Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. október 2025 07:33 Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins. Hæstiréttur hefur fyrir það fyrsta ekki gefið nein tilmæli í þessum efnum heldur einfaldlega sagt að í tilteknu máli hafi einstaklingur ekki fengið fæðingarorlofsgreiðslur hér á landi eftir búsetu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einfalt væri að breyta einfaldlega hérlendum lögum þannig að þau tryggðu þau réttindi stæði vilji til þess. Ekki þarf af þeim sökum að ganga svo langt að veita þar með öllu því regluverki frá Evrópusambandinu sem hefur verið og verður tekið upp í gegnum EES-samninginn í framtíðinni forgang á lagasetningu sem á sér innlendan uppruna. Virtir lögspekingar, eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafa annars sagt að sú leið sem til stendur að fara með frumvarpi Þorgerðar standist ekki fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þess vegna hafi verið staðið að málum með þeim hætti sem raunin var varðandi bókun 35 í upphafi. Sjálfur er Markús ljóslega hlynntur því að innleiða bókunina með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir en telur einfaldlega að standa þurfi þá lögformlega rétt að þeim málum og breyta fyrst stjórnarskránni. Hvað EFTA-dómstólsinn varðar er hlutverk hans einfaldlega að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn EES-samingnum samkvæmt honum. Miklu nær er að fá úrskurð hans en að ætla að láta undan kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem er í raun ákæruvaldið í þessum efnum, eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar áður en látið er að minnsta kosti fyrst reyna á málið fyrir þeim dómstóli sem hefur það hlutverk að úrskurða um slíkt. Frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu. Fyrir EFTA-dómstólnum væri allavega möguleiki að niðurstaðan yrði okkur hagstæð. Formaður Viðreisnar sagði frumvarpið þýða að stjórnvöld hefðu forræði á málinu sem stenzt enga skoðun. Deginum ljósara er að efni þess felur í sér að látið yrði algerlega undan kröfum ESA. Væri sú ekki raunin myndi stofnunin eðli málsins samkvæmt halda samningsbrotamáli sínu gegn Íslandi til streitu þar til kröfurnar yrðu uppfylltar. Ekki sízt þegar skilaboðin frá íslenzkum stjórnvöldum eru þau að þau þori ekki að leita réttar síns fyrir EFTA-dómstólnum. Fremur en að gefast upp eins og til stendur af hálfu stjórnvalda er ekki spurning að láta reyna á málið fyrir dómstólnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókun 35 Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins. Hæstiréttur hefur fyrir það fyrsta ekki gefið nein tilmæli í þessum efnum heldur einfaldlega sagt að í tilteknu máli hafi einstaklingur ekki fengið fæðingarorlofsgreiðslur hér á landi eftir búsetu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins. Einfalt væri að breyta einfaldlega hérlendum lögum þannig að þau tryggðu þau réttindi stæði vilji til þess. Ekki þarf af þeim sökum að ganga svo langt að veita þar með öllu því regluverki frá Evrópusambandinu sem hefur verið og verður tekið upp í gegnum EES-samninginn í framtíðinni forgang á lagasetningu sem á sér innlendan uppruna. Virtir lögspekingar, eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, og Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hafa annars sagt að sú leið sem til stendur að fara með frumvarpi Þorgerðar standist ekki fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þess vegna hafi verið staðið að málum með þeim hætti sem raunin var varðandi bókun 35 í upphafi. Sjálfur er Markús ljóslega hlynntur því að innleiða bókunina með þeim hætti sem frumvarpið gerir ráð fyrir en telur einfaldlega að standa þurfi þá lögformlega rétt að þeim málum og breyta fyrst stjórnarskránni. Hvað EFTA-dómstólsinn varðar er hlutverk hans einfaldlega að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn EES-samingnum samkvæmt honum. Miklu nær er að fá úrskurð hans en að ætla að láta undan kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), sem er í raun ákæruvaldið í þessum efnum, eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar áður en látið er að minnsta kosti fyrst reyna á málið fyrir þeim dómstóli sem hefur það hlutverk að úrskurða um slíkt. Frumvarpið felur í sér algera uppgjöf í málinu. Fyrir EFTA-dómstólnum væri allavega möguleiki að niðurstaðan yrði okkur hagstæð. Formaður Viðreisnar sagði frumvarpið þýða að stjórnvöld hefðu forræði á málinu sem stenzt enga skoðun. Deginum ljósara er að efni þess felur í sér að látið yrði algerlega undan kröfum ESA. Væri sú ekki raunin myndi stofnunin eðli málsins samkvæmt halda samningsbrotamáli sínu gegn Íslandi til streitu þar til kröfurnar yrðu uppfylltar. Ekki sízt þegar skilaboðin frá íslenzkum stjórnvöldum eru þau að þau þori ekki að leita réttar síns fyrir EFTA-dómstólnum. Fremur en að gefast upp eins og til stendur af hálfu stjórnvalda er ekki spurning að láta reyna á málið fyrir dómstólnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun