Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 22. mars 2025 10:01 Í gær var opnað fyrir umsóknir í 1 milljarðs króna styrktarpott hjá Loftslags- og orkusjóði. Átakið sem um ræðir, „Jarðhiti jafnar leikinn“, er stærsta jarðhitaleitarátak sem ráðist hefur verið í á þessari öld. Markmiðið er skýrt; að hefja nýtingu jarðhita á þeim svæðum sem enn treysta á rafmagn eða olíu til húshitunar. „Jarðhiti jafnar leikinn“ varpar ljósi á þau sterku jákvæðu tengsl sem geta verið milli umhverfismála og efnahagsmála á Íslandi. Ef vel tekst til mun átakið skila mörgum krónum til hagkerfisins, á móti hverri útgjaldakrónu skattgreiðenda. 80% hærra verð á Ísafirði en Seltjarnarnesi Um 10% heimila og fjöldi fyrirtækja treysta enn á rafmagn eða olíu til húshitunar. Í byggðarlögum eins og Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum er enn notast við kynta hitaveitu, með tilheyrandi íþyngingu fyrir fólk og fyrirtæki.Á árinu 2024 var lægsta húshitunarverð á Ísafirði t.a.m. um 80% hærra en á Seltjarnarnesi. Aðstöðumunur á Íslandi gagnvart verði á orku bitnar beint á hagvaxtargetu byggða. Hærri orkukostnaður skerðir ráðstöfunartekjur heimila, dregur úr fjárfestingargetu og veikir samkeppnishæfni fyrirtækja. Innflutningur á olíu eykst og dýrmætri raforku er sóað í húshitun - raforku sem að öðrum kosti gæti verið varið til orkuskipta. 1% sparnaður í niðurgreiðslum og átakið mun borga sig Jarðhiti jafnar leikinn“ er fjárfesting sem getur skilað hagkerfinu tugum milljarða í ávinning til framtíðar. Það þarf ekki stórar breytingar til - jafnvel hóflegur árangur í formi 1% sparnaðar í niðurgreiðslum ríkisins nægir til að átakið standi undir sér. Ríkissjóður greiðir árlega yfir 2,5 milljarða króna í niðurgreiðslur til húshitunar á rafhituðum svæðum. Sé gert ráð fyrir 1% árlegri hækkun í niðurgreiðslum og 3,5% ávöxtunarkröfu á opinbert fjármagn nemur þessi framtíðarskuldbinding 100 milljörðum króna á núvirði – beinn kostnaður fyrir skattgreiðendur. Takist að lækka þennan kostnað um aðeins 1% með jarðhitaleit og nýtingu, skilar verkefnið sér að fullu til baka til skattgreiðenda – milljarður í sparnað á móti þeim milljarði sem verkefnið kostar. Þar að auki mun losna um dýrmæta raforku og dregið verður úr þörf fyrir frekari virkjanaframkvæmdir. Full ástæða til bjartsýni „Jarðhiti jafnar leikinn“ er skýr áminning um að umhverfismál eru nátengd efnahag þjóðarinnar. Ef vel tekst til með átakinu verður mörgum krónum skilað til baka á móti hverri útgjaldakrónu. Það er full ástæða til bjartsýni en ekki þarf að líta lengra en til nýlegs dæmis frá Ísafirði. Þar hefur nýlega fundist rúmlega 50°C heitt vatn sem getur líklega hitað upp þéttbýlið með stuðningi varmadælu. Við hjá Loftslags- og orkusjóði erum stolt af þessu mikilvæga verkefni. Með því að horfa til þjóðhagslegra hagkvæmra verkefna má leggja traustar efnahags- og umhverfisstoðir fyrir íslenskt samfélag til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar Loftslags-og orkusjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Efnahagsmál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gær var opnað fyrir umsóknir í 1 milljarðs króna styrktarpott hjá Loftslags- og orkusjóði. Átakið sem um ræðir, „Jarðhiti jafnar leikinn“, er stærsta jarðhitaleitarátak sem ráðist hefur verið í á þessari öld. Markmiðið er skýrt; að hefja nýtingu jarðhita á þeim svæðum sem enn treysta á rafmagn eða olíu til húshitunar. „Jarðhiti jafnar leikinn“ varpar ljósi á þau sterku jákvæðu tengsl sem geta verið milli umhverfismála og efnahagsmála á Íslandi. Ef vel tekst til mun átakið skila mörgum krónum til hagkerfisins, á móti hverri útgjaldakrónu skattgreiðenda. 80% hærra verð á Ísafirði en Seltjarnarnesi Um 10% heimila og fjöldi fyrirtækja treysta enn á rafmagn eða olíu til húshitunar. Í byggðarlögum eins og Ísafirði, Bolungarvík, Patreksfirði, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum er enn notast við kynta hitaveitu, með tilheyrandi íþyngingu fyrir fólk og fyrirtæki.Á árinu 2024 var lægsta húshitunarverð á Ísafirði t.a.m. um 80% hærra en á Seltjarnarnesi. Aðstöðumunur á Íslandi gagnvart verði á orku bitnar beint á hagvaxtargetu byggða. Hærri orkukostnaður skerðir ráðstöfunartekjur heimila, dregur úr fjárfestingargetu og veikir samkeppnishæfni fyrirtækja. Innflutningur á olíu eykst og dýrmætri raforku er sóað í húshitun - raforku sem að öðrum kosti gæti verið varið til orkuskipta. 1% sparnaður í niðurgreiðslum og átakið mun borga sig Jarðhiti jafnar leikinn“ er fjárfesting sem getur skilað hagkerfinu tugum milljarða í ávinning til framtíðar. Það þarf ekki stórar breytingar til - jafnvel hóflegur árangur í formi 1% sparnaðar í niðurgreiðslum ríkisins nægir til að átakið standi undir sér. Ríkissjóður greiðir árlega yfir 2,5 milljarða króna í niðurgreiðslur til húshitunar á rafhituðum svæðum. Sé gert ráð fyrir 1% árlegri hækkun í niðurgreiðslum og 3,5% ávöxtunarkröfu á opinbert fjármagn nemur þessi framtíðarskuldbinding 100 milljörðum króna á núvirði – beinn kostnaður fyrir skattgreiðendur. Takist að lækka þennan kostnað um aðeins 1% með jarðhitaleit og nýtingu, skilar verkefnið sér að fullu til baka til skattgreiðenda – milljarður í sparnað á móti þeim milljarði sem verkefnið kostar. Þar að auki mun losna um dýrmæta raforku og dregið verður úr þörf fyrir frekari virkjanaframkvæmdir. Full ástæða til bjartsýni „Jarðhiti jafnar leikinn“ er skýr áminning um að umhverfismál eru nátengd efnahag þjóðarinnar. Ef vel tekst til með átakinu verður mörgum krónum skilað til baka á móti hverri útgjaldakrónu. Það er full ástæða til bjartsýni en ekki þarf að líta lengra en til nýlegs dæmis frá Ísafirði. Þar hefur nýlega fundist rúmlega 50°C heitt vatn sem getur líklega hitað upp þéttbýlið með stuðningi varmadælu. Við hjá Loftslags- og orkusjóði erum stolt af þessu mikilvæga verkefni. Með því að horfa til þjóðhagslegra hagkvæmra verkefna má leggja traustar efnahags- og umhverfisstoðir fyrir íslenskt samfélag til framtíðar. Höfundur er formaður stjórnar Loftslags-og orkusjóðs
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun