Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar 12. mars 2025 08:01 Það er gömul saga og ný að brýn þörf er á fjölgun hjúkrunarrýma. Á sjötta áratug síðustu aldar tóku óhagnaðardrifin félagasamtök, Sjómannadagsráð, af skarið og byggði upp dvalarheimili fyrir samborgara sína, ekki síst þá sem höfðu unnið hörðum höndum í sjávarútvegi og áttu erfitt með að tryggja sér öruggt skjól á efri árum. Þessi uppbygging var fjármögnuð með margvíslegum hætti: Happdrætti DAS, söfnunarátaki og með stuðningi úr samfélaginu. Úr þessu framtaki spruttu Hrafnistuheimilin sem í dag eru stærstu hjúkrunarheimili landsins og sinna hundruðum íbúa með vandaðri þjónustu. Og enn í dag fer allur ágóði í áframhaldandi uppbyggingu og að efla þjónustu við okkar fólk. Hægagangur í uppbyggingu slæmur fyrir alla Síðustu áratugi hefur fjölgun og uppbygging hjúkrunarrýma hins vegar verið á forræði ríkis og sveitarfélaga, sem hefur flækt mál og uppbygging nýrra hjúkrunarheimila hefur verið of hæg. Þessi seinagangur hefur skapað óviðunandi stöðu þar sem fjölmargir aldraðir þurfa að bíða í langan tíma eftir að komast inn á hjúkrunarheimili sem leggur þungar birgðar á bæði fólkið sjálft og ástvini þeirra. Þá er ótalinn sá umfangsmikli kostnaður sem heilbrigðiskerfið ber vegna þess að ekki séu til næg hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Nú verðum við því að horfa til fyrri reynslu og leyfa einkaaðilum eins og Sjómannadagsráði og fleirum að láta verkin tala. Leiguverð verður að endurspegla raunkostnað Ástæða þess að félagasamtök og einkaaðilar hafa ekki treyst sér sjálf til að eiga frumkvæðið að byggingu hjúkrunarrýma, eins og gert var á árum áður, er einfaldlega sú að fyrir því er ekki rekstrargrundvöllur. Ríkið hefurhingað til hafnað því að greiða eðlilega leigu fyrir húsnæði hjúkrunarheimila en greiðir þess í stað svokallað húsnæðisgjald ásamt framlögum úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það eru smámunir samanborið við raunkostnað rekstrar húsakostsins og kostnað við byggingu hjúkrunarheimilisins - húsnæðisgjaldið útleggst á 1300 krónur á fermetrann á Hrafnistu við Laugarás, en yfirleitt leigist atvinnuhúsnæði á 3500 krónur á fermetrann. Það verður lagt í dóm lesandans að ákveða hvort einhver treysti sér í fjárfestingu á þessum grundvelli. Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári hverju næstu fimmtán árin. Þúsund eða fimmtánhundruð hjúkrunarrými verða ekki tilbúin með því að smella fingri, nú eða með einhverjum töfralausnum á borð við að breyta gömlum og óhentugum húsakosti í hjúkrunarrými eða með því að púsla saman gámahúsum og kalla það söluvænlegum hugtökum. Það verður gert með því að horfa til lengri tíma, vanda til verka og hafa ávallt einhver uppbyggingarverkefni í pípunum. Áætlanir þurfa að vera skynsamlegar og standast, og fylgt eftir af aðilum sem horfa til þess að veita þjónustu en ekki græða. Hlutverk hins opinbera ætti að vera að semja við aðila eins og Sjómannadagsráð til að tryggja að sífellt sé litið til framtíðar og fjölgun hjúkrunarrýma sé í takti við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er kominn tími á að stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur taki höndum saman og axli ábyrgð. Með réttum áherslum og samvinnu er hægt að tryggja eldra fólki mannsæmandi umönnun, líkt og Sjómannadagsráð sýndi að væri mögulegt á sínum tíma. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjávarútvegur Hjúkrunarheimili Mest lesið Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er gömul saga og ný að brýn þörf er á fjölgun hjúkrunarrýma. Á sjötta áratug síðustu aldar tóku óhagnaðardrifin félagasamtök, Sjómannadagsráð, af skarið og byggði upp dvalarheimili fyrir samborgara sína, ekki síst þá sem höfðu unnið hörðum höndum í sjávarútvegi og áttu erfitt með að tryggja sér öruggt skjól á efri árum. Þessi uppbygging var fjármögnuð með margvíslegum hætti: Happdrætti DAS, söfnunarátaki og með stuðningi úr samfélaginu. Úr þessu framtaki spruttu Hrafnistuheimilin sem í dag eru stærstu hjúkrunarheimili landsins og sinna hundruðum íbúa með vandaðri þjónustu. Og enn í dag fer allur ágóði í áframhaldandi uppbyggingu og að efla þjónustu við okkar fólk. Hægagangur í uppbyggingu slæmur fyrir alla Síðustu áratugi hefur fjölgun og uppbygging hjúkrunarrýma hins vegar verið á forræði ríkis og sveitarfélaga, sem hefur flækt mál og uppbygging nýrra hjúkrunarheimila hefur verið of hæg. Þessi seinagangur hefur skapað óviðunandi stöðu þar sem fjölmargir aldraðir þurfa að bíða í langan tíma eftir að komast inn á hjúkrunarheimili sem leggur þungar birgðar á bæði fólkið sjálft og ástvini þeirra. Þá er ótalinn sá umfangsmikli kostnaður sem heilbrigðiskerfið ber vegna þess að ekki séu til næg hjúkrunarrými fyrir eldri borgara. Nú verðum við því að horfa til fyrri reynslu og leyfa einkaaðilum eins og Sjómannadagsráði og fleirum að láta verkin tala. Leiguverð verður að endurspegla raunkostnað Ástæða þess að félagasamtök og einkaaðilar hafa ekki treyst sér sjálf til að eiga frumkvæðið að byggingu hjúkrunarrýma, eins og gert var á árum áður, er einfaldlega sú að fyrir því er ekki rekstrargrundvöllur. Ríkið hefurhingað til hafnað því að greiða eðlilega leigu fyrir húsnæði hjúkrunarheimila en greiðir þess í stað svokallað húsnæðisgjald ásamt framlögum úr framkvæmdasjóði aldraðra. Það eru smámunir samanborið við raunkostnað rekstrar húsakostsins og kostnað við byggingu hjúkrunarheimilisins - húsnæðisgjaldið útleggst á 1300 krónur á fermetrann á Hrafnistu við Laugarás, en yfirleitt leigist atvinnuhúsnæði á 3500 krónur á fermetrann. Það verður lagt í dóm lesandans að ákveða hvort einhver treysti sér í fjárfestingu á þessum grundvelli. Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári Við þurfum 100 ný hjúkrunarrými á ári hverju næstu fimmtán árin. Þúsund eða fimmtánhundruð hjúkrunarrými verða ekki tilbúin með því að smella fingri, nú eða með einhverjum töfralausnum á borð við að breyta gömlum og óhentugum húsakosti í hjúkrunarrými eða með því að púsla saman gámahúsum og kalla það söluvænlegum hugtökum. Það verður gert með því að horfa til lengri tíma, vanda til verka og hafa ávallt einhver uppbyggingarverkefni í pípunum. Áætlanir þurfa að vera skynsamlegar og standast, og fylgt eftir af aðilum sem horfa til þess að veita þjónustu en ekki græða. Hlutverk hins opinbera ætti að vera að semja við aðila eins og Sjómannadagsráð til að tryggja að sífellt sé litið til framtíðar og fjölgun hjúkrunarrýma sé í takti við fjölgun í hópi þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Það er kominn tími á að stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur taki höndum saman og axli ábyrgð. Með réttum áherslum og samvinnu er hægt að tryggja eldra fólki mannsæmandi umönnun, líkt og Sjómannadagsráð sýndi að væri mögulegt á sínum tíma. Höfundur er formaður Sjómannadagsráðs.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun