George Foreman er látinn Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2025 07:45 Einn sá allra höggþyngsti, George Foreman. Getty Bandaríski hnefaleikakappinn George Foreman lést í dag, laugardag, 76 ára að aldri. Hann vann gullmedalíu á Ólympíuleikunum 1968 og varð tvívegis þungavigtarmeistari. Fjöldskylda hans greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlum. Foreman þjarmaði svoleiðis að Ali fyrstu lotur bardagans, en það var sá síðarnefndi sem endaði á að sigra.Getty Þekktasti bardagi Foreman var án efa bardagi hans gegn Muhammad Ali í Austur Kongó, sem þá hét Zaír, árið 1974. Bardaginn var markaðsettur sem Rumble in the Jungle og hefur gengið undir því nafni síðan, en Ali bar sigur úr býtum eftir rothögg í áttundu lotu. Þar með tapaði Foreman þungarvigtartitlinum. Íþróttasíða Vísis eftir sigur Ali á Foreman.Tímarit.is Í kjölfar þess bardaga barðist Foreman nokkrum sinnum, og sigraði meðal annars Joe Frazier og Ron Lyle. En árið 1977, þegar Foreman var einungis 28 ára gamall, tilkynnti hann að hann væri hættur í hnefaleikum. Hann starfaði sem trúboði í Texas, heimaríki hans, í tíu ár þar á eftir. Hann sneri þó aftur árið 1987, 38 ára gamall, og vann að einni stærstu endurkomu íþróttasögunnar. Árið 1991 laut hann í lægra haldi, þó naumt væri, gegn Evander Holyfield þar sem þungavigtartitillinn var í boði. Tveimur árum seinna tókst honum þó ætlunarverkið. Þá sigraði Foreman Michael Moorer með rothöggi í tíundu lotu og varð þungavigtarmeistari á ný, 45 ára og 299 daga gamall. George Foreman varð þungavigtarmeistari nánast 46 ára gamall.Getty Þetta sama ár, 1993, kom hann að framleiðslu einskonar samlokugrills sem heitir í höfuðið á honum, George Foreman-grillið. Þessi vara naut gríðarlegra vinsælda og mun hafa selst í hundrað milljónum eintaka um allan heim. Árið 1999 seldi Foreman sinn hlut, fyrir 138 milljónir Bandaríkjadali. Síðasti bardagi Foreman var gegn Shannon Briggs árið 1997 þar sem hann tapaði. Hann átti þó farsælan sjónvarpsferil þar í kjölfarið. George Foreman-grillið naut gríðarlegra vinsældaGetty Andlát Box Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira
Fjöldskylda hans greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlum. Foreman þjarmaði svoleiðis að Ali fyrstu lotur bardagans, en það var sá síðarnefndi sem endaði á að sigra.Getty Þekktasti bardagi Foreman var án efa bardagi hans gegn Muhammad Ali í Austur Kongó, sem þá hét Zaír, árið 1974. Bardaginn var markaðsettur sem Rumble in the Jungle og hefur gengið undir því nafni síðan, en Ali bar sigur úr býtum eftir rothögg í áttundu lotu. Þar með tapaði Foreman þungarvigtartitlinum. Íþróttasíða Vísis eftir sigur Ali á Foreman.Tímarit.is Í kjölfar þess bardaga barðist Foreman nokkrum sinnum, og sigraði meðal annars Joe Frazier og Ron Lyle. En árið 1977, þegar Foreman var einungis 28 ára gamall, tilkynnti hann að hann væri hættur í hnefaleikum. Hann starfaði sem trúboði í Texas, heimaríki hans, í tíu ár þar á eftir. Hann sneri þó aftur árið 1987, 38 ára gamall, og vann að einni stærstu endurkomu íþróttasögunnar. Árið 1991 laut hann í lægra haldi, þó naumt væri, gegn Evander Holyfield þar sem þungavigtartitillinn var í boði. Tveimur árum seinna tókst honum þó ætlunarverkið. Þá sigraði Foreman Michael Moorer með rothöggi í tíundu lotu og varð þungavigtarmeistari á ný, 45 ára og 299 daga gamall. George Foreman varð þungavigtarmeistari nánast 46 ára gamall.Getty Þetta sama ár, 1993, kom hann að framleiðslu einskonar samlokugrills sem heitir í höfuðið á honum, George Foreman-grillið. Þessi vara naut gríðarlegra vinsælda og mun hafa selst í hundrað milljónum eintaka um allan heim. Árið 1999 seldi Foreman sinn hlut, fyrir 138 milljónir Bandaríkjadali. Síðasti bardagi Foreman var gegn Shannon Briggs árið 1997 þar sem hann tapaði. Hann átti þó farsælan sjónvarpsferil þar í kjölfarið. George Foreman-grillið naut gríðarlegra vinsældaGetty
Andlát Box Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Sjá meira