Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar 3. október 2025 11:32 Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Ný rannsókn staðfestir að þessi gagnrýni á fullt erindi í opinbera umræðu: foreldrar upplifa aukið álag, stöðuga tímaþröng og jafnvel samviskubit yfir því að geta ekki mætt kröfum sem módelið gerir til þeirra. Eitt dæmi sem rannsóknin dregur fram er tengt skráningardögum og tilfærslum barna milli leikskóla. Í grein á Vísi var vitnað til leikskólastjóra sem sagði það „spennandi“ fyrir börn að fara í nýjan leikskóla. En hér er ástæða til að staldra við. Hvað merkir þessi spenna fyrir lítið barn? Þegar barnið mitt byrjar í nýjum leikskóla fer fram aðlögum frá minnst þremur dögum, stundum lengur. Við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa öryggi, tengsl og ró í aðlögun – svo hvers vegna er þá talið sjálfsagt að rjúfa þau tengsl með því að senda börn í nýtt umhverfi, með nýju starfsfólki og nýjum vinum? Skiptir aðlögun allt í einu engu máli? Foreldrar upplifa að þessi stefna fari gegn því sem við vitum best um þarfir barna. Sama á við um þann „sveigjanleika“ sem Kópavogsmódelið á að bjóða upp á. Í raun er sveigjanleikinn aðeins fyrir þá sem hafa aðstöðu til að nýta hann. Foreldrar með sveigjanlegan vinnutíma eða bakland sem getur tekið við barninu geta nýtt sér sex tíma vistun gjaldfrjálst. Fyrir langflesta, sérstaklega tekjulægri foreldra og þá sem eru í fullri vinnu án baklands, er þetta engin raunhæf lausn. Þeir þurfa á 8 tíma vistun að halda – og greiða hæstu gjöld landsins fyrir það. Þarna birtist félagsleg mismunun: módel sem hentar betur efnameiri fjölskyldum með sveigjanlegt starf, en setur aukið álag á þá sem hafa minnst svigrúm. Þegar vistun er aðeins sex klukkustundir, þá færist álagið yfir á heimilin. Foreldrar þurfa að stytta vinnudag eða hlaupa milli vinnu og leikskóla, og gæðastundir með börnum verða ekki fleiri – heldur færast í pressaðan ramma þar sem allir eru þreyttir og á hlaupum. Þetta er í beinni mótsögn við það sem ætti að vera markmið leikskólaþjónustu: að styðja við jafnvægi milli fjölskyldu og atvinnu, og skapa börnum stöðugleika. Við höfum áður spurt: Hvernig getur bær sem skilar milljörðum í hagnað réttlætt að rukka hæstu leikskólagjöld landsins? Hvers vegna er bær sem skilar milljörðum í hagnað ekki að nýta þá fjármuni til að lækka leikskólagjöld – í stað þess að hækka þau aftur og aftur? Nú bætist við ný spurning: Hvernig getur bær sem leggur áherslu á aðlögun, öryggi og jafnrétti réttlætt kerfi sem í framkvæmd veldur félagslegri mismunun, samviskubiti og stöðugu álagi á foreldra? Það er kominn tími til að ræða Kópavogsmódelið af heiðarleika. Ekki bara í fallegum frösum um sveigjanleika og spennu, heldur út frá raunverulegri reynslu barna og foreldra. Þau gögn sem liggja fyrir sýna að kerfið þjónar ekki öllum jafnt. Börn þurfa stöðugleika, foreldrar þurfa raunhæfar lausnir og samfélagið allt græðir á því þegar leikskólar eru reknir sem skólastofnar – ekki sem álagshlaup fyrir fjölskyldur. Höfundur er formaður Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Ný rannsókn staðfestir að þessi gagnrýni á fullt erindi í opinbera umræðu: foreldrar upplifa aukið álag, stöðuga tímaþröng og jafnvel samviskubit yfir því að geta ekki mætt kröfum sem módelið gerir til þeirra. Eitt dæmi sem rannsóknin dregur fram er tengt skráningardögum og tilfærslum barna milli leikskóla. Í grein á Vísi var vitnað til leikskólastjóra sem sagði það „spennandi“ fyrir börn að fara í nýjan leikskóla. En hér er ástæða til að staldra við. Hvað merkir þessi spenna fyrir lítið barn? Þegar barnið mitt byrjar í nýjum leikskóla fer fram aðlögum frá minnst þremur dögum, stundum lengur. Við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa öryggi, tengsl og ró í aðlögun – svo hvers vegna er þá talið sjálfsagt að rjúfa þau tengsl með því að senda börn í nýtt umhverfi, með nýju starfsfólki og nýjum vinum? Skiptir aðlögun allt í einu engu máli? Foreldrar upplifa að þessi stefna fari gegn því sem við vitum best um þarfir barna. Sama á við um þann „sveigjanleika“ sem Kópavogsmódelið á að bjóða upp á. Í raun er sveigjanleikinn aðeins fyrir þá sem hafa aðstöðu til að nýta hann. Foreldrar með sveigjanlegan vinnutíma eða bakland sem getur tekið við barninu geta nýtt sér sex tíma vistun gjaldfrjálst. Fyrir langflesta, sérstaklega tekjulægri foreldra og þá sem eru í fullri vinnu án baklands, er þetta engin raunhæf lausn. Þeir þurfa á 8 tíma vistun að halda – og greiða hæstu gjöld landsins fyrir það. Þarna birtist félagsleg mismunun: módel sem hentar betur efnameiri fjölskyldum með sveigjanlegt starf, en setur aukið álag á þá sem hafa minnst svigrúm. Þegar vistun er aðeins sex klukkustundir, þá færist álagið yfir á heimilin. Foreldrar þurfa að stytta vinnudag eða hlaupa milli vinnu og leikskóla, og gæðastundir með börnum verða ekki fleiri – heldur færast í pressaðan ramma þar sem allir eru þreyttir og á hlaupum. Þetta er í beinni mótsögn við það sem ætti að vera markmið leikskólaþjónustu: að styðja við jafnvægi milli fjölskyldu og atvinnu, og skapa börnum stöðugleika. Við höfum áður spurt: Hvernig getur bær sem skilar milljörðum í hagnað réttlætt að rukka hæstu leikskólagjöld landsins? Hvers vegna er bær sem skilar milljörðum í hagnað ekki að nýta þá fjármuni til að lækka leikskólagjöld – í stað þess að hækka þau aftur og aftur? Nú bætist við ný spurning: Hvernig getur bær sem leggur áherslu á aðlögun, öryggi og jafnrétti réttlætt kerfi sem í framkvæmd veldur félagslegri mismunun, samviskubiti og stöðugu álagi á foreldra? Það er kominn tími til að ræða Kópavogsmódelið af heiðarleika. Ekki bara í fallegum frösum um sveigjanleika og spennu, heldur út frá raunverulegri reynslu barna og foreldra. Þau gögn sem liggja fyrir sýna að kerfið þjónar ekki öllum jafnt. Börn þurfa stöðugleika, foreldrar þurfa raunhæfar lausnir og samfélagið allt græðir á því þegar leikskólar eru reknir sem skólastofnar – ekki sem álagshlaup fyrir fjölskyldur. Höfundur er formaður Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun