Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 28. mars 2025 11:01 Fyrir verkalýðshreyfinguna sem sterkasta afl breytinga og framfara í landinu hefur ríkjandi ófremdarástand í húsnæðismálum löngu náð því stigi að vera óþolandi með öllu. Fyrr í dag, föstudaginn 28. mars, undirritaði ég fyrir hönd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) viljayfirlýsingu ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar og BSRB um mögulegar aðgerðir til að auka framboð á húsnæði og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Yfirlýsingin felur í sér vilja til að leita nýrra leiða í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í því skyni að hraða henni og auka þar með framboð. Í einföldu máli má segja að skoðað verði hvort rjúfa megi kyrrstöðuna með aðkomu lífeyrissjóða til að þróa byggingarsvæði í Úlfarsárdal og ef til vill víðar ef vel tekst til. Ég legg áherslu á, að með undirritun yfirlýsingarinnar erum við aðeins að stíga fyrsta skrefið og því fer víðs fjarri á málið sé í höfn. Hugsunin er í sjálfu sér einföld; við ætlum að leita leiða til að nýta styrk þeirra sem að koma í þeirri von að þannig náum við að höggva á hnútinn og blása til sóknar. Mannréttindahreyfing Verkalýðshreyfingin snýst um svo miklu meira en karp um kaup og kjör. Hún er í eðli sínu mannréttindahreyfing eins og öll saga hennar er til vitnis um. Við lítum svo á að það að eiga aðgang að öruggu húsnæði falli undir hugtakið mannréttindi og þessi afstaða mótar alla nálgun okkar í málaflokknum. Á undanliðnum árum hefur Alþýðusambandið ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af þróun húsnæðismála. Í stuttu máli hafa stjórnlausar verðhækkanir dæmt stóra hópa út af húsnæðismarkaði og á það ekki síst við um yngra fólk eigi það ekki kost á stórfelldri aðstoð frá foreldrum eða öðrum. Verð á íbúðarhúsnæði hefur náð þeim hæðum að almennt launafólk í landinu ræður ekki við að festa sér þak yfir höfuðið. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá óheillaþróun að íbúðamarkaðurinn, sem hafði það markmið að tryggja fjölskyldum heimili, hafi breyst í fjárfestingamarkað með gróðasjónarmið eitt að leiðarljósi. Við höfum einnig leitast við að koma leigjendum til aðstoðar með ýmsum tillögum þar sem þetta ófremdarástand skerðir einnig stórlega kjör þeirra og lífsgæði. Um leigjendur gildir almennt að þeir búa við óöruggi bæði hvað afkomu og húsnæði varðar. Að auki hefur ASÍ ítrekað bent á að stjórnlausar verðhækkanir hafi þrýst upp vísitölum í landinu, valdið þannig verðbólgu og leitt til hækkunar vaxta. Gleymum því ekki að skuldafjötrar skerða stórlega lífsgæði almennings. Gleymum því ekki heldur að óvissa og óöryggi hvað húsnæði varðar getur haft í för með sér félagslegan óstöðugleika sem skapað getur margvíslegan vanda. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar Hér er við hæfi að minna á verkalýðshreyfingin hefur oft í sögu sinni átt frumkvæði að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þar má nefna verkamannabústaðina sem reistir voru í vesturborginni á fjórða áratug síðustu aldar, öll byggingasamvinnufélögin sem byggt hafa yfir heilu starfsstéttirnar, Breiðholtið og Bjarg íbúðafélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu árið 2016 og náð hefur eftirtektarverðum árangri – byggt meira en 1.000 íbúðir þar sem leigjendur njóta mun betri kjara en á almennum markaði. Nú í janúar voru fyrstu leiguíbúðir VR Blævar afhentar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Þar er einnig um að ræða rekstur sem snýst um að tryggja fólki heimili en ekki að maka krókinn á kostnað þess. Þannig liggur fyrir að ný nálgun ASÍ og BSRB í húsnæðismálum með stofnun Bjargs og Blævar hefur skilað miklum árangri og langir biðlistar eru til marks um að þörfin er mikil. Varðstaða um almannahag Með viljayfirlýsingunni hafa Reykjavíkurborg, BSRB og ASÍ sameinast um að leita leiða til að rjúfa vítahring lóðaskorts, verðhækkana og vaxta. Vissulega er þetta aðeins viljayfirlýsing en við skulum líta á hana sem fyrsta skref á braut sem getur – ef vel til tekst - valdið byltingu í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni. Sameinandi flötur okkar sem að yfirlýsingunni stöndum er varðstaða um almannahagsmuni. Missum ekki sjónar á því. