Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. mars 2025 19:51 Tracy Morgan er búinn að jafna sig eftir svæsna matareitrun sem varð til þess að hann ældi á körfuboltavöll í Madison Square Garden. Bandaríski grínistinn Tracy Morgan, sem þurfti að flytja í hjólastól af leik New York Knicks og Miami Heat eftir að hann ældi á völlinn í gær, segist hafa veikst af matareitrun. Hinn 56 ára Morgan, sem er þekktastur fyrir leik sinn í grínþáttunum 30 Rock, greindi frá fréttunum í Instagram-færslu þar sem hann þakkaði fylgjendum sínum fyrir áhyggjurnar og kveðjurnar. „Mér líður vel núna og læknarnir segja að þetta hafi verið matareitrun,“ skrifaði Morgan í færslunni og birti mynd af sér liggjandi í sjúkrarúmi berum að ofan, alsettum snúrum, að gefa þumalinn upp. Í færslunni þakkaði Morgan MSG-fjölskyldu sinni og vísaði þar sennilega í starfsfólk Madison Square Garden. Þá hrósaði hann sérstaklega fólkinu sem þreif upp æluna eftir hann. „Það sem meira máli skiptir er að Knicks eru núna 1-0 þegar ég æli á völlinn svo kannski ég þurfi að henda aftur í það í úrslitakeppninni😅 #goknicks,“ bætti hann svo við í færslunni. Morgan sat á fremsta bekk í Madison Square Garden og ældi því beint á körfuboltavöllinn. Starfsfólk í höllinni var fljótt að bregðast við og var Morgan keyrður á brott í hjólastól með handklæði fyrir andlitinu. Vegna uppákomunnar var leiknum seinkað um rúmlega tíu mínútur. Knicks höfðu leitt með sex stigum þegar leikurinn var stöðvaður en eftir seinkunina skoruðu heimamenn 24 stig gegn sex stigum Miami-manna. Þeir leiddu því 88-64 fyrir fjórða leikhluta og unnu á endanum öruggan sigur 116-95. Eftir að fréttirnar bárust í gær töldu einhverjir að atvikið hefði tengst alvarlegu bílslysi sem Morgan lenti í fyrir rúmum tíu árum og hafði gríðarlegar afleiðingar. Morgan lifði af lífshættulegt bílslys í júní árið 2014 þegar Walmart-trukkur keyrði aftan á limmósínu grínistans á hraðbraut í New Jersey. Ökumaður bílsins hafði ekki sofið í sólarhring og ók á of miklum hraða til að geta stöðvað trukkinn í tæka tíð. Sjá einnig: Tracy Morgan í lífshættu eftir bílslys Morgan fótbrotnaði og var í dái í tvær vikur eftir slysið en James McNair, mentor Morgan og náinn samstarfsaðili, lést í slysinu. Þrír aðrir slösuðust alvarlega. Morgan notaði hjólastól í fimm mánuði eftir slysið og þurfti að fara í mikla endurhæfingu til að geta gengið og talað á ný. Hollywood Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30 Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Hinn 56 ára Morgan, sem er þekktastur fyrir leik sinn í grínþáttunum 30 Rock, greindi frá fréttunum í Instagram-færslu þar sem hann þakkaði fylgjendum sínum fyrir áhyggjurnar og kveðjurnar. „Mér líður vel núna og læknarnir segja að þetta hafi verið matareitrun,“ skrifaði Morgan í færslunni og birti mynd af sér liggjandi í sjúkrarúmi berum að ofan, alsettum snúrum, að gefa þumalinn upp. Í færslunni þakkaði Morgan MSG-fjölskyldu sinni og vísaði þar sennilega í starfsfólk Madison Square Garden. Þá hrósaði hann sérstaklega fólkinu sem þreif upp æluna eftir hann. „Það sem meira máli skiptir er að Knicks eru núna 1-0 þegar ég æli á völlinn svo kannski ég þurfi að henda aftur í það í úrslitakeppninni😅 #goknicks,“ bætti hann svo við í færslunni. Morgan sat á fremsta bekk í Madison Square Garden og ældi því beint á körfuboltavöllinn. Starfsfólk í höllinni var fljótt að bregðast við og var Morgan keyrður á brott í hjólastól með handklæði fyrir andlitinu. Vegna uppákomunnar var leiknum seinkað um rúmlega tíu mínútur. Knicks höfðu leitt með sex stigum þegar leikurinn var stöðvaður en eftir seinkunina skoruðu heimamenn 24 stig gegn sex stigum Miami-manna. Þeir leiddu því 88-64 fyrir fjórða leikhluta og unnu á endanum öruggan sigur 116-95. Eftir að fréttirnar bárust í gær töldu einhverjir að atvikið hefði tengst alvarlegu bílslysi sem Morgan lenti í fyrir rúmum tíu árum og hafði gríðarlegar afleiðingar. Morgan lifði af lífshættulegt bílslys í júní árið 2014 þegar Walmart-trukkur keyrði aftan á limmósínu grínistans á hraðbraut í New Jersey. Ökumaður bílsins hafði ekki sofið í sólarhring og ók á of miklum hraða til að geta stöðvað trukkinn í tæka tíð. Sjá einnig: Tracy Morgan í lífshættu eftir bílslys Morgan fótbrotnaði og var í dái í tvær vikur eftir slysið en James McNair, mentor Morgan og náinn samstarfsaðili, lést í slysinu. Þrír aðrir slösuðust alvarlega. Morgan notaði hjólastól í fimm mánuði eftir slysið og þurfti að fara í mikla endurhæfingu til að geta gengið og talað á ný.
Hollywood Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30 Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30
Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30