Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. Fyrir á Fox þrjá drengi og Baker eina dóttur.
„Hún er loksins komin!! Litla himneska fræið okkar,“ skrifar hinn nýbakaði faðir við myndskeið á Instagram sem sýnir hann halda í hönd dóttur sinnar.
Megan Fox og Machine Gun Kelly trúlofuðust í janúar árið 2022 en samband þeirra hófst snemma á árinu 2020. Þau kynntust við tökur á bíómyndinni Midnight in the Switchgrass. Frá því þau byrjuðu saman hefur parið og ástaratlot þeirra verið fyrirferðarmiki á myndum slúðurmiðla og samfélagsmiðla.
Megan Fox var áður með leikaranum Brian Austin Green. Þau byrjuðu saman árið 2004 og voru saman með einhverjum hléum í fjölda ára. Saman eiga þau synina, þá Noah Shannon, Bodhi Ransom og Journey River. Þau skildu svo endanlega í maí árið 2020.