Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. mars 2025 19:51 Tracy Morgan er búinn að jafna sig eftir svæsna matareitrun sem varð til þess að hann ældi á körfuboltavöll í Madison Square Garden. Bandaríski grínistinn Tracy Morgan, sem þurfti að flytja í hjólastól af leik New York Knicks og Miami Heat eftir að hann ældi á völlinn í gær, segist hafa veikst af matareitrun. Hinn 56 ára Morgan, sem er þekktastur fyrir leik sinn í grínþáttunum 30 Rock, greindi frá fréttunum í Instagram-færslu þar sem hann þakkaði fylgjendum sínum fyrir áhyggjurnar og kveðjurnar. „Mér líður vel núna og læknarnir segja að þetta hafi verið matareitrun,“ skrifaði Morgan í færslunni og birti mynd af sér liggjandi í sjúkrarúmi berum að ofan, alsettum snúrum, að gefa þumalinn upp. Í færslunni þakkaði Morgan MSG-fjölskyldu sinni og vísaði þar sennilega í starfsfólk Madison Square Garden. Þá hrósaði hann sérstaklega fólkinu sem þreif upp æluna eftir hann. „Það sem meira máli skiptir er að Knicks eru núna 1-0 þegar ég æli á völlinn svo kannski ég þurfi að henda aftur í það í úrslitakeppninni😅 #goknicks,“ bætti hann svo við í færslunni. Morgan sat á fremsta bekk í Madison Square Garden og ældi því beint á körfuboltavöllinn. Starfsfólk í höllinni var fljótt að bregðast við og var Morgan keyrður á brott í hjólastól með handklæði fyrir andlitinu. Vegna uppákomunnar var leiknum seinkað um rúmlega tíu mínútur. Knicks höfðu leitt með sex stigum þegar leikurinn var stöðvaður en eftir seinkunina skoruðu heimamenn 24 stig gegn sex stigum Miami-manna. Þeir leiddu því 88-64 fyrir fjórða leikhluta og unnu á endanum öruggan sigur 116-95. Eftir að fréttirnar bárust í gær töldu einhverjir að atvikið hefði tengst alvarlegu bílslysi sem Morgan lenti í fyrir rúmum tíu árum og hafði gríðarlegar afleiðingar. Morgan lifði af lífshættulegt bílslys í júní árið 2014 þegar Walmart-trukkur keyrði aftan á limmósínu grínistans á hraðbraut í New Jersey. Ökumaður bílsins hafði ekki sofið í sólarhring og ók á of miklum hraða til að geta stöðvað trukkinn í tæka tíð. Sjá einnig: Tracy Morgan í lífshættu eftir bílslys Morgan fótbrotnaði og var í dái í tvær vikur eftir slysið en James McNair, mentor Morgan og náinn samstarfsaðili, lést í slysinu. Þrír aðrir slösuðust alvarlega. Morgan notaði hjólastól í fimm mánuði eftir slysið og þurfti að fara í mikla endurhæfingu til að geta gengið og talað á ný. Hollywood Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30 Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hinn 56 ára Morgan, sem er þekktastur fyrir leik sinn í grínþáttunum 30 Rock, greindi frá fréttunum í Instagram-færslu þar sem hann þakkaði fylgjendum sínum fyrir áhyggjurnar og kveðjurnar. „Mér líður vel núna og læknarnir segja að þetta hafi verið matareitrun,“ skrifaði Morgan í færslunni og birti mynd af sér liggjandi í sjúkrarúmi berum að ofan, alsettum snúrum, að gefa þumalinn upp. Í færslunni þakkaði Morgan MSG-fjölskyldu sinni og vísaði þar sennilega í starfsfólk Madison Square Garden. Þá hrósaði hann sérstaklega fólkinu sem þreif upp æluna eftir hann. „Það sem meira máli skiptir er að Knicks eru núna 1-0 þegar ég æli á völlinn svo kannski ég þurfi að henda aftur í það í úrslitakeppninni😅 #goknicks,“ bætti hann svo við í færslunni. Morgan sat á fremsta bekk í Madison Square Garden og ældi því beint á körfuboltavöllinn. Starfsfólk í höllinni var fljótt að bregðast við og var Morgan keyrður á brott í hjólastól með handklæði fyrir andlitinu. Vegna uppákomunnar var leiknum seinkað um rúmlega tíu mínútur. Knicks höfðu leitt með sex stigum þegar leikurinn var stöðvaður en eftir seinkunina skoruðu heimamenn 24 stig gegn sex stigum Miami-manna. Þeir leiddu því 88-64 fyrir fjórða leikhluta og unnu á endanum öruggan sigur 116-95. Eftir að fréttirnar bárust í gær töldu einhverjir að atvikið hefði tengst alvarlegu bílslysi sem Morgan lenti í fyrir rúmum tíu árum og hafði gríðarlegar afleiðingar. Morgan lifði af lífshættulegt bílslys í júní árið 2014 þegar Walmart-trukkur keyrði aftan á limmósínu grínistans á hraðbraut í New Jersey. Ökumaður bílsins hafði ekki sofið í sólarhring og ók á of miklum hraða til að geta stöðvað trukkinn í tæka tíð. Sjá einnig: Tracy Morgan í lífshættu eftir bílslys Morgan fótbrotnaði og var í dái í tvær vikur eftir slysið en James McNair, mentor Morgan og náinn samstarfsaðili, lést í slysinu. Þrír aðrir slösuðust alvarlega. Morgan notaði hjólastól í fimm mánuði eftir slysið og þurfti að fara í mikla endurhæfingu til að geta gengið og talað á ný.
Hollywood Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30 Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30
Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“