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Húsnæðismál Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Fyrir verkalýðshreyfinguna sem sterkasta afl breytinga og framfara í landinu hefur ríkjandi ófremdarástand í húsnæðismálum löngu náð því stigi að vera óþolandi með öllu. Fyrr í dag, föstudaginn 28. mars, undirritaði ég fyrir hönd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) viljayfirlýsingu ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar og BSRB um mögulegar aðgerðir til að auka framboð á húsnæði og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Yfirlýsingin felur í sér vilja til að leita nýrra leiða í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í því skyni að hraða henni og auka þar með framboð. Í einföldu máli má segja að skoðað verði hvort rjúfa megi kyrrstöðuna með aðkomu lífeyrissjóða til að þróa byggingarsvæði í Úlfarsárdal og ef til vill víðar ef vel tekst til. Ég legg áherslu á, að með undirritun yfirlýsingarinnar erum við aðeins að stíga fyrsta skrefið og því fer víðs fjarri á málið sé í höfn. Hugsunin er í sjálfu sér einföld; við ætlum að leita leiða til að nýta styrk þeirra sem að koma í þeirri von að þannig náum við að höggva á hnútinn og blása til sóknar. Mannréttindahreyfing Verkalýðshreyfingin snýst um svo miklu meira en karp um kaup og kjör. Hún er í eðli sínu mannréttindahreyfing eins og öll saga hennar er til vitnis um. Við lítum svo á að það að eiga aðgang að öruggu húsnæði falli undir hugtakið mannréttindi og þessi afstaða mótar alla nálgun okkar í málaflokknum. Á undanliðnum árum hefur Alþýðusambandið ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af þróun húsnæðismála. Í stuttu máli hafa stjórnlausar verðhækkanir dæmt stóra hópa út af húsnæðismarkaði og á það ekki síst við um yngra fólk eigi það ekki kost á stórfelldri aðstoð frá foreldrum eða öðrum. Verð á íbúðarhúsnæði hefur náð þeim hæðum að almennt launafólk í landinu ræður ekki við að festa sér þak yfir höfuðið. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá óheillaþróun að íbúðamarkaðurinn, sem hafði það markmið að tryggja fjölskyldum heimili, hafi breyst í fjárfestingamarkað með gróðasjónarmið eitt að leiðarljósi. Við höfum einnig leitast við að koma leigjendum til aðstoðar með ýmsum tillögum þar sem þetta ófremdarástand skerðir einnig stórlega kjör þeirra og lífsgæði. Um leigjendur gildir almennt að þeir búa við óöruggi bæði hvað afkomu og húsnæði varðar. Að auki hefur ASÍ ítrekað bent á að stjórnlausar verðhækkanir hafi þrýst upp vísitölum í landinu, valdið þannig verðbólgu og leitt til hækkunar vaxta. Gleymum því ekki að skuldafjötrar skerða stórlega lífsgæði almennings. Gleymum því ekki heldur að óvissa og óöryggi hvað húsnæði varðar getur haft í för með sér félagslegan óstöðugleika sem skapað getur margvíslegan vanda. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar Hér er við hæfi að minna á verkalýðshreyfingin hefur oft í sögu sinni átt frumkvæði að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þar má nefna verkamannabústaðina sem reistir voru í vesturborginni á fjórða áratug síðustu aldar, öll byggingasamvinnufélögin sem byggt hafa yfir heilu starfsstéttirnar, Breiðholtið og Bjarg íbúðafélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu árið 2016 og náð hefur eftirtektarverðum árangri – byggt meira en 1.000 íbúðir þar sem leigjendur njóta mun betri kjara en á almennum markaði. Nú í janúar voru fyrstu leiguíbúðir VR Blævar afhentar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Þar er einnig um að ræða rekstur sem snýst um að tryggja fólki heimili en ekki að maka krókinn á kostnað þess. Þannig liggur fyrir að ný nálgun ASÍ og BSRB í húsnæðismálum með stofnun Bjargs og Blævar hefur skilað miklum árangri og langir biðlistar eru til marks um að þörfin er mikil. Varðstaða um almannahag Með viljayfirlýsingunni hafa Reykjavíkurborg, BSRB og ASÍ sameinast um að leita leiða til að rjúfa vítahring lóðaskorts, verðhækkana og vaxta. Vissulega er þetta aðeins viljayfirlýsing en við skulum líta á hana sem fyrsta skref á braut sem getur – ef vel til tekst - valdið byltingu í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni. Sameinandi flötur okkar sem að yfirlýsingunni stöndum er varðstaða um almannahagsmuni. Missum ekki sjónar á því. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun