Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 17:46 Kristinn Óskarsson hefur verið einn besti dómari landsins í marga áratugi. Hér sést hann að dæma leik. Vísir/Bára Kristinn Óskarsson er ekki bara einn besti körfuboltadómari Íslands því hann er einnig einn sá leikreyndasti. Hann hefur sterka skoðun á nýrri tillögu fyrir komandi ársþing Körfuknattleikssambands Íslands. Kristinn hefur dæmt í efstu deild síðan löngu fyrir aldarmót og er fyrrum körfuboltadómari ársins. Kristinn bendir á það í nýrri færslu á samfélagmiðlum að nú liggi vond tillaga fyrir ársþingi KKÍ, tilllaga sem fari á skjön við leikreglur. „Í leikreglum (gr. 4.3.3) þá segir að heimalið skuli leika í ljósum búningum og gestalið í dökkum. Þetta einfaldar allan undirbúning og það gerist aldrei að lið mæti með ranga búninga til leiks. Þá er líka tryggt að munur á búningum sé mikill í sjónvarpi. Sama grein heimilar að ef að lið komi sér saman um annað fyrirkomulag þá megi þau semja um það,“ skrifar Kristinn. Tillagan kemur frá Þór á Akureyri en þar er strikað yfir það að heimalið skuli spila í ljósum búningum en útiliðið í dökkum. Þar er lagt til að öll félög skuli hafa yfir að ráða ljósum búningum og dökkum búningum. Félög muni síðan tilkynna KKÍ um það fyrirfram hvaða búningi þau ætli að spila í á heimavelli. „Á léttu nótunum má kannski segja að við Þórsarar séum svo gamaldags að okkur finnst skemmtilegra að Haukar, séu rauðir á heimavelli, Valsarar rauðir, Njarðvíkingar grænir, Keflavík dökkbláir, Stólarnir vínrauðir, Þór Þ grænir og svona mætti lengi telja. Búningar þessara liða og margra annara eru sögufrægir og vilja eflaust flestir stuðningsmenn horfa á sitt lið í réttum litum á heimavelli,“ segir í greinargerð Þórsara. Kristinn er aftur á móti full alvara í mati sínu að því hversu slæm tillagan sé. „Tillagan er vond því hún er breyting á leikreglum sem FIBA er ekki hrifið af. Hún eykur líkur á mistökum og heimild er í leikreglum fyrir t.d. Þór á Akureyri að semja við alla sína gesti að Þór leiki í sínum rauðu búningum ef þeir kjósa það,“ skrifar Kristinn. Kristinn bendir á það að þessi tillaga leysi ekki neitt, heldur eykur hún flækjustig og hættu á mistökum, er á skjön við leikreglur, dregur úr ánægju áhorfenda til lengri tíma og er almennt alger þvæla. KKÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Kristinn hefur dæmt í efstu deild síðan löngu fyrir aldarmót og er fyrrum körfuboltadómari ársins. Kristinn bendir á það í nýrri færslu á samfélagmiðlum að nú liggi vond tillaga fyrir ársþingi KKÍ, tilllaga sem fari á skjön við leikreglur. „Í leikreglum (gr. 4.3.3) þá segir að heimalið skuli leika í ljósum búningum og gestalið í dökkum. Þetta einfaldar allan undirbúning og það gerist aldrei að lið mæti með ranga búninga til leiks. Þá er líka tryggt að munur á búningum sé mikill í sjónvarpi. Sama grein heimilar að ef að lið komi sér saman um annað fyrirkomulag þá megi þau semja um það,“ skrifar Kristinn. Tillagan kemur frá Þór á Akureyri en þar er strikað yfir það að heimalið skuli spila í ljósum búningum en útiliðið í dökkum. Þar er lagt til að öll félög skuli hafa yfir að ráða ljósum búningum og dökkum búningum. Félög muni síðan tilkynna KKÍ um það fyrirfram hvaða búningi þau ætli að spila í á heimavelli. „Á léttu nótunum má kannski segja að við Þórsarar séum svo gamaldags að okkur finnst skemmtilegra að Haukar, séu rauðir á heimavelli, Valsarar rauðir, Njarðvíkingar grænir, Keflavík dökkbláir, Stólarnir vínrauðir, Þór Þ grænir og svona mætti lengi telja. Búningar þessara liða og margra annara eru sögufrægir og vilja eflaust flestir stuðningsmenn horfa á sitt lið í réttum litum á heimavelli,“ segir í greinargerð Þórsara. Kristinn er aftur á móti full alvara í mati sínu að því hversu slæm tillagan sé. „Tillagan er vond því hún er breyting á leikreglum sem FIBA er ekki hrifið af. Hún eykur líkur á mistökum og heimild er í leikreglum fyrir t.d. Þór á Akureyri að semja við alla sína gesti að Þór leiki í sínum rauðu búningum ef þeir kjósa það,“ skrifar Kristinn. Kristinn bendir á það að þessi tillaga leysi ekki neitt, heldur eykur hún flækjustig og hættu á mistökum, er á skjön við leikreglur, dregur úr ánægju áhorfenda til lengri tíma og er almennt alger þvæla.
KKÍ Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira