. Tuttugu þúsund frá 128 löndum Í skýrslunni segir að dvalarleyfishafar á Íslandi í dag séu fjölbreyttur hópur og komi frá 128 ríkjum. Um 6.400 manns frá 49 ríkjum njóti alþjóðlegrar eða tímabundinnar verndar á Íslandi, um 4.400 manns frá 112 ríkjum dvelji á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, um 1.500 manns frá 73 ríkjum falli í flokk dvalarleyfa á grundvelli atvinnuþátttöku og um 1.100 manns frá 70 ríkjum falli í flokk námsleyfa. Aðrir, um 6.200 manns frá 102 ríkjum, falli í aðra leyfaflokka, meðal annars ótímabundin dvalarleyfi. 31 prósent kvenna frá Vestur-Asíu starfandi Efnahagsleg staða þriðju ríkis borgara á vinnualdri, 25 til 54 ára, sé marktækt verri en Íslendinga þegar kemur að tekjuöflun og atvinnuþátttöku og margt bendir til að veruleg þörf sé fyrir aukna aðlögun og inngildingu. Á árinu 2024 hafi meðaltal staðgreiðsluskyldra heildartekna hjá þriðju ríkis borgurum á aldrinum 25 til 54 ára verið um 22 prósent lægra en meðaltal heildartekna meðal Íslendinga á sama aldri, þar af 31 prósent lægra hjá íbúum frá löndum Afríku og 18 prósent lægra hjá íbúum frá löndum Asíu en hjá Íslendingum. Verst hafi staðan verið hjá íbúum frá ríkjum Vestur-Asíu á aldrinum 25-54 ára en meðaltal staðgreiðsluskyldra heildartekna hjá þeim hópi hafi verið 42 prósent lægra en hjá Íslendingum á sama aldri á árinu 2024. Þriðju ríkis borgarar á aldrinum 25 til 54 ára séu nokkuð líklegri til að þurfa fjárhagslega aðstoð en Íslendingar. Hlutfall tekjustuðnings (samtala atvinnuleysisbóta, bóta frá TR og Sjúkratryggingum og fjárhagsaðstoðar Ísland í örum vexti 8 Nóvember 2025 frá sveitarfélögum) af heildartekjum fólks á aldrinum 25 til 54 ára hafi til að mynda verið tvisvar sinnum hærra hjá íbúum frá ríkjum Afríku að meðaltali en hjá Íslendingum á árinu 2024. Hlutfall tekjustuðnings á aldrinum 25 til 54 ára sé hæst hjá íbúum frá ríkjum Vestur-Asíu eða 28 prósent. Bág fjárhagsleg staða þriðju ríkis borgara endurspeglist í minni atvinnuþátttöku en meðal Íslendinga og meiri kynbundnum mun. Hlutfall starfandi á árinu 2024 á aldrinum 25 til 54 ára hafi verið lægst hjá konum á Íslandi frá Vestur-Asíu, 31 prósent, og Norður-Afríku, 48 prósent. Brýn þörf á úrbótum Í skýrslunni segir að með tilsjón af tölfræðinni, sem reifuð er hér að fram, og rýni á regluverki og framkvæmd annars staðar á Norðurlöndum telji starfshópurinn að brýn þörf sé á úrbótum í málaflokki dvalarleyfa. Í málaflokknum sé að finna víðtæk frávik og misræmi miðað við það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, sem geti gert viðkvæma hópa útsetta fyrir hagnýtingu og leitt til meira innflæðis þriðju ríkis borgara til Íslands en annarra Norðurlanda. Stjórnvöld hafi ýmis úrræði til að bregðast við þessum áskorunum. Þá telur starfshópurinn upp 25 atriði sem telja megi sem misræmi í löggjöf og framkvæmd á Íslandi samanborið við önnur Norðurlönd. Tillögurnar fela meðal annars í sér að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa verði sameinuð hjá Útlendingastofnun, stofnun skilríkjamiðstöðvar, samræming ávinnslutíma að ótímabundnu dvalarleyfi á við önnur Norðurlönd, samræming aðgengis að félagslegum réttindum, auknar kröfur til framfærslu og takmörkun á fjölskyldusameiningu, auknar kröfur um námsárangur og framvindu, bætt eftirlit með bakdyraleiðum inn á vinnumarkað og styrking úrræða til að taka á hugsanlegri misnotkun dvalarleyfa maka. Þá segir að umfjöllun um misræmi í flokki dvalarleyfa á grundvelli alþjóðlegrar verndar, viðbótarverndar, fjöldaflótta og mannúðarsjónarmiða falli utan starfssviðs hópsins. Þó sé mikilvægt að halda því til haga að dvalarleyfi á þessum grunni séu hluti af heildarmengi dvalarleyfa og margar umbætur sem lagðar eru til myndu hafa áhrif á flokk verndarleyfa. Stjórnvöld hafi þegar boðað breytingar í málaflokki verndar og á þingmálaskrá yfirstandandi þings eru þrjú frumvörp sem tengjast alþjóðlegri vernd: i) afturköllun verndar vegna alvarlegra brota, ii) uppbygging brottfararstöðvar og iii) breytingar vegna innleiðingar á Schengen-skuldbindingum Íslands í tengslum við svokallað verndarsamkomulag ESB.
Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira