Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar 3. október 2025 09:01 Það er einfalt: ef við viljum að fólk standi sig, njóti sín og þrífist í vinnunni, þá verðum við að skapa aðstæður sem gera það mögulegt. Samt sjáum við of oft að innivistarþættir eins og dagsljós, hljóðvist, loftgæði og hitastig eru afgangsstærðir í hönnun vinnustaða. Við vitum flest hvað skiptir máli fyrir heilsu okkar – hreyfing, svefn, næring, útivera. En hversu oft gleymum við því að við eyðum stærstum hluta lífsins innandyra? Það er þar sem við þurfum að tryggja heilnæmt umhverfi. Ef við gerum það ekki, þá borgum við verðið: starfsfólk með skerta heilsu, minni einbeitingu og minni orku. Það kostar bæði einstaklingana, fyrirtækin og samfélagið. Þættir eins og hljóð, ljós og loft eru ekki smáatriði – þau móta beinlínis hvernig okkur líður og hvernig við vinnum. Rétt lýsing getur stutt við afköst, dægursveifluna og bætt svefngæði. Útsýni dregur úr streitu. Góð hljóðvist eykur einbeitingu og vellíðan. Loftgæði og hitastig ræður miklu um vellíðan okkar og frammistöðu. Þetta er ekki lúxus; þetta er grunnforsenda heilbrigðs vinnulífs. Hins vegar eru of margir vinnustaðir á Íslandi hannaðir til að uppfylla lágmarkskröfur – eða jafnvel hannaðir til að sniðganga lágmarkskröfur. Enn er algengt að starfsfólk vinni dögum saman eða tímum saman í rýmum án glugga, án dagsljóss og án tengingar við umhverfið. Og samt er ætlast til að það skili hámarksárangri. Í nágrannalöndunum þætti þetta óásættanlegt. Af hverju sættum við okkur við það? Vandinn er að verktakar byggja til að selja eða leigja út, ekki með heilsu framtíðarstarfsmanna í huga. Það er því ánægjulegt þegar fyrirtæki stíga fram og byggja fyrir sig með vellíðan starfsmanna að leiðarljósi. Slík verkefni sýna að það er hægt – og ættu að vera fyrirmynd fyrir fleiri. Draumurinn er að við hættum að líta á góða innivist sem valfrjálst aukaatriði. Hún er forsenda þess að við getum dafnað í vinnunni. Hún er fjárfesting í starfsfólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Meira dagsljós, betri loftgæði, þægilegt hitastig, góð hljóðvist og útsýni sem dregur úr streitu – það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmarkskrafa. Höfundur er verkfræðingur PhD hjá Lotu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er einfalt: ef við viljum að fólk standi sig, njóti sín og þrífist í vinnunni, þá verðum við að skapa aðstæður sem gera það mögulegt. Samt sjáum við of oft að innivistarþættir eins og dagsljós, hljóðvist, loftgæði og hitastig eru afgangsstærðir í hönnun vinnustaða. Við vitum flest hvað skiptir máli fyrir heilsu okkar – hreyfing, svefn, næring, útivera. En hversu oft gleymum við því að við eyðum stærstum hluta lífsins innandyra? Það er þar sem við þurfum að tryggja heilnæmt umhverfi. Ef við gerum það ekki, þá borgum við verðið: starfsfólk með skerta heilsu, minni einbeitingu og minni orku. Það kostar bæði einstaklingana, fyrirtækin og samfélagið. Þættir eins og hljóð, ljós og loft eru ekki smáatriði – þau móta beinlínis hvernig okkur líður og hvernig við vinnum. Rétt lýsing getur stutt við afköst, dægursveifluna og bætt svefngæði. Útsýni dregur úr streitu. Góð hljóðvist eykur einbeitingu og vellíðan. Loftgæði og hitastig ræður miklu um vellíðan okkar og frammistöðu. Þetta er ekki lúxus; þetta er grunnforsenda heilbrigðs vinnulífs. Hins vegar eru of margir vinnustaðir á Íslandi hannaðir til að uppfylla lágmarkskröfur – eða jafnvel hannaðir til að sniðganga lágmarkskröfur. Enn er algengt að starfsfólk vinni dögum saman eða tímum saman í rýmum án glugga, án dagsljóss og án tengingar við umhverfið. Og samt er ætlast til að það skili hámarksárangri. Í nágrannalöndunum þætti þetta óásættanlegt. Af hverju sættum við okkur við það? Vandinn er að verktakar byggja til að selja eða leigja út, ekki með heilsu framtíðarstarfsmanna í huga. Það er því ánægjulegt þegar fyrirtæki stíga fram og byggja fyrir sig með vellíðan starfsmanna að leiðarljósi. Slík verkefni sýna að það er hægt – og ættu að vera fyrirmynd fyrir fleiri. Draumurinn er að við hættum að líta á góða innivist sem valfrjálst aukaatriði. Hún er forsenda þess að við getum dafnað í vinnunni. Hún er fjárfesting í starfsfólki, fyrirtækjum og samfélaginu öllu. Meira dagsljós, betri loftgæði, þægilegt hitastig, góð hljóðvist og útsýni sem dregur úr streitu – það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmarkskrafa. Höfundur er verkfræðingur PhD hjá Lotu ehf.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun