Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar 12. mars 2025 08:01 Ég vil byrja á að óska kennurum til hamingju með nýjan kjarasamning. Til að ná þessum áfanga þurfti mikla staðfestu – og staðfesta kostar oft sitt. Foreldrar töldu á börnum þeirra brotið, stjórnmálafólk skaut föstum skotum á stéttina og bjúrókratar kepptust við að minna á áhrif sem samningarnir kynnu að hafa á verðbólguna. En baráttufólk kennarastéttarinnar lét þetta sem vind um eyru þjóta og hélt óvægin til baráttunnar. Eitt helsta vopnið í þeirri baráttu var að draga fram hversu skaðlegt það væri fyrir börn að vera undir handleiðslu leiðbeinenda í skólakerfinu. Auglýsingar og áróður snerust um þá ógn sem fylgir því að óreyndur leiðbeinandi, allur af vilja gerður, mæti í skólastofuna. Hann birtist sem táknmynd skortsins, horfir afsakandi á börnin með sorg í augunum áður en hann hrökklast út úr skólanum í átt að betra starfi. En á bakvið ský leynist sólin! Á staðinn mætir fagmenntaður kennari og birta færist yfir skólastofuna. Kennaragráðan, þessi töfralausn á öllu sem aflaga fer í skólakerfinu, er svo sterk að hún umbreytir myrkum skólastofum í lifandi menntaumhverfi. Hamingjan er í algleymingi og börnin fá loksins þá menntun sem þau höfðu verið svipt undir stjórn leiðbeinenda. Enginn efast um mikilvægi þess að laða fagmenntaða kennara að starfinu. Launakjör kennara skipta máli, og því er full ástæða til að óska stéttinni til hamingju með áfangann. En í þessari baráttu var á sama tíma lögð mikil áhersla á þá "áhættu" sem felst í því að leiðbeinendur fái að kenna í skólum. Með því var dregin upp mynd af þeim sem annars flokks starfsfólki sem hefði lítið fram að færa – og þannig ómeðvitað skapað andrúmsloft þar sem leiðbeinendur í grunnskólum þurfi nú að mæta til vinnu vitandi að þeirra eigið samstarfsfólk hafi opinberlega talað fyrir því að þeir eigi ekki heima í skólastofunni. Hvernig er það fyrir þessa leiðbeinendur að setjast nú við hlið kennara sem eytt hafa síðustu vikum í að halda á lofti skilaboðum um að þeirra staða sé óviðunandi? Hvernig er að starfa í umhverfi þar sem fagfélagið sem þeir greiða í hefur í raun beitt sér gegn tilvist þeirra í skólastofunni? Það er ekki auðvelt að byggja upp skólasamfélag sem hvílir á virðingu og samvinnu þegar stór hluti þess hefur verið skilgreindur sem vandamál frekar en lausn. Það má rifja upp að leiðbeinendur eru fjölbreyttur hópur, þeir eru ekki allir nýstignir úr grunnskóla óvissir um það hvert næsta skref þeirra skuli vera. Margir þeirra hafa háskólagráður, jafnvel nokkrar, og koma úr ólíkum áttum með reynslu og sérþekkingu sem getur auðgað skólastarfið. Þeir bera með sér nýja sýn, breiða út þekkingu og auka fjölbreytni í kennslu. Ef skólakerfið lokar að einhverju leyti dyrum fyrir fjölbreyttum bakgrunni kennara, verður menntun einsleitari og dregur úr aðlögunarhæfni kerfisins að breyttum samfélagsþörfum. Þrátt fyrir allt hefur umræðan gengið svo langt að sumir kennarar hafa hæðst að hugmyndinni um að leiðbeinendur starfi í skólum með því að ímynda sér kennara sem fara inn á önnur starfssvið. Kennarinn sem vill verða Þjóðleikhússtjóri, kennarinn sem stefnir á bráðadeildina á Landspítalanum, kennarinn sem ætlar að hasla sér völl í fjármálageiranum. Þetta eru athugasemdir sem birst hafa á samfélagsmiðlum – og þær eiga að vera fyndnar. Undir niðri endurspegla þær þó ákveðna þröngsýni: hugmyndina um að kennarar séu lokuð stétt sem eigi að verja með öllum ráðum, frekar en lífæð samfélagsins sem ætti að njóta öflugrar og fjölbreyttrar þátttöku. Góðir kennarar vita að maður á aldrei að lyfta sér upp á kostnað annarra. Það gerði kennarastéttin engu að síður. Þetta á ekki að vera keppni á milli kennara og leiðbeinenda – heldur áminning um að menntakerfi án fjölbreytni er menntakerfi sem tapar. Skólarnir þurfa að endurspegla samfélagið, bæði í nemendahópnum og meðal kennara. Ef sú fjölbreytni glatast, glatast líka dýrmæt tækifæri til að efla menntun allra barna. Vonandi getur nú skapast umræða þar sem raunveruleg hæfni og gæði kennslu eru í fyrirrúmi, frekar en hólmganga um pappíra og starfsheiti. Höfundur er tónlistarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á að óska kennurum til hamingju með nýjan kjarasamning. Til að ná þessum áfanga þurfti mikla staðfestu – og staðfesta kostar oft sitt. Foreldrar töldu á börnum þeirra brotið, stjórnmálafólk skaut föstum skotum á stéttina og bjúrókratar kepptust við að minna á áhrif sem samningarnir kynnu að hafa á verðbólguna. En baráttufólk kennarastéttarinnar lét þetta sem vind um eyru þjóta og hélt óvægin til baráttunnar. Eitt helsta vopnið í þeirri baráttu var að draga fram hversu skaðlegt það væri fyrir börn að vera undir handleiðslu leiðbeinenda í skólakerfinu. Auglýsingar og áróður snerust um þá ógn sem fylgir því að óreyndur leiðbeinandi, allur af vilja gerður, mæti í skólastofuna. Hann birtist sem táknmynd skortsins, horfir afsakandi á börnin með sorg í augunum áður en hann hrökklast út úr skólanum í átt að betra starfi. En á bakvið ský leynist sólin! Á staðinn mætir fagmenntaður kennari og birta færist yfir skólastofuna. Kennaragráðan, þessi töfralausn á öllu sem aflaga fer í skólakerfinu, er svo sterk að hún umbreytir myrkum skólastofum í lifandi menntaumhverfi. Hamingjan er í algleymingi og börnin fá loksins þá menntun sem þau höfðu verið svipt undir stjórn leiðbeinenda. Enginn efast um mikilvægi þess að laða fagmenntaða kennara að starfinu. Launakjör kennara skipta máli, og því er full ástæða til að óska stéttinni til hamingju með áfangann. En í þessari baráttu var á sama tíma lögð mikil áhersla á þá "áhættu" sem felst í því að leiðbeinendur fái að kenna í skólum. Með því var dregin upp mynd af þeim sem annars flokks starfsfólki sem hefði lítið fram að færa – og þannig ómeðvitað skapað andrúmsloft þar sem leiðbeinendur í grunnskólum þurfi nú að mæta til vinnu vitandi að þeirra eigið samstarfsfólk hafi opinberlega talað fyrir því að þeir eigi ekki heima í skólastofunni. Hvernig er það fyrir þessa leiðbeinendur að setjast nú við hlið kennara sem eytt hafa síðustu vikum í að halda á lofti skilaboðum um að þeirra staða sé óviðunandi? Hvernig er að starfa í umhverfi þar sem fagfélagið sem þeir greiða í hefur í raun beitt sér gegn tilvist þeirra í skólastofunni? Það er ekki auðvelt að byggja upp skólasamfélag sem hvílir á virðingu og samvinnu þegar stór hluti þess hefur verið skilgreindur sem vandamál frekar en lausn. Það má rifja upp að leiðbeinendur eru fjölbreyttur hópur, þeir eru ekki allir nýstignir úr grunnskóla óvissir um það hvert næsta skref þeirra skuli vera. Margir þeirra hafa háskólagráður, jafnvel nokkrar, og koma úr ólíkum áttum með reynslu og sérþekkingu sem getur auðgað skólastarfið. Þeir bera með sér nýja sýn, breiða út þekkingu og auka fjölbreytni í kennslu. Ef skólakerfið lokar að einhverju leyti dyrum fyrir fjölbreyttum bakgrunni kennara, verður menntun einsleitari og dregur úr aðlögunarhæfni kerfisins að breyttum samfélagsþörfum. Þrátt fyrir allt hefur umræðan gengið svo langt að sumir kennarar hafa hæðst að hugmyndinni um að leiðbeinendur starfi í skólum með því að ímynda sér kennara sem fara inn á önnur starfssvið. Kennarinn sem vill verða Þjóðleikhússtjóri, kennarinn sem stefnir á bráðadeildina á Landspítalanum, kennarinn sem ætlar að hasla sér völl í fjármálageiranum. Þetta eru athugasemdir sem birst hafa á samfélagsmiðlum – og þær eiga að vera fyndnar. Undir niðri endurspegla þær þó ákveðna þröngsýni: hugmyndina um að kennarar séu lokuð stétt sem eigi að verja með öllum ráðum, frekar en lífæð samfélagsins sem ætti að njóta öflugrar og fjölbreyttrar þátttöku. Góðir kennarar vita að maður á aldrei að lyfta sér upp á kostnað annarra. Það gerði kennarastéttin engu að síður. Þetta á ekki að vera keppni á milli kennara og leiðbeinenda – heldur áminning um að menntakerfi án fjölbreytni er menntakerfi sem tapar. Skólarnir þurfa að endurspegla samfélagið, bæði í nemendahópnum og meðal kennara. Ef sú fjölbreytni glatast, glatast líka dýrmæt tækifæri til að efla menntun allra barna. Vonandi getur nú skapast umræða þar sem raunveruleg hæfni og gæði kennslu eru í fyrirrúmi, frekar en hólmganga um pappíra og starfsheiti. Höfundur er tónlistarkona.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun