Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir og Margrét M. Norðdahl skrifa 5. apríl 2025 17:00 Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Upplifunin framkallar tilfinningu þess að tilheyra, að vera hluti af og tengjast umheiminum. Einmitt þessi reynsla hefur hingað til ekki verið sjálfsögð fyrir okkur öll. Inngilding í kvikmyndum og sjónvarpi er aðkallandi verkefni sem fagið í heild sinni þarf að ráðast í. Skortur á fjölbreytileika er staðreynd, bæði fyrir framan og aftan kameruna. Sögulega hafa hlutverk minnihlutahópa, kvenna og fatlaðs fólks verið takmörkuð eða birtst sem staðalímyndir. Hlutverk eru iðulega skrifuð af af ófötluðu fólki og ráðandi kyni í faginu. Viðleitni til að bregðast við þessu misræmi er hins vegar að aukast og meðvitund um mikilvægi fjölbreytni í faginu. Kvikmyndin er einstakur og áhrifaríkur miðill og vel til þess fallin að fanga fjölbreytileika og miðla honum. Þegar fjölbreytt reynsla og ólíkar raddir fá að vera hluti af sköpun og þróun sögunnar frá upphafi, þá er úkoman alltaf innihaldsríkarin og núanseraðri. Í dag er vaxandi eftirspurn eftir sögum sem endurspegla breidd samfélagsins, sögum frá sjónarhorni fólks með fjölbreytta sýn, lifaða reynslu og þekkingu. Það þarf allskonar fólk til að segja allskonar sögur. Að skora stereótýpur á hólm víkkar sjóndeildarhring áhorfenda, ýtir undir skilning og samkennd á milli ólíkra hópa. Gleymum því ekki að kvikmyndir geta haft samfélagsleg áhrif og stuðlað að breytingum. Þegar kemur að því að stíga hin þörfu skref má horfa til þess sem vel hefur verið gert. Sem dæmi má nefna Sundance Institute sem vinnur markvisst að inngildingu með fjármagni og stuðningi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Á Íslandi hefur Listahátíð í Reykjavík markað sér skýra stefnu og aðgerðir um inngildingu og Bíó Paradís hefur gert gangskör í aðgengi fatlaðs fólks að kvikmyndasýningum. Sértækra aðgerða er þörf til að leiðrétta samfélagslegar og menningarlegar skekkjur þannig að bransinn allur verði inngildandi og viðhaldi þannig mikilvægi sínu og gæðum. Tryggjum að allar raddir heyrist og séu metnar á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þannig, og aðeins þannig, lifir greinin áfram, gæðin aukast og fagið dafnar. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Við vekjum athygli á málþinginu Fötlun, bíó og bransinn sem fer fram 12. apríl milli klukkan 11 og 13 í Norræna húsinu, málþingið fer fram á íslensku og með rittúlkun á ensku. Einnig má enginn missa af kvikmyndinni Det kunde varit vi - Þetta hefðum getað verið við sem sýnd er með sjónlýsingu í Bíó Paradís þann 11. apríl klukkan 19:30. Viðburðirnir eru á dagskrá Kvikmyndahátíðarinnar Stockfish í samstarfi við menningarhátíðina Uppskeru. Tilefni Uppskeru er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bíó og sjónvarp Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hvaða máli skiptir það að þekkja sig í þeim persónum sem birtast á skjánum og á hvíta tjaldinu? Að kannast við sig og geta speglað eigin reynslu í gegnum kvikmyndir og sjónvarpsefni er einstök upplifun, valdeflandi og þerapísk í senn. Upplifunin framkallar tilfinningu þess að tilheyra, að vera hluti af og tengjast umheiminum. Einmitt þessi reynsla hefur hingað til ekki verið sjálfsögð fyrir okkur öll. Inngilding í kvikmyndum og sjónvarpi er aðkallandi verkefni sem fagið í heild sinni þarf að ráðast í. Skortur á fjölbreytileika er staðreynd, bæði fyrir framan og aftan kameruna. Sögulega hafa hlutverk minnihlutahópa, kvenna og fatlaðs fólks verið takmörkuð eða birtst sem staðalímyndir. Hlutverk eru iðulega skrifuð af af ófötluðu fólki og ráðandi kyni í faginu. Viðleitni til að bregðast við þessu misræmi er hins vegar að aukast og meðvitund um mikilvægi fjölbreytni í faginu. Kvikmyndin er einstakur og áhrifaríkur miðill og vel til þess fallin að fanga fjölbreytileika og miðla honum. Þegar fjölbreytt reynsla og ólíkar raddir fá að vera hluti af sköpun og þróun sögunnar frá upphafi, þá er úkoman alltaf innihaldsríkarin og núanseraðri. Í dag er vaxandi eftirspurn eftir sögum sem endurspegla breidd samfélagsins, sögum frá sjónarhorni fólks með fjölbreytta sýn, lifaða reynslu og þekkingu. Það þarf allskonar fólk til að segja allskonar sögur. Að skora stereótýpur á hólm víkkar sjóndeildarhring áhorfenda, ýtir undir skilning og samkennd á milli ólíkra hópa. Gleymum því ekki að kvikmyndir geta haft samfélagsleg áhrif og stuðlað að breytingum. Þegar kemur að því að stíga hin þörfu skref má horfa til þess sem vel hefur verið gert. Sem dæmi má nefna Sundance Institute sem vinnur markvisst að inngildingu með fjármagni og stuðningi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum. Á Íslandi hefur Listahátíð í Reykjavík markað sér skýra stefnu og aðgerðir um inngildingu og Bíó Paradís hefur gert gangskör í aðgengi fatlaðs fólks að kvikmyndasýningum. Sértækra aðgerða er þörf til að leiðrétta samfélagslegar og menningarlegar skekkjur þannig að bransinn allur verði inngildandi og viðhaldi þannig mikilvægi sínu og gæðum. Tryggjum að allar raddir heyrist og séu metnar á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þannig, og aðeins þannig, lifir greinin áfram, gæðin aukast og fagið dafnar. Við höfum allt að vinna og engu að tapa. Við vekjum athygli á málþinginu Fötlun, bíó og bransinn sem fer fram 12. apríl milli klukkan 11 og 13 í Norræna húsinu, málþingið fer fram á íslensku og með rittúlkun á ensku. Einnig má enginn missa af kvikmyndinni Det kunde varit vi - Þetta hefðum getað verið við sem sýnd er með sjónlýsingu í Bíó Paradís þann 11. apríl klukkan 19:30. Viðburðirnir eru á dagskrá Kvikmyndahátíðarinnar Stockfish í samstarfi við menningarhátíðina Uppskeru. Tilefni Uppskeru er 20 ára afmæli fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Hátíðinni er ætlað að vekja athygli á framlagi fræðafólks, samtaka fatlaðs fólks og fatlaðs listafólks til íslenskrar menningar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun