Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar 16. mars 2025 07:31 Það er orðið ljóst fyrir allnokkru að Háskóli Íslands er helsti starfsvettvangur ævi minnar. Þótt ég hafi á sínum tíma dvalið hátt í áratug erlendis í framhaldsnámi og verið nokkur misseri gestaprófessor við erlenda háskóla í áranna rás, þá hefur Háskóli Íslands verið mín heimahöfn síðan ég var ráðinn þangað fyrst sem kennari í janúar 1987. Ég hef sinnt þar ýmsum stjórnunarstörfum allt síðan 1989 og verið í margvíslegu samstarfi við þá afbragðsgóðu rektora sem hafa stýrt skólanum síðan þá og til þessa dags. Skólinn er ekki stór á alþjóðamælikvarða en hann vegur þungt í íslensku samfélagi og ég hef fengið að kynnast því hvað hann hefur verið vel rekinn og hvernig rektorar og annað stjórnarfólk skólans hafa brugðist af mikilli ábyrgð við erfiðum aðstæðum. Skólinn hefur að mínu mati ítrekað sannað að hann stendur undir því sjálfstæði sem speglast meðal annars í því að þegar líður að lokum stjórnartíðar rektors, þá fær starfsfólk og nemendur á þessum stærsta vinnustað landsins að kjósa þann sem tekur við þessu lykilembætti. Nú líður að rektorskosningum. Góðu heilli eru nokkrir ágætir umsækjendur um starfið og hafa þau kynnt viðhorf sín og reynslu á liðnum vikum. Að mínu mati er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hæfastur umsækjenda. Horfi ég þar til mikillar reynslu hans í kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur starfað síðan 2003, þar af sem prófessor síðan 2009. En einnig hef ég í huga þá sérfræðiþekkingu og starfsreynslu sem hann aflaði sér þann áratug sem hann var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur annast margháttaða stjórnun við Háskóla Íslands, m.a. sem forseti Læknadeildar. Síðast en ekki síst byggi ég traust mitt á því hvernig Magnús hefur nálgast vettvang rektorsstarfsins, hvernig hann hefur kynnt sér af einstakri alúð hina margháttuðu starfsemi stofnunarinnar og hinar fjölbreytilegu leiðir í námi, kennslu og rannsóknum, sem og hverskonar umsýslu og rekstraratriðum. Ég veit að hann mun verða rektor sem lætur sig alla þessa stofnun varða af heilum hug, jafnt nemendur, kennara sem annað starfsfólk. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið ljóst fyrir allnokkru að Háskóli Íslands er helsti starfsvettvangur ævi minnar. Þótt ég hafi á sínum tíma dvalið hátt í áratug erlendis í framhaldsnámi og verið nokkur misseri gestaprófessor við erlenda háskóla í áranna rás, þá hefur Háskóli Íslands verið mín heimahöfn síðan ég var ráðinn þangað fyrst sem kennari í janúar 1987. Ég hef sinnt þar ýmsum stjórnunarstörfum allt síðan 1989 og verið í margvíslegu samstarfi við þá afbragðsgóðu rektora sem hafa stýrt skólanum síðan þá og til þessa dags. Skólinn er ekki stór á alþjóðamælikvarða en hann vegur þungt í íslensku samfélagi og ég hef fengið að kynnast því hvað hann hefur verið vel rekinn og hvernig rektorar og annað stjórnarfólk skólans hafa brugðist af mikilli ábyrgð við erfiðum aðstæðum. Skólinn hefur að mínu mati ítrekað sannað að hann stendur undir því sjálfstæði sem speglast meðal annars í því að þegar líður að lokum stjórnartíðar rektors, þá fær starfsfólk og nemendur á þessum stærsta vinnustað landsins að kjósa þann sem tekur við þessu lykilembætti. Nú líður að rektorskosningum. Góðu heilli eru nokkrir ágætir umsækjendur um starfið og hafa þau kynnt viðhorf sín og reynslu á liðnum vikum. Að mínu mati er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hæfastur umsækjenda. Horfi ég þar til mikillar reynslu hans í kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur starfað síðan 2003, þar af sem prófessor síðan 2009. En einnig hef ég í huga þá sérfræðiþekkingu og starfsreynslu sem hann aflaði sér þann áratug sem hann var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur annast margháttaða stjórnun við Háskóla Íslands, m.a. sem forseti Læknadeildar. Síðast en ekki síst byggi ég traust mitt á því hvernig Magnús hefur nálgast vettvang rektorsstarfsins, hvernig hann hefur kynnt sér af einstakri alúð hina margháttuðu starfsemi stofnunarinnar og hinar fjölbreytilegu leiðir í námi, kennslu og rannsóknum, sem og hverskonar umsýslu og rekstraratriðum. Ég veit að hann mun verða rektor sem lætur sig alla þessa stofnun varða af heilum hug, jafnt nemendur, kennara sem annað starfsfólk. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun