Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar 5. október 2025 16:01 Ég bý við veg númer 329. Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu. Þetta er vegur sem ég, fjölskyldan mín og nágrannar mínir notum daglega. Til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk. Við framleiðum mat fyrir Íslendinga og ferðamenn alla daga ársins, en samt virðumst við ekki eiga skilið sama veg og ferðamaðurinn sem stoppar í eina nótt. Þetta er vandamál sem teygir sig um allt land, sveitavegir landsins eru margir orðnir minjar en mannvirki. Það er eitthvað bogið þegar fólk sem býr á landsbyggðinni þarf að aka eins og í torfærukeppni bara til að komast í vinnuna. Á meðan malbik og ljósaskilti spretta upp þar sem ferðamenn fara, molna grunnvegir landsbyggðarinnar niður. Við sem búum hér keyrum daglega á mölinni. Við forðumst holur, beygjum út í kant þegar flutningabíll eða mjólkurbíll kemur á móti, og skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka. Þetta er ekki lúxusvandamál – þetta er öryggismál. Hvernig á mjólkurbíll eða sjúkrabíll að komast leiðar sinnar þegar vegurinn er orðinn að skurði? Hvernig á fólk að vilja búa hér ef það þarf að taka áhættu í hvert sinn sem það leggur af stað? Við heyrum oft talað um fæðuöryggi, byggðastefnu og sjálfbærni. En hvað þýða þessi orð ef vegirnir sem halda sveitunum lifandi eru látnir grotna niður? Við sem vinnum í landbúnaði erum ekki að senda afurðir til útlanda – við erum að framleiða ferskan, íslenskan mat fyrir þjóðina og þá gesti sem heimsækja landið. Við erum hluti af þeirri ferðaþjónustu sem haldið er svo hátt á lofti – því án íslensks matar, er engin íslensk upplifun. En við þurfum líka að geta keyrt hann í afurðastöðvar og verslanir. Ef fjármunir í vegagerð fara fyrst og fremst í vegi sem ferðamenn nota, á meðan þeir vegir sem heimafólk treystir á eru látnir grotna, þá er forgangsröðunin röng. Það er ekki hægt að byggja framtíð í sveitum á rykugri möl og gloppóttum skurðum. Við verðum að hætta að tala um sveitina eins og hún sé minning – hún er grunnstoð þjóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um malbik eða möl – heldur virðingu. Virðingu fyrir fólki sem heldur landinu gangandi, framleiðir mat, ræktar, vinnur og byggir samfélag þar sem lífið er raunverulegt – alla daga ársins. Ef vegirnir grotna niður, þá gerir byggðin það líka. Og þegar byggðin fer, þá fer þjóðin að tapa sjálfri sér. Höfundur er svínabóndi í Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bý við veg númer 329. Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu. Þetta er vegur sem ég, fjölskyldan mín og nágrannar mínir notum daglega. Til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk. Við framleiðum mat fyrir Íslendinga og ferðamenn alla daga ársins, en samt virðumst við ekki eiga skilið sama veg og ferðamaðurinn sem stoppar í eina nótt. Þetta er vandamál sem teygir sig um allt land, sveitavegir landsins eru margir orðnir minjar en mannvirki. Það er eitthvað bogið þegar fólk sem býr á landsbyggðinni þarf að aka eins og í torfærukeppni bara til að komast í vinnuna. Á meðan malbik og ljósaskilti spretta upp þar sem ferðamenn fara, molna grunnvegir landsbyggðarinnar niður. Við sem búum hér keyrum daglega á mölinni. Við forðumst holur, beygjum út í kant þegar flutningabíll eða mjólkurbíll kemur á móti, og skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka. Þetta er ekki lúxusvandamál – þetta er öryggismál. Hvernig á mjólkurbíll eða sjúkrabíll að komast leiðar sinnar þegar vegurinn er orðinn að skurði? Hvernig á fólk að vilja búa hér ef það þarf að taka áhættu í hvert sinn sem það leggur af stað? Við heyrum oft talað um fæðuöryggi, byggðastefnu og sjálfbærni. En hvað þýða þessi orð ef vegirnir sem halda sveitunum lifandi eru látnir grotna niður? Við sem vinnum í landbúnaði erum ekki að senda afurðir til útlanda – við erum að framleiða ferskan, íslenskan mat fyrir þjóðina og þá gesti sem heimsækja landið. Við erum hluti af þeirri ferðaþjónustu sem haldið er svo hátt á lofti – því án íslensks matar, er engin íslensk upplifun. En við þurfum líka að geta keyrt hann í afurðastöðvar og verslanir. Ef fjármunir í vegagerð fara fyrst og fremst í vegi sem ferðamenn nota, á meðan þeir vegir sem heimafólk treystir á eru látnir grotna, þá er forgangsröðunin röng. Það er ekki hægt að byggja framtíð í sveitum á rykugri möl og gloppóttum skurðum. Við verðum að hætta að tala um sveitina eins og hún sé minning – hún er grunnstoð þjóðarinnar. Þetta snýst ekki bara um malbik eða möl – heldur virðingu. Virðingu fyrir fólki sem heldur landinu gangandi, framleiðir mat, ræktar, vinnur og byggir samfélag þar sem lífið er raunverulegt – alla daga ársins. Ef vegirnir grotna niður, þá gerir byggðin það líka. Og þegar byggðin fer, þá fer þjóðin að tapa sjálfri sér. Höfundur er svínabóndi í Laxárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun