Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar 31. mars 2025 12:31 Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið. Sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífi fjölda sveitarfélaga og á mörgum stöðum einfaldlega lífæð samfélagsins. Því vekur það furðu og vonbrigði að lagafrumvarp skuli lagt fram án þess að nein greining hafi farið fram á áhrifum þess á sjávarútvegssveitarfélög, atvinnulíf eða byggðir landsins. Samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Þetta hefur ekki verið gert, sem er bæði ólöglegt og óábyrgt. Þessi vinnubrögð skapa vantraust og veikja tengsl ríkis og sveitarfélaga – á sama tíma og við þurfum á nánu og traustu samstarfi að halda.Við tökum undir gagnrýni Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem hafa lýst eindreginni andstöðu við frumvarpið. Ríkisstjórnin hefur ekki metið áhrif þessarar auknu skattheimtu á sjávarútvegssamfélög og afleiðingar sem skattheimtan getur leitt til. Slík óvissa er óásættanleg – og óverjandi að löggjafinn ákveði að fara þessa leið án upplýstrar umræðu og samráðs við þá sem breytingarnar varða hvað mest. Byggðarlögin og fólkið á bak við sjávarútveginn Þegar skattbyrði á lykilatvinnuveg, sem sjávarútvegurinn er víða um land, er aukin án greiningar og samráðs, eru það þau sem búa og starfa í sjávarbyggðum sem bera skaðann. Það er verulegt hagsmunamál að tryggja jafnvægi milli þjóðhagslegra tekna og sjálfbærs atvinnulífs í sjávarbyggðum. Með þessari tillögu virðist ríkisvaldið snúa baki við þeirri ábyrgð.Auk þess gagnrýnum við harðlega þá staðreynd að umsagnarfrestur vegna málsins er einungis tíu dagar. Svo skammur frestur gerir sveitarfélögum nær ókleift að vinna málið faglega og bera það upp í sveitarstjórn til að senda frá sér rökstudda umsögn. Þetta dregur úr gæðum ákvarðanatöku og skaðar traustið á stjórnsýslunni. Farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hófsemi og heiðarleika Við skorum á ríkisstjórnina að staldra við og hefja raunverulegt samtal við hagaðila – samtal sem byggir á greiningum, staðreyndum og gagnkvæmri virðingu. Tillögur um veiðigjöld verða að taka mið af áhrifum þeirra – ekki aðeins á ríkissjóð, heldur á þau samfélög sem sjávarútvegurinn heldur uppi.Við krefjumst þess að þessi tillaga verði endurskoðuð frá grunni – í þágu skynsemi, sanngirni og framtíðar byggða um allt land. Anton Guðmundsson – oddviti Framsóknar - Suðurnesjabæ Ásgerður Kristín Gylfadóttir – oddviti Framsóknar - Hornafirði Ásrún Helga Kristinsdóttir – oddviti Framsóknar - Grindavíkurbæ Axel Örn Sveinbjörnsson – oddviti Framsóknar - Vopnafjarðarhreppi Hjálmar Bogi Hafliðason – oddviti Framsóknar - Norðurþingi Hrund Pétursdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Skagafirði Jónína Brynjólfsdóttir – oddviti Framsóknar - Múlaþingi Monika Margrét Stefánsdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Dalvíkurbyggð Sunna Hlín Jóhannesdóttir – oddviti Framsóknar - Akureyri Þuríður Lillý Sigurðardóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við sveitarstjórnarmenn Framsóknar lýsum yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhugaðri hækkun veiðigjalda sem ríkisstjórnin hefur lagt fram. Tillagan ber með sér skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegsins fyrir atvinnulíf og byggðafestu vítt og breitt um landið. Sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífi fjölda sveitarfélaga og á mörgum stöðum einfaldlega lífæð samfélagsins. Því vekur það furðu og vonbrigði að lagafrumvarp skuli lagt fram án þess að nein greining hafi farið fram á áhrifum þess á sjávarútvegssveitarfélög, atvinnulíf eða byggðir landsins. Samkvæmt 129. grein sveitarstjórnarlaga ber að meta sérstaklega áhrif lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga. Þetta hefur ekki verið gert, sem er bæði ólöglegt og óábyrgt. Þessi vinnubrögð skapa vantraust og veikja tengsl ríkis og sveitarfélaga – á sama tíma og við þurfum á nánu og traustu samstarfi að halda.Við tökum undir gagnrýni Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem hafa lýst eindreginni andstöðu við frumvarpið. Ríkisstjórnin hefur ekki metið áhrif þessarar auknu skattheimtu á sjávarútvegssamfélög og afleiðingar sem skattheimtan getur leitt til. Slík óvissa er óásættanleg – og óverjandi að löggjafinn ákveði að fara þessa leið án upplýstrar umræðu og samráðs við þá sem breytingarnar varða hvað mest. Byggðarlögin og fólkið á bak við sjávarútveginn Þegar skattbyrði á lykilatvinnuveg, sem sjávarútvegurinn er víða um land, er aukin án greiningar og samráðs, eru það þau sem búa og starfa í sjávarbyggðum sem bera skaðann. Það er verulegt hagsmunamál að tryggja jafnvægi milli þjóðhagslegra tekna og sjálfbærs atvinnulífs í sjávarbyggðum. Með þessari tillögu virðist ríkisvaldið snúa baki við þeirri ábyrgð.Auk þess gagnrýnum við harðlega þá staðreynd að umsagnarfrestur vegna málsins er einungis tíu dagar. Svo skammur frestur gerir sveitarfélögum nær ókleift að vinna málið faglega og bera það upp í sveitarstjórn til að senda frá sér rökstudda umsögn. Þetta dregur úr gæðum ákvarðanatöku og skaðar traustið á stjórnsýslunni. Farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hófsemi og heiðarleika Við skorum á ríkisstjórnina að staldra við og hefja raunverulegt samtal við hagaðila – samtal sem byggir á greiningum, staðreyndum og gagnkvæmri virðingu. Tillögur um veiðigjöld verða að taka mið af áhrifum þeirra – ekki aðeins á ríkissjóð, heldur á þau samfélög sem sjávarútvegurinn heldur uppi.Við krefjumst þess að þessi tillaga verði endurskoðuð frá grunni – í þágu skynsemi, sanngirni og framtíðar byggða um allt land. Anton Guðmundsson – oddviti Framsóknar - Suðurnesjabæ Ásgerður Kristín Gylfadóttir – oddviti Framsóknar - Hornafirði Ásrún Helga Kristinsdóttir – oddviti Framsóknar - Grindavíkurbæ Axel Örn Sveinbjörnsson – oddviti Framsóknar - Vopnafjarðarhreppi Hjálmar Bogi Hafliðason – oddviti Framsóknar - Norðurþingi Hrund Pétursdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Skagafirði Jónína Brynjólfsdóttir – oddviti Framsóknar - Múlaþingi Monika Margrét Stefánsdóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Dalvíkurbyggð Sunna Hlín Jóhannesdóttir – oddviti Framsóknar - Akureyri Þuríður Lillý Sigurðardóttir – bæjarfulltrúi Framsóknar - Fjarðabyggð
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun