Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2025 17:46 Kristinn Óskarsson hefur verið einn besti dómari landsins í marga áratugi. Hér sést hann að dæma leik. Vísir/Bára Kristinn Óskarsson er ekki bara einn besti körfuboltadómari Íslands því hann er einnig einn sá leikreyndasti. Hann hefur sterka skoðun á nýrri tillögu fyrir komandi ársþing Körfuknattleikssambands Íslands. Kristinn hefur dæmt í efstu deild síðan löngu fyrir aldarmót og er fyrrum körfuboltadómari ársins. Kristinn bendir á það í nýrri færslu á samfélagmiðlum að nú liggi vond tillaga fyrir ársþingi KKÍ, tilllaga sem fari á skjön við leikreglur. „Í leikreglum (gr. 4.3.3) þá segir að heimalið skuli leika í ljósum búningum og gestalið í dökkum. Þetta einfaldar allan undirbúning og það gerist aldrei að lið mæti með ranga búninga til leiks. Þá er líka tryggt að munur á búningum sé mikill í sjónvarpi. Sama grein heimilar að ef að lið komi sér saman um annað fyrirkomulag þá megi þau semja um það,“ skrifar Kristinn. Tillagan kemur frá Þór á Akureyri en þar er strikað yfir það að heimalið skuli spila í ljósum búningum en útiliðið í dökkum. Þar er lagt til að öll félög skuli hafa yfir að ráða ljósum búningum og dökkum búningum. Félög muni síðan tilkynna KKÍ um það fyrirfram hvaða búningi þau ætli að spila í á heimavelli. „Á léttu nótunum má kannski segja að við Þórsarar séum svo gamaldags að okkur finnst skemmtilegra að Haukar, séu rauðir á heimavelli, Valsarar rauðir, Njarðvíkingar grænir, Keflavík dökkbláir, Stólarnir vínrauðir, Þór Þ grænir og svona mætti lengi telja. Búningar þessara liða og margra annara eru sögufrægir og vilja eflaust flestir stuðningsmenn horfa á sitt lið í réttum litum á heimavelli,“ segir í greinargerð Þórsara. Kristinn er aftur á móti full alvara í mati sínu að því hversu slæm tillagan sé. „Tillagan er vond því hún er breyting á leikreglum sem FIBA er ekki hrifið af. Hún eykur líkur á mistökum og heimild er í leikreglum fyrir t.d. Þór á Akureyri að semja við alla sína gesti að Þór leiki í sínum rauðu búningum ef þeir kjósa það,“ skrifar Kristinn. Kristinn bendir á það að þessi tillaga leysi ekki neitt, heldur eykur hún flækjustig og hættu á mistökum, er á skjön við leikreglur, dregur úr ánægju áhorfenda til lengri tíma og er almennt alger þvæla. KKÍ Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Kristinn hefur dæmt í efstu deild síðan löngu fyrir aldarmót og er fyrrum körfuboltadómari ársins. Kristinn bendir á það í nýrri færslu á samfélagmiðlum að nú liggi vond tillaga fyrir ársþingi KKÍ, tilllaga sem fari á skjön við leikreglur. „Í leikreglum (gr. 4.3.3) þá segir að heimalið skuli leika í ljósum búningum og gestalið í dökkum. Þetta einfaldar allan undirbúning og það gerist aldrei að lið mæti með ranga búninga til leiks. Þá er líka tryggt að munur á búningum sé mikill í sjónvarpi. Sama grein heimilar að ef að lið komi sér saman um annað fyrirkomulag þá megi þau semja um það,“ skrifar Kristinn. Tillagan kemur frá Þór á Akureyri en þar er strikað yfir það að heimalið skuli spila í ljósum búningum en útiliðið í dökkum. Þar er lagt til að öll félög skuli hafa yfir að ráða ljósum búningum og dökkum búningum. Félög muni síðan tilkynna KKÍ um það fyrirfram hvaða búningi þau ætli að spila í á heimavelli. „Á léttu nótunum má kannski segja að við Þórsarar séum svo gamaldags að okkur finnst skemmtilegra að Haukar, séu rauðir á heimavelli, Valsarar rauðir, Njarðvíkingar grænir, Keflavík dökkbláir, Stólarnir vínrauðir, Þór Þ grænir og svona mætti lengi telja. Búningar þessara liða og margra annara eru sögufrægir og vilja eflaust flestir stuðningsmenn horfa á sitt lið í réttum litum á heimavelli,“ segir í greinargerð Þórsara. Kristinn er aftur á móti full alvara í mati sínu að því hversu slæm tillagan sé. „Tillagan er vond því hún er breyting á leikreglum sem FIBA er ekki hrifið af. Hún eykur líkur á mistökum og heimild er í leikreglum fyrir t.d. Þór á Akureyri að semja við alla sína gesti að Þór leiki í sínum rauðu búningum ef þeir kjósa það,“ skrifar Kristinn. Kristinn bendir á það að þessi tillaga leysi ekki neitt, heldur eykur hún flækjustig og hættu á mistökum, er á skjön við leikreglur, dregur úr ánægju áhorfenda til lengri tíma og er almennt alger þvæla.
KKÍ Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira