Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 20:00 Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, átti sæti í starfshópnum. Vísir/Stefán Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum. Skýrsla starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og samanburður við önnur Norðurlönd var kynnt í dag. Meðal þess sem lesa má úr skýrslunni er að fjöldi dvalarleyfishafa frá ríkjum utan EES hefur nær fimmfaldast frá árinu 2017. Aukningin er hvað mest á síðustu þremur árum, en fjöldinn hefur tvöfaldast frá 2022. „Það er náttúrlega fjöldaflótti frá Úkraínu eftir 2022, það er kannski stærsta einstaka breytingin. En svo hefur kerfið bara verið stefnulaust og það var miklu meiri migration [í. fólksflutningar] á heimsvísu og fólk hefur bara leitað inn í kerfi sem er útsöluland í Norðurlandasamanburði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, sem átti sæti í starfshópnum. Hópurinn gerir fjölmargar tillögur að úrbótum sem settar eru fram í skýrslunni. Samanburður við Norðurlönd sýnir að á árunum 2020 til 2024 veitti Ísland til að mynda umtalsvert fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en hin löndin. Munurinn nemur allt að 78% í tilfelli Noregs, 64% samanborið við Svíþjóð, 58% á við í Danmörku og allt að 36% fleiri dvalarleyfi voru veitt hér en í Finnlandi á tímabilinu. Boðar afnám séríslenskra reglna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað fimm lagafrumvörp, sem sum eru fram komin en önnur ekki, sem ætlað er að laga hina ýmsu þætti er snúa að útlendingamálum. Þær aðgerðir sem ráðherra hyggst ráðast í felast ekki síður í því að samræma löggjöf við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Er það markmið í sjálfu sér að gera allt eins og Norðurlöndin? „Það er markmið í sjálfu sér að afnema séríslenskar reglur. Þær hafa verið allnokkrar og hafa í mörgum tilvikum verið til vandræða. Norðurlöndin eru ekki öll að vinna eftir sama lagabókstafnum en um ákveðin viðmið hafa norðurlöndin hin verið í takti og verið sammála en Ísland hefur skorið sig úr,“ svarar Þorbjörg. Það er bent á að stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum, en hver er stefnan? „Við vitum að Ísland, við erum háð fólksflutningum til landsins. Hagvöxtur okkar byggir á því að hingað komi fólk, það viljum við sannarlega að verði áfram. Fólksfjölgunin á Íslandi hefur hins vegar verið mjög kraftmikil á mjög skömmum tíma og ekkert endilega í samræmi við neina stefnumörkun stjórnvalda. Þannig við viljum fá fólk til landsins á grundvelli þess sem við erum að stefna að í samfélaginu um hagvöxt, um sjálfbærni, um það að geta boðið fólki sæmilegar aðstæður hér á landi. Það eru okkar markmið,“ segir Þorbjörg. Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
Skýrsla starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og samanburður við önnur Norðurlönd var kynnt í dag. Meðal þess sem lesa má úr skýrslunni er að fjöldi dvalarleyfishafa frá ríkjum utan EES hefur nær fimmfaldast frá árinu 2017. Aukningin er hvað mest á síðustu þremur árum, en fjöldinn hefur tvöfaldast frá 2022. „Það er náttúrlega fjöldaflótti frá Úkraínu eftir 2022, það er kannski stærsta einstaka breytingin. En svo hefur kerfið bara verið stefnulaust og það var miklu meiri migration [í. fólksflutningar] á heimsvísu og fólk hefur bara leitað inn í kerfi sem er útsöluland í Norðurlandasamanburði,“ segir Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags, sem átti sæti í starfshópnum. Hópurinn gerir fjölmargar tillögur að úrbótum sem settar eru fram í skýrslunni. Samanburður við Norðurlönd sýnir að á árunum 2020 til 2024 veitti Ísland til að mynda umtalsvert fleiri ný dvalarleyfi á hvern íbúa en hin löndin. Munurinn nemur allt að 78% í tilfelli Noregs, 64% samanborið við Svíþjóð, 58% á við í Danmörku og allt að 36% fleiri dvalarleyfi voru veitt hér en í Finnlandi á tímabilinu. Boðar afnám séríslenskra reglna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað fimm lagafrumvörp, sem sum eru fram komin en önnur ekki, sem ætlað er að laga hina ýmsu þætti er snúa að útlendingamálum. Þær aðgerðir sem ráðherra hyggst ráðast í felast ekki síður í því að samræma löggjöf við það sem tíðkast á Norðurlöndum. Er það markmið í sjálfu sér að gera allt eins og Norðurlöndin? „Það er markmið í sjálfu sér að afnema séríslenskar reglur. Þær hafa verið allnokkrar og hafa í mörgum tilvikum verið til vandræða. Norðurlöndin eru ekki öll að vinna eftir sama lagabókstafnum en um ákveðin viðmið hafa norðurlöndin hin verið í takti og verið sammála en Ísland hefur skorið sig úr,“ svarar Þorbjörg. Það er bent á að stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum, en hver er stefnan? „Við vitum að Ísland, við erum háð fólksflutningum til landsins. Hagvöxtur okkar byggir á því að hingað komi fólk, það viljum við sannarlega að verði áfram. Fólksfjölgunin á Íslandi hefur hins vegar verið mjög kraftmikil á mjög skömmum tíma og ekkert endilega í samræmi við neina stefnumörkun stjórnvalda. Þannig við viljum fá fólk til landsins á grundvelli þess sem við erum að stefna að í samfélaginu um hagvöxt, um sjálfbærni, um það að geta boðið fólki sæmilegar aðstæður hér á landi. Það eru okkar markmið,“ segir Þorbjörg.
Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira