George Foreman er látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2025 07:45 Einn sá allra höggþyngsti, George Foreman. Getty Bandaríski hnefaleikakappinn George Foreman lést í dag, laugardag, 76 ára að aldri. Hann vann gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1968 og varð tvívegis þungavigtarmeistari. Fjöldskylda hans greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlum. Foreman þjarmaði svoleiðis að Ali fyrstu lotur bardagans, en það var sá síðarnefndi sem endaði á að sigra.Getty Þekktasti bardagi Foreman var án efa bardagi hans gegn Muhammad Ali í Austur Kongó, sem þá hét Zaír, árið 1974. Bardaginn var markaðsettur sem Rumble in the Jungle og hefur gengið undir því nafni síðan, en Ali bar sigur úr býtum eftir rothögg í áttundu lotu. Þar með tapaði Foreman þungarvigtartitlinum. Íþróttasíða Vísis eftir sigur Ali á Foreman.Tímarit.is Í kjölfar þess bardaga barðist Foreman nokkrum sinnum, og sigraði meðal annars Joe Frazier og Ron Lyle. En árið 1977, þegar Foreman var einungis 28 ára gamall, tilkynnti hann að hann væri hættur í hnefaleikum. Hann starfaði sem trúboði í Texas, heimaríki hans, í tíu ár þar á eftir. Hann sneri þó aftur árið 1987, 38 ára gamall, og vann að einni stærstu endurkomu íþróttasögunnar. Árið 1991 laut hann í lægra haldi, þó naumt væri, gegn Evander Holyfield þar sem þungavigtartitillinn var í boði. Tveimur árum seinna tókst honum þó ætlunarverkið. Þá sigraði Foreman Michael Moorer með rothöggi í tíundu lotu og varð þungavigtarmeistari á ný, 45 ára og 299 daga gamall. George Foreman varð þungavigtarmeistari nánast 46 ára gamall.Getty Þetta sama ár, 1993, kom hann að framleiðslu einskonar samlokugrills sem heitir í höfuðið á honum, George Foreman-grillið. Þessi vara naut gríðarlegra vinsælda og mun hafa selst í hundrað milljónum eintaka um allan heim. Árið 1999 seldi Foreman sinn hlut, fyrir 138 milljónir Bandaríkjadali. Síðasti bardagi Foreman var gegn Shannon Briggs árið 1997 þar sem hann tapaði. Hann átti þó farsælan sjónvarpsferil þar í kjölfarið. George Foreman-grillið naut gríðarlegra vinsældaGetty Andlát Box Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Fjöldskylda hans greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlum. Foreman þjarmaði svoleiðis að Ali fyrstu lotur bardagans, en það var sá síðarnefndi sem endaði á að sigra.Getty Þekktasti bardagi Foreman var án efa bardagi hans gegn Muhammad Ali í Austur Kongó, sem þá hét Zaír, árið 1974. Bardaginn var markaðsettur sem Rumble in the Jungle og hefur gengið undir því nafni síðan, en Ali bar sigur úr býtum eftir rothögg í áttundu lotu. Þar með tapaði Foreman þungarvigtartitlinum. Íþróttasíða Vísis eftir sigur Ali á Foreman.Tímarit.is Í kjölfar þess bardaga barðist Foreman nokkrum sinnum, og sigraði meðal annars Joe Frazier og Ron Lyle. En árið 1977, þegar Foreman var einungis 28 ára gamall, tilkynnti hann að hann væri hættur í hnefaleikum. Hann starfaði sem trúboði í Texas, heimaríki hans, í tíu ár þar á eftir. Hann sneri þó aftur árið 1987, 38 ára gamall, og vann að einni stærstu endurkomu íþróttasögunnar. Árið 1991 laut hann í lægra haldi, þó naumt væri, gegn Evander Holyfield þar sem þungavigtartitillinn var í boði. Tveimur árum seinna tókst honum þó ætlunarverkið. Þá sigraði Foreman Michael Moorer með rothöggi í tíundu lotu og varð þungavigtarmeistari á ný, 45 ára og 299 daga gamall. George Foreman varð þungavigtarmeistari nánast 46 ára gamall.Getty Þetta sama ár, 1993, kom hann að framleiðslu einskonar samlokugrills sem heitir í höfuðið á honum, George Foreman-grillið. Þessi vara naut gríðarlegra vinsælda og mun hafa selst í hundrað milljónum eintaka um allan heim. Árið 1999 seldi Foreman sinn hlut, fyrir 138 milljónir Bandaríkjadali. Síðasti bardagi Foreman var gegn Shannon Briggs árið 1997 þar sem hann tapaði. Hann átti þó farsælan sjónvarpsferil þar í kjölfarið. George Foreman-grillið naut gríðarlegra vinsældaGetty
Andlát Box Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira