Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar 16. mars 2025 07:31 Það er orðið ljóst fyrir allnokkru að Háskóli Íslands er helsti starfsvettvangur ævi minnar. Þótt ég hafi á sínum tíma dvalið hátt í áratug erlendis í framhaldsnámi og verið nokkur misseri gestaprófessor við erlenda háskóla í áranna rás, þá hefur Háskóli Íslands verið mín heimahöfn síðan ég var ráðinn þangað fyrst sem kennari í janúar 1987. Ég hef sinnt þar ýmsum stjórnunarstörfum allt síðan 1989 og verið í margvíslegu samstarfi við þá afbragðsgóðu rektora sem hafa stýrt skólanum síðan þá og til þessa dags. Skólinn er ekki stór á alþjóðamælikvarða en hann vegur þungt í íslensku samfélagi og ég hef fengið að kynnast því hvað hann hefur verið vel rekinn og hvernig rektorar og annað stjórnarfólk skólans hafa brugðist af mikilli ábyrgð við erfiðum aðstæðum. Skólinn hefur að mínu mati ítrekað sannað að hann stendur undir því sjálfstæði sem speglast meðal annars í því að þegar líður að lokum stjórnartíðar rektors, þá fær starfsfólk og nemendur á þessum stærsta vinnustað landsins að kjósa þann sem tekur við þessu lykilembætti. Nú líður að rektorskosningum. Góðu heilli eru nokkrir ágætir umsækjendur um starfið og hafa þau kynnt viðhorf sín og reynslu á liðnum vikum. Að mínu mati er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hæfastur umsækjenda. Horfi ég þar til mikillar reynslu hans í kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur starfað síðan 2003, þar af sem prófessor síðan 2009. En einnig hef ég í huga þá sérfræðiþekkingu og starfsreynslu sem hann aflaði sér þann áratug sem hann var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur annast margháttaða stjórnun við Háskóla Íslands, m.a. sem forseti Læknadeildar. Síðast en ekki síst byggi ég traust mitt á því hvernig Magnús hefur nálgast vettvang rektorsstarfsins, hvernig hann hefur kynnt sér af einstakri alúð hina margháttuðu starfsemi stofnunarinnar og hinar fjölbreytilegu leiðir í námi, kennslu og rannsóknum, sem og hverskonar umsýslu og rekstraratriðum. Ég veit að hann mun verða rektor sem lætur sig alla þessa stofnun varða af heilum hug, jafnt nemendur, kennara sem annað starfsfólk. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið ljóst fyrir allnokkru að Háskóli Íslands er helsti starfsvettvangur ævi minnar. Þótt ég hafi á sínum tíma dvalið hátt í áratug erlendis í framhaldsnámi og verið nokkur misseri gestaprófessor við erlenda háskóla í áranna rás, þá hefur Háskóli Íslands verið mín heimahöfn síðan ég var ráðinn þangað fyrst sem kennari í janúar 1987. Ég hef sinnt þar ýmsum stjórnunarstörfum allt síðan 1989 og verið í margvíslegu samstarfi við þá afbragðsgóðu rektora sem hafa stýrt skólanum síðan þá og til þessa dags. Skólinn er ekki stór á alþjóðamælikvarða en hann vegur þungt í íslensku samfélagi og ég hef fengið að kynnast því hvað hann hefur verið vel rekinn og hvernig rektorar og annað stjórnarfólk skólans hafa brugðist af mikilli ábyrgð við erfiðum aðstæðum. Skólinn hefur að mínu mati ítrekað sannað að hann stendur undir því sjálfstæði sem speglast meðal annars í því að þegar líður að lokum stjórnartíðar rektors, þá fær starfsfólk og nemendur á þessum stærsta vinnustað landsins að kjósa þann sem tekur við þessu lykilembætti. Nú líður að rektorskosningum. Góðu heilli eru nokkrir ágætir umsækjendur um starfið og hafa þau kynnt viðhorf sín og reynslu á liðnum vikum. Að mínu mati er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild, hæfastur umsækjenda. Horfi ég þar til mikillar reynslu hans í kennslu og rannsóknum við Háskóla Íslands, þar sem hann hefur starfað síðan 2003, þar af sem prófessor síðan 2009. En einnig hef ég í huga þá sérfræðiþekkingu og starfsreynslu sem hann aflaði sér þann áratug sem hann var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, auk þess sem hann hefur annast margháttaða stjórnun við Háskóla Íslands, m.a. sem forseti Læknadeildar. Síðast en ekki síst byggi ég traust mitt á því hvernig Magnús hefur nálgast vettvang rektorsstarfsins, hvernig hann hefur kynnt sér af einstakri alúð hina margháttuðu starfsemi stofnunarinnar og hinar fjölbreytilegu leiðir í námi, kennslu og rannsóknum, sem og hverskonar umsýslu og rekstraratriðum. Ég veit að hann mun verða rektor sem lætur sig alla þessa stofnun varða af heilum hug, jafnt nemendur, kennara sem annað starfsfólk. Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar