Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar 3. október 2025 11:32 Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Ný rannsókn staðfestir að þessi gagnrýni á fullt erindi í opinbera umræðu: foreldrar upplifa aukið álag, stöðuga tímaþröng og jafnvel samviskubit yfir því að geta ekki mætt kröfum sem módelið gerir til þeirra. Eitt dæmi sem rannsóknin dregur fram er tengt skráningardögum og tilfærslum barna milli leikskóla. Í grein á Vísi var vitnað til leikskólastjóra sem sagði það „spennandi“ fyrir börn að fara í nýjan leikskóla. En hér er ástæða til að staldra við. Hvað merkir þessi spenna fyrir lítið barn? Þegar barnið mitt byrjar í nýjum leikskóla fer fram aðlögum frá minnst þremur dögum, stundum lengur. Við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa öryggi, tengsl og ró í aðlögun – svo hvers vegna er þá talið sjálfsagt að rjúfa þau tengsl með því að senda börn í nýtt umhverfi, með nýju starfsfólki og nýjum vinum? Skiptir aðlögun allt í einu engu máli? Foreldrar upplifa að þessi stefna fari gegn því sem við vitum best um þarfir barna. Sama á við um þann „sveigjanleika“ sem Kópavogsmódelið á að bjóða upp á. Í raun er sveigjanleikinn aðeins fyrir þá sem hafa aðstöðu til að nýta hann. Foreldrar með sveigjanlegan vinnutíma eða bakland sem getur tekið við barninu geta nýtt sér sex tíma vistun gjaldfrjálst. Fyrir langflesta, sérstaklega tekjulægri foreldra og þá sem eru í fullri vinnu án baklands, er þetta engin raunhæf lausn. Þeir þurfa á 8 tíma vistun að halda – og greiða hæstu gjöld landsins fyrir það. Þarna birtist félagsleg mismunun: módel sem hentar betur efnameiri fjölskyldum með sveigjanlegt starf, en setur aukið álag á þá sem hafa minnst svigrúm. Þegar vistun er aðeins sex klukkustundir, þá færist álagið yfir á heimilin. Foreldrar þurfa að stytta vinnudag eða hlaupa milli vinnu og leikskóla, og gæðastundir með börnum verða ekki fleiri – heldur færast í pressaðan ramma þar sem allir eru þreyttir og á hlaupum. Þetta er í beinni mótsögn við það sem ætti að vera markmið leikskólaþjónustu: að styðja við jafnvægi milli fjölskyldu og atvinnu, og skapa börnum stöðugleika. Við höfum áður spurt: Hvernig getur bær sem skilar milljörðum í hagnað réttlætt að rukka hæstu leikskólagjöld landsins? Hvers vegna er bær sem skilar milljörðum í hagnað ekki að nýta þá fjármuni til að lækka leikskólagjöld – í stað þess að hækka þau aftur og aftur? Nú bætist við ný spurning: Hvernig getur bær sem leggur áherslu á aðlögun, öryggi og jafnrétti réttlætt kerfi sem í framkvæmd veldur félagslegri mismunun, samviskubiti og stöðugu álagi á foreldra? Það er kominn tími til að ræða Kópavogsmódelið af heiðarleika. Ekki bara í fallegum frösum um sveigjanleika og spennu, heldur út frá raunverulegri reynslu barna og foreldra. Þau gögn sem liggja fyrir sýna að kerfið þjónar ekki öllum jafnt. Börn þurfa stöðugleika, foreldrar þurfa raunhæfar lausnir og samfélagið allt græðir á því þegar leikskólar eru reknir sem skólastofnar – ekki sem álagshlaup fyrir fjölskyldur. Höfundur er formaður Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. Ný rannsókn staðfestir að þessi gagnrýni á fullt erindi í opinbera umræðu: foreldrar upplifa aukið álag, stöðuga tímaþröng og jafnvel samviskubit yfir því að geta ekki mætt kröfum sem módelið gerir til þeirra. Eitt dæmi sem rannsóknin dregur fram er tengt skráningardögum og tilfærslum barna milli leikskóla. Í grein á Vísi var vitnað til leikskólastjóra sem sagði það „spennandi“ fyrir börn að fara í nýjan leikskóla. En hér er ástæða til að staldra við. Hvað merkir þessi spenna fyrir lítið barn? Þegar barnið mitt byrjar í nýjum leikskóla fer fram aðlögum frá minnst þremur dögum, stundum lengur. Við leggjum gríðarlega áherslu á að skapa öryggi, tengsl og ró í aðlögun – svo hvers vegna er þá talið sjálfsagt að rjúfa þau tengsl með því að senda börn í nýtt umhverfi, með nýju starfsfólki og nýjum vinum? Skiptir aðlögun allt í einu engu máli? Foreldrar upplifa að þessi stefna fari gegn því sem við vitum best um þarfir barna. Sama á við um þann „sveigjanleika“ sem Kópavogsmódelið á að bjóða upp á. Í raun er sveigjanleikinn aðeins fyrir þá sem hafa aðstöðu til að nýta hann. Foreldrar með sveigjanlegan vinnutíma eða bakland sem getur tekið við barninu geta nýtt sér sex tíma vistun gjaldfrjálst. Fyrir langflesta, sérstaklega tekjulægri foreldra og þá sem eru í fullri vinnu án baklands, er þetta engin raunhæf lausn. Þeir þurfa á 8 tíma vistun að halda – og greiða hæstu gjöld landsins fyrir það. Þarna birtist félagsleg mismunun: módel sem hentar betur efnameiri fjölskyldum með sveigjanlegt starf, en setur aukið álag á þá sem hafa minnst svigrúm. Þegar vistun er aðeins sex klukkustundir, þá færist álagið yfir á heimilin. Foreldrar þurfa að stytta vinnudag eða hlaupa milli vinnu og leikskóla, og gæðastundir með börnum verða ekki fleiri – heldur færast í pressaðan ramma þar sem allir eru þreyttir og á hlaupum. Þetta er í beinni mótsögn við það sem ætti að vera markmið leikskólaþjónustu: að styðja við jafnvægi milli fjölskyldu og atvinnu, og skapa börnum stöðugleika. Við höfum áður spurt: Hvernig getur bær sem skilar milljörðum í hagnað réttlætt að rukka hæstu leikskólagjöld landsins? Hvers vegna er bær sem skilar milljörðum í hagnað ekki að nýta þá fjármuni til að lækka leikskólagjöld – í stað þess að hækka þau aftur og aftur? Nú bætist við ný spurning: Hvernig getur bær sem leggur áherslu á aðlögun, öryggi og jafnrétti réttlætt kerfi sem í framkvæmd veldur félagslegri mismunun, samviskubiti og stöðugu álagi á foreldra? Það er kominn tími til að ræða Kópavogsmódelið af heiðarleika. Ekki bara í fallegum frösum um sveigjanleika og spennu, heldur út frá raunverulegri reynslu barna og foreldra. Þau gögn sem liggja fyrir sýna að kerfið þjónar ekki öllum jafnt. Börn þurfa stöðugleika, foreldrar þurfa raunhæfar lausnir og samfélagið allt græðir á því þegar leikskólar eru reknir sem skólastofnar – ekki sem álagshlaup fyrir fjölskyldur. Höfundur er formaður Samleik – samtaka foreldrar leikskóla barna í Kópavogi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun