Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar 3. október 2025 23:00 Frétt í Morgunblaðinu 28. september s.l. hefur vakið athygli undanfarið. Hún fjallaði um starfslaun listamanna. Þar kom fram að 10 rithöfundar, 3 konur og 7 karlar hefðu hvert um sig fengið greidda fjárhæð sem nemur meira en hundrað milljón krónum í opinbera styrki á tímabili sem spannar næstum þrjá áratugi. Til að setja tölurnar í samhengi er vert að geta þess að með sömu aðferðafræði væru samanlagðar tekjur fyrir einstakling á meðallaunum um 250 milljónir króna. Ég verð að játa að þessi frétt kom mér nokkuð á óvart. Og í raun sorglegt að Morgunblaðið hafi gefið henni slíkt vægi í sömu viku og nýr og metnaðarfullur menningarvefur blaðsins opnaði. Einkum vegna þess að fréttin byggir beint og gagnrýnislaust á greiningu sem virðist hvort tveggja unnin af vanþekkingu á bókmenningu og vankunnáttu í tölfræði. Eru upplýsingar Samtaka skattgreiðenda marktækar? Samtök skattgreiðenda eru félagasamtök, stofnuð 2012. Þau virðast hafa verið áberandi frá um 2012-2014. Eftir það sendu þau frá sér upplýsingar með óreglulegum hætti frá um 2015-2024, einkum á Fésbók. Engar nýjar fréttir birtust á vefsíðu samtakanna frá 2016-2025. Á undanförnum árum virðast engir ársreikningar félagsins hafa verið birtir og engir aðalfundir auglýstir, eða um þá fjallað á vef þeirra. Líklega eru í stjórn samtakanna sama fólk og var kjörið í stjórn fyrir rúmum áratug, en þó bregður bara einum stjórnarmanni fyrir á fésbókarsíðu samtakanna. Ef einhvern fýsir að ganga til liðs við þessi frjálsu félagasamtök eru ekki beinlínis hæg heimatök að skrá sig í félagið, en öllum frjálst og auðsótt mál að styrkja þau með peningaframlagi. Það að jafn ógagnsæ samtök hafi tekið að sér að gera „úttekt“ er í sjálfu sér fréttnæmt því það er ekki hlaupið að því að finna út úr því hvenær þau birtu eitthvað slíkt síðast. Einnig vegna þess að „úttektin“ inniheldur ekki yfirlýsingu um hlutleysi heldur er tölfræði hennar beinlínis sett fram til að styðja við eina fyrirfram gefna niðurstöðu: Að rithöfundar fái of mikið úr ríkissjóði en séu ekki að skrifa nógu margar blaðsíður fyrir fjármunina. Eitt það versta við „úttektina“ er að hún er svo illa unnin að ónafngreindum höfundi hennar auðnaðist ekki einu sinni að tína til réttan samanlagðan fjölda mánaða hvers rithöfundar fyrir sig. Sé lauslega litið yfir listann kemur í ljós að a.m.k. þrír rithöfundar eru taldir upp oftar en einu sinni. Mögulega þekkti óþekkti úttektarhöfundurinn bara enga höfunda með nafni og mögulega er viðkomandi hreinlega að kynna sér starfsumhverfi bókmennta hér á landi í fyrsta skipti. En fyrst ekki var hægt að telja sómasamlega saman heildarmánuði höfunda, er þá eitthvað að marka framsettar tölur? Sem forseti Bandalags íslenskra listamanna vil ég geta þess að kjósi samtökin að leita sér í framtíðinni aðstoðar til að koma í veg fyrir sambærileg vandamál, þá eru í boði ýmis endurmenntunarnámskeið. Einnig þekkir BÍL til aðila sem hafa til þess bæra þekkingu sem gætu nýst samtökunum til að vinna úr tölfræðigögnum. Sumir hafa meira segja boðist til að láta samtökin vita að ekki þarf lengur að handreikna tölfræðiupplýsingar og slá þær í kjölfarið inn. Til að auðvelda verkið er m.a.s. hægt að stilla upp Pivot-töflu sem raðar saman öllum höfundum í stafrófsröð og þannig hægt að telja saman réttan mánaðafjölda. Sömu aðilar vilja benda Samtökum skattgreiðenda á að þessi leið, séu gögnin yfirlesin af fólki með þekkingu á málefninu, býður upp á minni villuhættu en að styðja sig einungis við gervigreind. Þá hefur verið bent á að talning Samtaka skattgreiðenda á verkum höfunda í „úttektinni“ var röng. Verk rithöfunda voru kerfisbundið vanmetin í umfjöllun samtakanna. Jafnframt hefur verið bent á að það er talsvert villandi að margfalda úthlutaðum mánaðafjölda starfslauna listamanna með þeirri fjárhæð sem greidd er fyrir hvern mánuð nú. Það má Guð vita af hverju öll þessi vitleysa stafar. Sem forseti BÍL vona ég hins vegar að ekki bara listamenn, heldur flestir sem kynna sér þessi mál til hlítar, geti skilið að þetta mál varðar heilindi Samtaka skattgreiðenda og fyrirsvarsmanna þess. Ef samtökin, sem engum skattgreiðendum standa opin, ráða ekki við að vinna gögn án ytri rýni, hvers megnug eru þau? Er eitthvað að marka tölulegar upplýsingar þeirra yfirleitt? Meiri tími hefði átt að geta skilað vandaðri umfjöllun Tveimur dögum eftir að þessi frjálslega „úttekt“ Samtaka skattgreiðenda birtist opinberlega hafði Morgunblaðið slegið upp frétt um málið. Í fréttinni voru tölur samtakanna birtar án sjálfstæðs mats á þeim. Eina skýringin á þessu af hálfu Morgunblaðsins er vilji til að varpa ljósi á að sumir rithöfundar hafi oft fengið listamannalaun, og að yngri rithöfundar ættu að fá oftar starfslaun listamanna. Í umfjöllun Morgunblaðsins er hins vegar ekkert um það fjallað að sömu höfundar og eru þar nafngreindir hafa margsinnis ekki fengið listamannalaun. Í stað þess að fjalla um það er í umfjölluninni einblínt á eitt sjónarhorn: Að sumir aðilar, mögulega vegna pólitískra skoðana, fái alltaf listamannalaun. Sú fullyrðing fær hins vegar ekki staðist en hroðvirknislegum gögnum Samtaka skattgreiðenda tókst að sýna það, þótt „úttektin“ fjalli svo ekkert um það. Enginn rithöfundur hefur fengið full listamannalaun í 25 ár. Allir hafa þeir fengið synjun (eða ekki alltaf sótt um), eða fengið listamannalaun hluta úr ári. Það að valnefndir, sem skipaðar voru fjölda manns á undanförnum 25 árum til að tryggja hlutleysi og ný sjónarmið, hafi komist að þeirri niðurstöðu að akkúrat þessir 10 rithöfundar hafa oftast fengið listamannalaun, ræðst af faglegu mati þeirra og vönduðum umsóknum rithöfundanna. Svo einfalt er það. Tilgangur og markmið: Listamannalaun styðja við tjáningarfrelsi og efla lýðræðið Starfslaun listamanna hafa verið og verða ein mikilvægasta undirstaða menningar og lista á Íslandi. Þau skipta sköpum; styðja við frumsköpun í landinu og ábata samfélagsins af henni. Starfslaunin eru fjárfesting – ein sú allra verðmætasta sem til er. Fjárfesting sem styður við andlegt líf og forsendur þess að lifa og starfa á Íslandi á 21. öld. Um ábata eða kostnað má deila, en þegar upp er staðið er þetta ekki flókið. Starfslaun listamanna kosta fjármuni á sama tíma og þau borga sig. Þau borga sig á sama hátt og önnur málefni sem varða mennskuna, en verða ekki metin til fjár á þeirri stundu. Hafi sagan kennt okkur eitthvað, er það að fólk eyðir hversdeginum í að þrátta um list, listrænt gildi eða listamenn. Til lengri tíma litið, og í ljósi sögunnar, hefur það hins vegar ætíð borgað sig fyrir samfélög að verja fjármunum í listir og skapandi greinar. Slík fjárfesting eflir tjáningarfrelsið – hornstein lýðræðisins. Samskonar fjárfesting í lýðræði og tjáningarfrelsi felast í styrkjum ríkisins til stjórnmálaflokka og fjölmiðla. Undanfarin ár hafa einkareknir fjölmiðlar hlotið fjárframlög úr ríkissjóði í því skyni að styrkja lýðræðishlutverk þeirra. Samkvæmt eldri lögum um þá styrki og samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi á Alþingi er það eina markmiðið með stuðningskerfi ríkisins við fjölmiðla. Það er gott því líklega er fátt mikilvægara en að efla lýðræðið í vestrænum samfélögum á okkar tímum. Starfslaun listamanna skapa stöðugleika til þess að listum og menningu sé af alvöru sinnt hér á landi. Sambærileg kerfi eru við lýði á hinum Norðurlöndunum. Í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við er almennt viðurkennt að listir og menning hafa ekki og munu ekki einungis lúta lögmálum markaðarins. Það þarf að styðja við fólk til að skrifa og gefa út fleiri bækur en bara þær sem markaðurinn vill kaupa og selja. BÍL fagnar þeirri umræðu sem nú er haldið á lofti um gildi starfa rithöfunda og fjármögnun þeirra. Í umræðunni hefði gjarnan mátt halda því betur á lofti að mánaðarleg upphæð starfslauna listamanna hefur rýrnað verulega í samanburði við launaþróun á Íslandi á undanförnum árum. Á árunum 2011–2024 hækkuðu starfslaun listamanna um 96%, á meðan launavísitalan hækkaði um 160%. Hefðu starfslaun ársins 2011 fylgt launavísitölu, væri upphæð þeirra nú 37,5% hærri, eða 770.000 kr. Enn fremur er mánaðarleg fjárhæð listamannalauna mun lægri en viðmiðun skattsins fyrir reiknað endurgjald listafólks. Niðurstaða BÍL er því þessi: Stjórnvöld ættu snarlega að leiðrétta mánaðarlega upphæð starfslauna listamanna. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Fjölmiðlar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Frétt í Morgunblaðinu 28. september s.l. hefur vakið athygli undanfarið. Hún fjallaði um starfslaun listamanna. Þar kom fram að 10 rithöfundar, 3 konur og 7 karlar hefðu hvert um sig fengið greidda fjárhæð sem nemur meira en hundrað milljón krónum í opinbera styrki á tímabili sem spannar næstum þrjá áratugi. Til að setja tölurnar í samhengi er vert að geta þess að með sömu aðferðafræði væru samanlagðar tekjur fyrir einstakling á meðallaunum um 250 milljónir króna. Ég verð að játa að þessi frétt kom mér nokkuð á óvart. Og í raun sorglegt að Morgunblaðið hafi gefið henni slíkt vægi í sömu viku og nýr og metnaðarfullur menningarvefur blaðsins opnaði. Einkum vegna þess að fréttin byggir beint og gagnrýnislaust á greiningu sem virðist hvort tveggja unnin af vanþekkingu á bókmenningu og vankunnáttu í tölfræði. Eru upplýsingar Samtaka skattgreiðenda marktækar? Samtök skattgreiðenda eru félagasamtök, stofnuð 2012. Þau virðast hafa verið áberandi frá um 2012-2014. Eftir það sendu þau frá sér upplýsingar með óreglulegum hætti frá um 2015-2024, einkum á Fésbók. Engar nýjar fréttir birtust á vefsíðu samtakanna frá 2016-2025. Á undanförnum árum virðast engir ársreikningar félagsins hafa verið birtir og engir aðalfundir auglýstir, eða um þá fjallað á vef þeirra. Líklega eru í stjórn samtakanna sama fólk og var kjörið í stjórn fyrir rúmum áratug, en þó bregður bara einum stjórnarmanni fyrir á fésbókarsíðu samtakanna. Ef einhvern fýsir að ganga til liðs við þessi frjálsu félagasamtök eru ekki beinlínis hæg heimatök að skrá sig í félagið, en öllum frjálst og auðsótt mál að styrkja þau með peningaframlagi. Það að jafn ógagnsæ samtök hafi tekið að sér að gera „úttekt“ er í sjálfu sér fréttnæmt því það er ekki hlaupið að því að finna út úr því hvenær þau birtu eitthvað slíkt síðast. Einnig vegna þess að „úttektin“ inniheldur ekki yfirlýsingu um hlutleysi heldur er tölfræði hennar beinlínis sett fram til að styðja við eina fyrirfram gefna niðurstöðu: Að rithöfundar fái of mikið úr ríkissjóði en séu ekki að skrifa nógu margar blaðsíður fyrir fjármunina. Eitt það versta við „úttektina“ er að hún er svo illa unnin að ónafngreindum höfundi hennar auðnaðist ekki einu sinni að tína til réttan samanlagðan fjölda mánaða hvers rithöfundar fyrir sig. Sé lauslega litið yfir listann kemur í ljós að a.m.k. þrír rithöfundar eru taldir upp oftar en einu sinni. Mögulega þekkti óþekkti úttektarhöfundurinn bara enga höfunda með nafni og mögulega er viðkomandi hreinlega að kynna sér starfsumhverfi bókmennta hér á landi í fyrsta skipti. En fyrst ekki var hægt að telja sómasamlega saman heildarmánuði höfunda, er þá eitthvað að marka framsettar tölur? Sem forseti Bandalags íslenskra listamanna vil ég geta þess að kjósi samtökin að leita sér í framtíðinni aðstoðar til að koma í veg fyrir sambærileg vandamál, þá eru í boði ýmis endurmenntunarnámskeið. Einnig þekkir BÍL til aðila sem hafa til þess bæra þekkingu sem gætu nýst samtökunum til að vinna úr tölfræðigögnum. Sumir hafa meira segja boðist til að láta samtökin vita að ekki þarf lengur að handreikna tölfræðiupplýsingar og slá þær í kjölfarið inn. Til að auðvelda verkið er m.a.s. hægt að stilla upp Pivot-töflu sem raðar saman öllum höfundum í stafrófsröð og þannig hægt að telja saman réttan mánaðafjölda. Sömu aðilar vilja benda Samtökum skattgreiðenda á að þessi leið, séu gögnin yfirlesin af fólki með þekkingu á málefninu, býður upp á minni villuhættu en að styðja sig einungis við gervigreind. Þá hefur verið bent á að talning Samtaka skattgreiðenda á verkum höfunda í „úttektinni“ var röng. Verk rithöfunda voru kerfisbundið vanmetin í umfjöllun samtakanna. Jafnframt hefur verið bent á að það er talsvert villandi að margfalda úthlutaðum mánaðafjölda starfslauna listamanna með þeirri fjárhæð sem greidd er fyrir hvern mánuð nú. Það má Guð vita af hverju öll þessi vitleysa stafar. Sem forseti BÍL vona ég hins vegar að ekki bara listamenn, heldur flestir sem kynna sér þessi mál til hlítar, geti skilið að þetta mál varðar heilindi Samtaka skattgreiðenda og fyrirsvarsmanna þess. Ef samtökin, sem engum skattgreiðendum standa opin, ráða ekki við að vinna gögn án ytri rýni, hvers megnug eru þau? Er eitthvað að marka tölulegar upplýsingar þeirra yfirleitt? Meiri tími hefði átt að geta skilað vandaðri umfjöllun Tveimur dögum eftir að þessi frjálslega „úttekt“ Samtaka skattgreiðenda birtist opinberlega hafði Morgunblaðið slegið upp frétt um málið. Í fréttinni voru tölur samtakanna birtar án sjálfstæðs mats á þeim. Eina skýringin á þessu af hálfu Morgunblaðsins er vilji til að varpa ljósi á að sumir rithöfundar hafi oft fengið listamannalaun, og að yngri rithöfundar ættu að fá oftar starfslaun listamanna. Í umfjöllun Morgunblaðsins er hins vegar ekkert um það fjallað að sömu höfundar og eru þar nafngreindir hafa margsinnis ekki fengið listamannalaun. Í stað þess að fjalla um það er í umfjölluninni einblínt á eitt sjónarhorn: Að sumir aðilar, mögulega vegna pólitískra skoðana, fái alltaf listamannalaun. Sú fullyrðing fær hins vegar ekki staðist en hroðvirknislegum gögnum Samtaka skattgreiðenda tókst að sýna það, þótt „úttektin“ fjalli svo ekkert um það. Enginn rithöfundur hefur fengið full listamannalaun í 25 ár. Allir hafa þeir fengið synjun (eða ekki alltaf sótt um), eða fengið listamannalaun hluta úr ári. Það að valnefndir, sem skipaðar voru fjölda manns á undanförnum 25 árum til að tryggja hlutleysi og ný sjónarmið, hafi komist að þeirri niðurstöðu að akkúrat þessir 10 rithöfundar hafa oftast fengið listamannalaun, ræðst af faglegu mati þeirra og vönduðum umsóknum rithöfundanna. Svo einfalt er það. Tilgangur og markmið: Listamannalaun styðja við tjáningarfrelsi og efla lýðræðið Starfslaun listamanna hafa verið og verða ein mikilvægasta undirstaða menningar og lista á Íslandi. Þau skipta sköpum; styðja við frumsköpun í landinu og ábata samfélagsins af henni. Starfslaunin eru fjárfesting – ein sú allra verðmætasta sem til er. Fjárfesting sem styður við andlegt líf og forsendur þess að lifa og starfa á Íslandi á 21. öld. Um ábata eða kostnað má deila, en þegar upp er staðið er þetta ekki flókið. Starfslaun listamanna kosta fjármuni á sama tíma og þau borga sig. Þau borga sig á sama hátt og önnur málefni sem varða mennskuna, en verða ekki metin til fjár á þeirri stundu. Hafi sagan kennt okkur eitthvað, er það að fólk eyðir hversdeginum í að þrátta um list, listrænt gildi eða listamenn. Til lengri tíma litið, og í ljósi sögunnar, hefur það hins vegar ætíð borgað sig fyrir samfélög að verja fjármunum í listir og skapandi greinar. Slík fjárfesting eflir tjáningarfrelsið – hornstein lýðræðisins. Samskonar fjárfesting í lýðræði og tjáningarfrelsi felast í styrkjum ríkisins til stjórnmálaflokka og fjölmiðla. Undanfarin ár hafa einkareknir fjölmiðlar hlotið fjárframlög úr ríkissjóði í því skyni að styrkja lýðræðishlutverk þeirra. Samkvæmt eldri lögum um þá styrki og samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi á Alþingi er það eina markmiðið með stuðningskerfi ríkisins við fjölmiðla. Það er gott því líklega er fátt mikilvægara en að efla lýðræðið í vestrænum samfélögum á okkar tímum. Starfslaun listamanna skapa stöðugleika til þess að listum og menningu sé af alvöru sinnt hér á landi. Sambærileg kerfi eru við lýði á hinum Norðurlöndunum. Í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við er almennt viðurkennt að listir og menning hafa ekki og munu ekki einungis lúta lögmálum markaðarins. Það þarf að styðja við fólk til að skrifa og gefa út fleiri bækur en bara þær sem markaðurinn vill kaupa og selja. BÍL fagnar þeirri umræðu sem nú er haldið á lofti um gildi starfa rithöfunda og fjármögnun þeirra. Í umræðunni hefði gjarnan mátt halda því betur á lofti að mánaðarleg upphæð starfslauna listamanna hefur rýrnað verulega í samanburði við launaþróun á Íslandi á undanförnum árum. Á árunum 2011–2024 hækkuðu starfslaun listamanna um 96%, á meðan launavísitalan hækkaði um 160%. Hefðu starfslaun ársins 2011 fylgt launavísitölu, væri upphæð þeirra nú 37,5% hærri, eða 770.000 kr. Enn fremur er mánaðarleg fjárhæð listamannalauna mun lægri en viðmiðun skattsins fyrir reiknað endurgjald listafólks. Niðurstaða BÍL er því þessi: Stjórnvöld ættu snarlega að leiðrétta mánaðarlega upphæð starfslauna listamanna. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun