Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Lovísa Arnardóttir skrifar 5. apríl 2025 09:58 Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu-félags fanga, vill að erlendir fangar eigi frekar að afplána sína dóma fyrir brot á Íslandi í fangelsi í sínu heimalandi af mannúðarsjónarmiðum. Félagið vill sömuleiðis að Íslendingar fái að afplána sín brot erlendis á Íslandi. „Það er betra fyrir fólk að vera vistað nálægt heimahögum og sinni fjölskyldu. Það styrkir fjölskyldusamböndin og gerir möguleikana minni að menn brjóti af sér aftur,“ segir Guðmundur Ingi sem ræddi fangelsismál í Reykjavík síðdegis í gær. Tilefnið er umsögn samtakanna um frumvarp dómsmálaráðherra um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Guðmundur segir að betra væri ef gerðir væru samningar við hvert ríki fyrir sig, líkt og önnur Norðurlönd geri, og þegar menn séu búnir að fá dóma sé þeim vísað úr landi til síns heimalands þar sem þeir afpláni dóma sína. Guðmundur segir samtökunum ekki lítast á að leigja aðstöðu erlendis fyrir þessa fanga. Það sé of kostnaðarsamt. Frekar eigi að leita til heimalands þessara manna. Yrði þetta gert væri hægt að koma á sama tíma Íslendingum heim sem afplána sína dóma fyrir brot sín erlendis. Samtökin fóru fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í vikunni. Guðmundur segir fundinn hafa verið klukkustundarlangan og þingmenn hafi einnig rætt möguleika á að svipta menn ríkisborgararétti hafi þeir brotið af sér, en slík löggjöf yrði ekki afturvirk. Það er þá í tengslum við mál Mohamad Thor Jóhannessonar eða Mouhamad Kourani. Guðmundur segir að ef ekkert verði gert gæti hann þurft að vera hér í fangelsi í langan tíma. Nærri hverja viku séu tekin fyrir ný mál gegn honum er varði brot gegn valdsstjórninni. Hann er vistaður eins og er á einangrunargangi á Litla-Hrauni þar sem venjulega eru vistaðir þrír en hann er einn. Hann hefur sjálfur lýst yfir vilja til að yfirgefa landið en til þess að það væri hægt segir Guðmundur að í raun þyrfti að náða hann og vísa honum úr landi með þeim fyrirvara og loforði að hann kæmi ekki aftur til landsins. Guðmundur Ingi segir það geta sparað pening og aukið skilvirkni ef fangar fái að afplána í sínu heimalandi. Vísir/Arnar Guðmundur segir að ef það ætti að semja við lönd þyrfti að byrja á því að semja við Litháen, Pólland, Rúmeníu og Holland. Einhver Norðurlandanna séu þegar með samninga. Þá séu hér menn sem hafi brotið af sér og tali spænsku og séu líklega frá Mið- eða Suður-Ameríku en séu með dvalarleyfi í Evrópu. Stór hluti gæsluvarðhaldsfanga burðardýr Þá segir Guðmundur það stórt vandamál hversu margir gæsluvarðhaldsfangar séu á Íslandi. Stór meirihluti þeirra séu konur sem líklega séu burðardýr. Þetta sé fólk sem fær væga dóma og telur hann því ekki þörf á því að þau séu í fangelsi. Annars staðar myndi þetta fólk vera heima og afplána samfélagsþjónustu. „Það er sama, við þurfum að finna úrræði fyrir þau. Við þurfum ekki að teppa fangelsin með þessu fólki,“ segir Guðmundur og að betra væri til dæmis að vista þau á áfangaheimilum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Fangelsismál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Reykjavík síðdegis Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
„Það er betra fyrir fólk að vera vistað nálægt heimahögum og sinni fjölskyldu. Það styrkir fjölskyldusamböndin og gerir möguleikana minni að menn brjóti af sér aftur,“ segir Guðmundur Ingi sem ræddi fangelsismál í Reykjavík síðdegis í gær. Tilefnið er umsögn samtakanna um frumvarp dómsmálaráðherra um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum. Guðmundur segir að betra væri ef gerðir væru samningar við hvert ríki fyrir sig, líkt og önnur Norðurlönd geri, og þegar menn séu búnir að fá dóma sé þeim vísað úr landi til síns heimalands þar sem þeir afpláni dóma sína. Guðmundur segir samtökunum ekki lítast á að leigja aðstöðu erlendis fyrir þessa fanga. Það sé of kostnaðarsamt. Frekar eigi að leita til heimalands þessara manna. Yrði þetta gert væri hægt að koma á sama tíma Íslendingum heim sem afplána sína dóma fyrir brot sín erlendis. Samtökin fóru fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í vikunni. Guðmundur segir fundinn hafa verið klukkustundarlangan og þingmenn hafi einnig rætt möguleika á að svipta menn ríkisborgararétti hafi þeir brotið af sér, en slík löggjöf yrði ekki afturvirk. Það er þá í tengslum við mál Mohamad Thor Jóhannessonar eða Mouhamad Kourani. Guðmundur segir að ef ekkert verði gert gæti hann þurft að vera hér í fangelsi í langan tíma. Nærri hverja viku séu tekin fyrir ný mál gegn honum er varði brot gegn valdsstjórninni. Hann er vistaður eins og er á einangrunargangi á Litla-Hrauni þar sem venjulega eru vistaðir þrír en hann er einn. Hann hefur sjálfur lýst yfir vilja til að yfirgefa landið en til þess að það væri hægt segir Guðmundur að í raun þyrfti að náða hann og vísa honum úr landi með þeim fyrirvara og loforði að hann kæmi ekki aftur til landsins. Guðmundur Ingi segir það geta sparað pening og aukið skilvirkni ef fangar fái að afplána í sínu heimalandi. Vísir/Arnar Guðmundur segir að ef það ætti að semja við lönd þyrfti að byrja á því að semja við Litháen, Pólland, Rúmeníu og Holland. Einhver Norðurlandanna séu þegar með samninga. Þá séu hér menn sem hafi brotið af sér og tali spænsku og séu líklega frá Mið- eða Suður-Ameríku en séu með dvalarleyfi í Evrópu. Stór hluti gæsluvarðhaldsfanga burðardýr Þá segir Guðmundur það stórt vandamál hversu margir gæsluvarðhaldsfangar séu á Íslandi. Stór meirihluti þeirra séu konur sem líklega séu burðardýr. Þetta sé fólk sem fær væga dóma og telur hann því ekki þörf á því að þau séu í fangelsi. Annars staðar myndi þetta fólk vera heima og afplána samfélagsþjónustu. „Það er sama, við þurfum að finna úrræði fyrir þau. Við þurfum ekki að teppa fangelsin með þessu fólki,“ segir Guðmundur og að betra væri til dæmis að vista þau á áfangaheimilum. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Fangelsismál Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Reykjavík síðdegis Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira