Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar 6. apríl 2025 15:01 Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Nýir tímar eru runnir upp þar sem landvinningar eru iðkaðir með nýjum hernaðaraðferðum. Jafnvel stærstu herveldi forðast bein hernaðarátök og vinna þess í stað að því að ná markmiðum sínum án þess að hleypa af einu einasta byssuskoti. Í stað innrása með vopnavaldi stunda stórveldin hernað með aðferðum sem kenndar eru við 5. kynslóðar hernað, svo sem "samfélagsverkfræði", villandi upplýsingum, tölvuárásum og tækninýjungum. Hvað væri það fyrsta sem slíkur óvinur myndi vilja gera til að ná landi eins og Íslandi undir sitt áhrifasvæði? Jú, að auka áhrif sín án þess að landsmenn taki eftir því; veikja samstöðu þjóðarinnar, telja fólki trú um að það geti ekki verið sjálfstætt, hvorki sem einstaklingar né sem þjóð, veikja fullveldi landsins með því að draga úr áhrifum löggjafarþingsins, veikja dómsvaldið, flytja framkvæmdavaldið að stórum hluta úr landi, setja stöðugt nýjar reglur sem gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að keppa við stórfyrirtækin, ná stjórn á orkumálum, auka áherslu á almenningssamgöngur og setja dýrar lestarframkvæmdir á dagskrá sem soga til sín óheyrilega fjármuni og veikja um leið aðrar samgönguleiðir, gera ráðamenn handgengna erlendu valdi og fá þá til að vinna að því að koma landi sínu í smáum skrefum undir erlent áhrifavald. Frammi fyrir þessu gildir enn hin klassíska lexía Sun Tzu: Þekktu óvin þinn, því ef þú þekkir hann ekki og veist ekki hvaða aðferðir hann notar til að grafa undan þér, þá muntu aldrei geta varist atlögum hans. Af þessu leiðir að besta vörn Íslands í breyttum heimi er ekki hervæðing heldur að stuðla að vitundarvakningu meðal þeirra sem búa í landinu um öll þau dýrmæti sem við höfum hér að verja. Þjóð sem áttar sig ekki á því að verið er að taka frá henni fullveldið getur ekki varið það. Þjóð sem missir yfirráð yfir lögum sínum missir yfirráðin yfir landinu sínu og framtíð sinni. Þegar svo er komið að Alþingi ætlar að leiða frumvarp um bókun 35 í ólög og veita þannig fullveldinu náðarhögg með því að afhenda dómsvald um EES reglur alfarið úr landi, þá verður orðið landráð sífellt raunhæfara um athafnir ráðamanna. Óskandi væri að íslensk þjóð noti þennan sunnudag til að rakna úr rotinu og taka þátt í að verja landið sitt með því að verja lög sín, því einmitt þannig hafa Íslendingar - sem herlaus þjóð - varist öllum atlögum í aldanna rás. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Alþingi Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sem örþjóð í stóru landi eru Íslendingar auðvitað í viðkvæmri stöðu þegar stórveldi heimsins seilast grímulaust eftir áhrifum, auðlindum og landsvæðum. Umræða um varnarmál er hins vegar á algjörum villigötum ef menn ímynda sér að rétt sé að stofna íslenskan her sem varið geti landið í hefðbundum hernaði. Nýir tímar eru runnir upp þar sem landvinningar eru iðkaðir með nýjum hernaðaraðferðum. Jafnvel stærstu herveldi forðast bein hernaðarátök og vinna þess í stað að því að ná markmiðum sínum án þess að hleypa af einu einasta byssuskoti. Í stað innrása með vopnavaldi stunda stórveldin hernað með aðferðum sem kenndar eru við 5. kynslóðar hernað, svo sem "samfélagsverkfræði", villandi upplýsingum, tölvuárásum og tækninýjungum. Hvað væri það fyrsta sem slíkur óvinur myndi vilja gera til að ná landi eins og Íslandi undir sitt áhrifasvæði? Jú, að auka áhrif sín án þess að landsmenn taki eftir því; veikja samstöðu þjóðarinnar, telja fólki trú um að það geti ekki verið sjálfstætt, hvorki sem einstaklingar né sem þjóð, veikja fullveldi landsins með því að draga úr áhrifum löggjafarþingsins, veikja dómsvaldið, flytja framkvæmdavaldið að stórum hluta úr landi, setja stöðugt nýjar reglur sem gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að keppa við stórfyrirtækin, ná stjórn á orkumálum, auka áherslu á almenningssamgöngur og setja dýrar lestarframkvæmdir á dagskrá sem soga til sín óheyrilega fjármuni og veikja um leið aðrar samgönguleiðir, gera ráðamenn handgengna erlendu valdi og fá þá til að vinna að því að koma landi sínu í smáum skrefum undir erlent áhrifavald. Frammi fyrir þessu gildir enn hin klassíska lexía Sun Tzu: Þekktu óvin þinn, því ef þú þekkir hann ekki og veist ekki hvaða aðferðir hann notar til að grafa undan þér, þá muntu aldrei geta varist atlögum hans. Af þessu leiðir að besta vörn Íslands í breyttum heimi er ekki hervæðing heldur að stuðla að vitundarvakningu meðal þeirra sem búa í landinu um öll þau dýrmæti sem við höfum hér að verja. Þjóð sem áttar sig ekki á því að verið er að taka frá henni fullveldið getur ekki varið það. Þjóð sem missir yfirráð yfir lögum sínum missir yfirráðin yfir landinu sínu og framtíð sinni. Þegar svo er komið að Alþingi ætlar að leiða frumvarp um bókun 35 í ólög og veita þannig fullveldinu náðarhögg með því að afhenda dómsvald um EES reglur alfarið úr landi, þá verður orðið landráð sífellt raunhæfara um athafnir ráðamanna. Óskandi væri að íslensk þjóð noti þennan sunnudag til að rakna úr rotinu og taka þátt í að verja landið sitt með því að verja lög sín, því einmitt þannig hafa Íslendingar - sem herlaus þjóð - varist öllum atlögum í aldanna rás. Höfundur er lögmaður.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun